Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Kristín og Þórarinn

Húsráð Gunnarshúss stendur fyrir vikulegum höfundakvöldum í Gunnarshúsi fram að jólum. Á hverju fimmtudagskvöldi mæta tveir höfundar og spjalla um bækur sínar, lesa aðeins úr þeim, og síðan gefst áhorfendum kostur á að spyrja líka. Meiningin er að lyfta jólabókavertíðinni aðeins upp úr fari hinna hefðbundnu upplestrarkvölda, og gefa hverri bók og hverjum höfundi meiri tíma.

Fimmtudaginn 13. nóvember mæta þau Kristín Eiríksdóttir og Þórarinn Leifsson, lesa upp og svara spurningum Elínar Bjarkar Jóhannsdóttur bókmenntafræðings um nýútkomnar bækur sínar. Allir velkomnir á meðan stólar leyfa, aðgangur 500 kr.

via (1) Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Kristín og Þórarinn.