Heldur lítið hefur farið fyrir umræðu um Stanley Cavell og kvikmyndaheimspeki hans á íslensku. Þrátt fyrir andlát hans á síðasta ári. Og þrátt fyrir að hér sé einn stærsti heimspekingur síðari hluta 20.aldarinnar (þótt það sé að sjálfsögðu erfitt að leggja mat á slíkt – að mínu mati a.m.k.). Sem vildi bara svo til að […]
Höfundur: Jóhann Helgi Heiðdal
Þegar samkynhneigður marxisti sýndi mynd um Jesús sem byltingarleiðtoga í Notre Dame kirkjunni: The Gospel According to St. Matthew (1964)
Það verður að segjast eins og er: Pier Paolo Pasolini er alveg með áhugaverðari listamönnum. Við erum að tala um rithöfund, ljóðskáld, leikstjóra, marxista og pólitískan aktívista sem endaði lífið með morð mysteríu sem enn er hitamál þar sem alls konar samsæriskenningar og ásakanir er verið að setja á borð og skeggræða. Marxisti sem fordæmdi […]
Kvikmyndapistill #1: Sweet Smell of Success
Hugsunin á bakvið þennan vikulega pistil, sem mun hér eftir birtast á mánudögum að öllu óbreyttu, er að fjalla með einum eða öðrum hætti um kvikmyndilistina og það sem ég tel mikilvægt – annað hvort í sögulegu eða nútímasamhengi. Þá helst verk sem, af einni eða annarri ástæðu eru mikilvæg á einhvern hátt í sögulegu […]
Þegar loks sauð uppúr hjá hinum kúguðu og undirokuðu og allt flæddi yfir
„Crush humanity out of shape once more, under similar hammers, and it will twist itself into the same tortured forms. Sow the same seeds of rapacious licence and oppression over again, and it will surely yield the same fruit according to its kind.“ Einhvern veginn finnst mér alltaf eins og hver bókaumfjöllun sem ég skrifa […]
Gleðileikur Lars von Triers er óguðdómlegt meistaraverk
The House that Jack Built
Það var auðvitað aldrei við neinu öðru að búast en að nýjasta mynd Lars von Trier myndi fá blendnar móttökur – svo vægt sé til orða tekið. Í þessu tilfelli kom myndin líka út í miðri metoo byltingu, leikstjórinn var sjálfur nýlega verið gagnrýndur af Björk fyrir hegðun sína á tökustað Dancer in the Dark […]
Verk Dostojevskí eru sjálfshjálparbækurnar sem nútíminn þarf á að halda
Hinir smánuðu og svívirtu
Það er sannur heiður að fjalla um þessa þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur og Gunnars Þorra Péturssonar sem Forlagið hefur nýlega gefið út. Ingibjörg gerði auðvitað íslenskri menningu ómetanlegt gagn á löngum ferli með þýðingum sínum úr rússnesku – sem og eigin skáldskap. Þar má helstar nefna íslenskar þýðingar á öllum helstu meistaraverkum Dostojevskí. Eins og kunnugt […]
Vestrænt frjálslyndi þvær hendur sínar
Um harðstjórn: Tuttugu lærdómar sem draga má af tuttugustu öldinni
Mál og menning gefur út bókina Um harðstjórn: Tuttugu lærdómar sem draga má af tuttugustu öldinni eftir Timothy Snyder í íslenskri þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar. Ritið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir, þrátt fyrir að vera stutt í sniðum og hraðlesið – ekki nema 153 síður í litlu broti. Það vakti mikla athygli þegar það […]
Fantasía vs. raunveruleiki
The Florida Project
Með Tangerine fyrir tveimur árum fangaði Sean Baker athygli mína og gott betur. Með The Florida Project er hann orðinn einn áhugaverðasti leikstjóri sem ég veit um í dag. Einn af þeim sem ég fylgist náið með og bíð spenntur eftir næstu mynd frá. Myndin var tvímælalaust ein af þeim allra bestu sem komu út […]
Keisarinn og heimspekingurinn (eða hræsnarinn?)
Um mildina
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins gaf út fyrir jól þýðingu á öðru lykilriti fornaldarheimspekinnar. Slíkar þýðingar eru alltaf tilefni til fagnaðar, en áður hafa auðvitað birst þýðingar á einhverjum stærstu ritum fjölmargra klassískra heimspekinga og hugsuða: Platon, Aristóteles, Þeófrastos, Cicero, Tacitus, o.fl. Þessar þýðingar, ásamt ítarlegum og vönduðum inngöngum sem setja verkið í samhengi fyrir nútímalesendur, er ómetanlegt […]
Gotnesk suðurríkjasaga í Miðvestrinu (eða sjúkari útgáfa af Rambó?)
