Konur verða ekki lengur gjafvaxta heldur hagvaxta þær fegra sig, mennta sig, sanna sig taka í gegn, taka pláss, taka völdin en halda þó samtímis í mýktina gefa af sér, gefa börnunum, gefa blóð gefa allt að kvöldi situr eftir örmagna, hagvaxta kona með nagandi samviskubit yfir að hafa ekki gert nóg Ljóð úr væntanlegri […]
Ljóð
Um að girða
Ég held það hafi verið viljandi að þú hafir ekki þurrkað þér í framan þegar við fórum aftur út meðal vina okkar safi minn situr eftir í skegginu þínu og mér finnst það hot og ég ímynda mér ég myndi ábyggilega vilja vera kærasta þín ef þú værir ekki svona mikill alki […]
Kona í baðkari
Hún liggur í baðkarinu í hnipri, heldur utan um hnén, ljós hárþyrillinn úfinn, augun starandi. Skrámuð og marin á skrokkinn, sköðuð til ólífis á sálinni. Í fallegu og velhirtu baðherbergi í austurborginni er þessi kona í baðkerinu eins og sprenging, geðveiki hennar ekki í samræmi við neitt venjulegt. Þeir komu með hana á svörtu maríu […]
Þessi babýloníski ruglingur orðanna
Þessi babýloníski ruglingur orðanna stafar af því að þau eru tungumál þeirra sem farast það að við skiljum þau ekki lengur stafar af því að ekkert stoðar nú lengur að skilja þau hvað stoðar það hina dauðu að segja þeim hvernig maður hefði getað lifað betur, ekki þrýsta á þá náköldu að svipast um í […]
Andrés gefur öndunum
Hollustan geislar af Andrési fulltrúa Önd, engan sá lýðurinn hlykkjast svo stinnan um bakka. Hann stansar í frjálslegri pósu með poka við hönd; postulínsgumpurinn rís undan matrósajakka. Liðið á Tjörninni upphefur ómstríðan brag athyglisfrekt líkt og hamstola gjallandi símar. En Andrés fær svarað: „Æ ekki neitt japl eða jag; Jóakim segir að nú séu erfiðir […]
Það vorar allstaðar nema í hjarta mínu
Sjáðu spói, Þarna býr Njörður og þarna býr Skaði Þarna marar Grótta undan grunnu vaði Þarna er safali, jaspis og jaði Og þarna kyssast himinn og jörð í fallegum jökli Komdu lóa, Þreskjum náinn ferskan Laugum lúin augu Í rauðum sigri og dauða Djöfullinn hefur gjöfull Orpið vori í sorpið Fönn skal af foldu brenna […]
Rætur
Ég merki ræturnar með gömlum plastböndum utan af Morgunblöðum sem mamma bar út þegar hún var unglingur og amma klippti, flokkaði og geymdi í risinu ef einhvern tímann skyldi vera þörf. Risið er fimm metrar undir súð og geymir alla Íslandssöguna; þrautirnar, vikuáskriftirnar, óveðrið, einveruna, hattana á trúðaísana og ungbarnafötin. Það óx með lífinu, ummálið […]
Ljóð eftir Brynju Hjálmsdóttur
Hún deplar augunum hratt hratt hratt til að losna við alla hundana Segir: Hér er enginn hundur Enginn svartur hundur sem liggur á engum sófa Þú ert ekki svartur hundur Það liggur ekki á þér neinn svartur hundur Þú ert ekki að kremjast undan svörtum hundi allan daginn líka þegar það er sól og þú […]
Óheiðarlegu bréfberarnir
Robert Creeley fæddur 1926 var mjög afkastamikið Bandarískt skáld. Hann lést 30. mars 2005 og því eru í dag 12 ár frá því að hann lést. Ljóðið er tekið úr 2. tbl. TMM 1996 af timarit.is. Árni Ibsen þýddi.
