Vísir – Formaður þjóðleikhúsráðs segir upp störfum

Ekkert liggur fyrir um ástæður þess að Ingimundur segir sig úr ráðinu, ekki hefur náðst í hann til að inna eftir því hvort hann sé ósáttur, þá með það hversu lengi hefur dregist að skipa Þjóðleikhússtjóra, hvort óánægja hans snúi að því hvern skal ráða og að ráðuneytið hafi þá ekki viljað taka tillit til álits ráðsins, eða hvað. Vel má vera að persónulegar ástæður búi að baki því að Ingimundur vill fara frá, en ráðið fundar á morgun.

via Vísir – Formaður þjóðleikhúsráðs segir upp störfum.