Skýjafar
Þrjú ljóð úr bókinni Skýjafar eftir Jónu Kristjönu Hólmgeirsdóttur í nótt fjúka orðin inn í vitund mína líkt og snjókorn inn um opinn glugga innlyksa hugsa ég um botnfrosin vötn hlusta á bresti þeirra horfi á deyjandi ljós í bylnum í sumar vil ég að við hlykkjumst saman eftir strandlengjunni keyrum tvö yfir sandana – […]
Vertu heima á þriðjudag
Myndina tók Saga Sig en ljóðin eru úr bók Bergs Ebba Vertu heima á þriðjudag. KYRRÐARSTUND Það eru engar trommur engir lúðrar engin rúða brotin Ekkert í sjónvarpinu engar fylkingar engir fánar Þvílíkan frið hef ég ekki fundið lengi Það eru tvær klukkustundir síðan ég vaknaði Ég sit rólegur í stól borða hrökkbrauð með kavíar […]
Ljóð eftir Kristínu Svövu
Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Kristín Svava (f. 1985) er sagnfræðingur og fyrrum póstberi úr vesturbænum. Hún hefur gefið út bækurnar Blótgælur (2007), Dr. Usli (2009) , Skrælingjasýningin (2011), Stormviðvörun (2015) og vinnur nú að ritsafni um klám. Nýlenduherrarnir Það gengu svo viðkunnanlegir Danir á undan […]
Tvö ljóð eftir Hallgrím Helgason
Hallgrímur Helgason (f. 1959) er rithöfundur, myndlistarmaður og pistlahöfundur. Eftir hann liggja fjölmargar skáldsögur, eitt ljóðasafn, íslensku bókmenntaverðlaunin 2001, örfá bönk í bifreið forsetisráðherra, fjölmargir pistlar sem birst hafa víða – og von er á nýrri ljóðabók eftir hann hjá Forlaginu í vetur. Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda […]
Tvö ljóð eftir Soffíu Láru
Soffía Lára (f. 1993) vill almennt aðeins meira ógeð í ljóðum og ókeypis kakó í bönkum – og hefur verið kölluð vélbyssukjaftur af þeim sem hafa hlýtt á upplestra hennar. Eftir hana liggja ljóðabækurnar; Höfuðmyrkur (2013), Leiðirnar til himna (2014) og Fljúga hvítar kanínur (2016).
Þrjú ljóð eftir Atla Sigþórsson
Atli Sigþórsson hefur getið sér gott orð sem rappari undir listamannsnafninu Kött Grá Pje.
Þrjú ljóð eftir Kára Pál
Ljóð úr bókinni Ekkert tekur enda eftir Kára Pál Óskarsson.Útgefandi er Deigma. Bókin er fáanleg í helstu bókaverslunum. (Myndljóðið að ofan er líka eftir Kára Pál) Það er alltaf einhver neðar í fæðukeðjunni. Eirgræna nú á öllu, einnig skýjum, birtubrigðum, plöntum, minningum, orðum. Of mikill orðaforði. Hunskastu. Annarlegar kvöldstundir í furðuheimum. Illa lyktandi kjallaraherbergi. Lexía […]
Stærðin skiptir máli
Ljóð úr bókinni Bréf, áeggjanir og hugleiðingar um lífsbrandarann eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson. Myndir bókarinnar eru eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson og Morgan Betz (myndin sem fylgir hér er eftir Sigtrygg). Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum. Stærðin skiptir máli Eruð þér lítt vaxinn niður, bróðir? Látið eigi blekkjast af fagurgala móðurlegra fljóða er litið hafa […]
Ljóð um greint rými og fleiri stök
Þeim fjölgar sem keyra um á svifbrettum; þeim fjölgar sem kjósa almenningssamgöngur; þeim fjölgar sem ganga með múslimaslæður; þeim fjölgar sem borða á veitingastöðum þegar þeir nenna ekki að elda; þeim fjölgar sem æxlast, tímgast, stunda kynlíf og geta börn. Þróunin er augljós þeim sem vilja sjá hana. En það vilja ekki allir sjá hana. […]
NAZIFIER
Bertolt Brecht var Þjóðverji og samt ekki nasisti. Þvert á móti var hann and-nasisti, vegna þess að hann var kommúnisti. Á ákveðnu tímabili var það skringileg staða og lífshættuleg. Ógnin teygði sig norður á Atlantshafseyríkið okkar með ýmsum hætti: í fyrsta lagi var Hermann Jónasson forsætisráðherra í landinu mótfallinn því að veita þeim gyðingum nokkurt […]
Þrjú ljóð eftir Skarphéðin Bergþóruson
VATNSTANKA Þeir eru tveir — — jarð- fastir í einni heild haust- kvíðans svo sjómannakóla- turnspíran sem teygir sig í lausu lofti, loks tunglið í skýja- rekstri — — blekmyrkur annars gutlar á döprum þönkum NIÐRÁ STRÖND Greinilega til þess vinnandi að hætta að vera hálfviti samband manns við vímugjafann er í eðli sínu prívat […]
Hverfisgata, hefur ekki gert okkur neitt
Eitt ljóð eftir lomma
ÞVAGAN Á KNATTLEIKNUM
Þýðing: Ragnar Helgi Ólafsson
Ljóð eftir William Carlos Williams í þýðingu Ragnars Helga Ólafssonar
Orð eru ljóð eru orð
Orð eru ljóð eru orð umfjöllun um bók Stefáns Boga Sveinssonar, Brennur – eftir Þorgeir Tryggvason Stefán Bogi Sveinsson treystir orðum. Það er góður eiginleiki hjá ljóðskáldi. Þó að við (eða ég allavega) höfum mörg talsverða nautn af fimleikum og flugeldum í skáldskap þá er gott annað slagið að vera leitt fyrir sjónir hvers […]
Ég leitaði einskis… og fann
Nokkur orð um Ég leitaði einskis … og fann eftir Hrafnkel Lárusson eftir Þorgeir Tryggvason Ljóðin í þessari fyrstu bók Hrafnkels Lárussonar eru afrakstur langs tímabils og bera þess einhver merki. Eins og höfundur rekur reyndar sjálfur í formála. Hann talar um að í þeim elstu sé „melankólískt tilfinningarót“ kveikja skáldskaparins, en „hugleiðingar um tilveruna“ […]
Skáldskapur vikunnar: Ljóðlist eftir Marianne Moore
Ég kann líka illa við hana: aðrir hlutir skipta meiru handan þessa fitls.
Þegar maður hins vegar les hana af fullkominni fyrirlitningu uppgötvar maður,
þrátt fyrir allt, stað þar sem hið ósvikna fær þrifist.
Hendur sem geta náð taki, augu
sem geta þanist, hár sem getur risið
gerist þess þörf, þessir hlutir skipta máli og ekki vegna þess að
hægt sé að þröngva upp á þá hástemmdri túlkun
Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum eftir Davíð Stefánsson – Karolina Fund
Hlýtt og satt er langþráð bók sem hefur verið lengi í smíðum, þótt sannur skriðþungi hafi ekki farið af stað hjá mér fyrr en árið 2011. Þá settist ég niður í tvo kalda vetrarmánuði á Skriðuklaustri og tók saman hinar og þessar hugmyndir og hálftexta sem safnast höfðu upp á mörgum árum. Þar sá ég loksins skýrt hvaða þræðir lágu í gegnum textana og hvaða stefnu ég vildi taka sem höfundur annars konar texta en ljóða.
Ég fann fjölina, eins og sagt er.
Davíð Stefánsson fjármagnar bók á Karolina Fund via Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum eftir Davíð Stefánsson – Karolina Fund.
Skáldskapur vikunnar: Ólíkar gerðir ferðablætis
1) að vera ævintýramaðurinn er draumurinn sem afþreyingin nærir okkur á
í draumnum erum við einstök því við erum Indiana Jones
við kýlum á það og sjá: bílfarmar af Indiana Jones aka um framandi hættuför (núna klaki)
Flutti þingheimi ljóð um Dallas – mbl.is
„Dallalas, la Dallalallalas
er falleg borg í Texas.
Bítast fagrar konur um mikinn auð
innan um mislitan sauð.
Ewing fjölskyldan samheldin er
þá vandamál steðja að.
J.R. glúrinn en Bobby ber
og miss Ellie æði er.
Dallalas, la Dallalallalas.“
Þingmaðurinn Óttarr Proppé flutti ljóð eftir sig og Sigurjón Kjartansson í pontu alþingis via Flutti þingheimi ljóð um Dallas – mbl.is.
Vísir – Ljóðlympíuleikar 2014
„Við vonumst til að þetta verði alvöruljóðaslamm með aktífum áhorfendum og vonandi verða mikil læti og mikið stuð,“ segir Megan Auður Grímsdóttir, einn skipuleggjanda Ljóðlympíuleika sem haldnir verða á Loft Hosteli í kvöld. Þar munu skáldsystur og skáldbræður Reykjavíkur keppa til sigurs og aðeins eitt þeirra standa uppi sem sigurvegari.
Að yrða og innbyrða
Um Neindarkennd eftir Björk Þorgrímsdóttur
Fyrir nokkru var mér sagt að eiginlega merki orðið trauma tóm eða gat sem engin leið er að fylla upp í. Líkt og titill ljóðabókarinnar Neindarkennd eftir Björk Þorgrímsdóttur gefur til kynna fjallar verkið meðal annars um tilfinningu fyrir tóminu eða öllu heldur um hið óyrðanlega. En í bókinni lýsir höfundur því hvernig formgerð tungumálsins […]
Hörmungar – ljóð
Að drukkna. Að drukkna í legi. Að drukkna í uppþvottalegi. Að drukkna í svefni. Að drukkna í uppþvottasvefni. Sofandi í uppþvottalegi. Móðuharðindin. Móðuharðindin. Að drukkna í móðuharðindum. Móður af harðindum. Að drukkna í móðuharðindum með lekanda og ilsig. Með lekanda, ilsig, lús og gyllinæð. Sofandi. Að drukkna sofandi í gyllinæð, vakandi í móðuharðindum og uppþvottalegi. […]