Three Billboards Outside Ebbing, Missouri
Skiptar skoðanir eru um nýjustu mynd Martin McDonagh. Móttökurnar eru nokkuð aðrar en þetta írska leikritaskáld á að venjast, en síðustu myndir hans In Bruges (2008) og Seven Psychopaths (2012) fengu heilmikið lof gagnrýnenda (voru þó aðeins blendnari tilfinningar gagnvart þeirri síðari). Þær voru hins vegar nokkuð vanmetnar, fengu ekki það mikla almenna athygli og […]
Við lifum enn í þögulli örvæntingu
Walden
Í frægu verki sínu Heimspeki sem lífsmáti setur franski heimspekingurinn Pierre Hadot fram áhugaverða greiningu sína á heimspeki í fornöld. Í stuttu máli er greining hans sú að heimspekihefðin sem á uppruna sinn hjá Sókratesi hafi falist í athöfn sem snerist fyrst og fremst um andleg málefni sjálfsins. Heimspekiástundun var þannig æfingar og leiðir til […]
Sönn ást (á bókmenntum!)
Ég á það til að fyllast einhvers konar kvíða eða spennu þegar ég á að skrifa um verk eins og hér um ræðir, Orlando eftir Virginiu Woolf sem Soffía Auður Birgisdóttir hefur þýtt og Opna gefur út. Oftast er það þó mjög vægt og stafar af aðdáun á því stórvirki bókmenntanna sem maður stendur frammi […]
Frumspekileg tragikómedía, trúarleg samfélagsgagnrýni og absúrdismi (bara svo eitthvað sé nefnt)
Bartleby skrifari
Eftir að hafa lokið við stórvirkið Moby-Dick; Or, The Whale sem kom út árið 1851, gaf Herman Melville í kjölfarið frá sér nokkrar stóráhugaverðar smásögur. Sumir fræðimenn vilja meina að í gegnum þær hafi hann að einhverju leyti fengið útrás fyrir gremju sína yfir viðtökunum, en þetta tímalausa meistaraverk heimsbókmenntanna, afrakstur gríðarlega krefjandi og erfiðrar […]
Dýrmæt gjöf til íslenskra bókmenntaunnenda
Sögur frá Rússlandi
Ég er persónulega þeirrar skoðunar að hápunkt skáldsögunnar sem listforms sé að finna í nítjándu aldar raunsæinu. Þar vega auðvitað ensku- og frönsku bókmenntahefðirnar – höfundar eins og Dickens, James, Stendhal, Flaubert, Hugo, o.s.frv. – þyngst. Sökum einstakra sögulegra og menningarlegra aðstæðna og skilyrða sker rússneska hefðin sig þó töluvert frá evrópskum bókmenntum og býður […]
Októberbyltingin hundrað ára: túlkanir og þýðing í dag
Í tilefni hundrað ára afmælis rússnesku byltingarinnar hafa undanfarið, á heimsvísu, verið birtar greinar um þennan einstaka atburð mannkynssögunnar og mikilvægustu persónu hans: Lenín. Enda væri annað furðulegt, en hér er ekki einungis um að ræða fyrstu sósíalísku byltingu mannkynssögunnar heldur þann einstaka atburð sem hafði mest áhrif á gang tuttugustu aldarinnar – afleiðingar sem við finnum svo sannarlega fyrir og erum enn að vinna úr í dag. Á Íslandi hefur þó eitthvað minna farið fyrir umræðum um byltinguna, merkilega lítið að mati greinarhöfundar. Hver svo sem skýringin kann að vera á því þá ætla ég í eftirfarandi að minnast byltingarinnar á hundrað ára afmælinu með því að ræða hana, með sérstökum fókus á hinn umdeilda leiðtoga hennar Lenín.
Christopher Nolan er ofmetnasti leikstjóri nútímakvikmynda
Dunkirk
Ég held ég sé ekkert að ýkja þegar ég segi að Dunkirk sé sú mynd og bíóupplifun sem olli mér hvað mestum vonbrigðum. Það þarf allavega að leita langt aftur svo ég muni eftir sambærilegu dæmi. Vonbrigði ráðast auðvitað af væntingum, eitthvað sem ég er oftast góður í að stilla mjög í hóf í tilfelli […]
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2017: Kazuo Ishiguro
Ég er í rauninni ekki enn búinn að jafna mig á Dylan hneysklinu. Mér fannst við í raun rétt byrjuð að melta þau tíðindi almennilega þegar það rennur upp fyrir mér að það sé kominn tími til að verðlauna næsta höfund. Eftirvæntingin var ekki nærri eins mikil í þetta skiptið, en það kom mér þó […]
Ameríski draumurinn í ljósi breska sósíalrealismans
American Honey
Ein af áhugaverðustu myndum síðasta árs var American Honey eftir bresku leikstýruna Andrea Arnold. Það er ekki beint hægt að segja að hún hafi ekki fengið næga athygli, en frá því að Fish Tank kom út bíða gagnrýnendur með eftirvæntingu eftir hverri nýrri mynd frá henni. American Honey fékk þó ekki einróma lof gagnrýnenda, þrátt […]
Væntingar eða fordómar?
Hamingjan leit við og beit mig
Mér finnst ég einhvern veginn þurfa að taka fram að ég hef engan sérstakan áhuga á nútímaljóðlist, svo það sem eftir kemur er ekki skoðun einhvers sem er sérstaklega fróður á því sviði. Það er ekki vegna þess að mér finnist nútímaljóðlist léleg eða neitt þvíumlíkt – ég hef ekki kynnt mér hana nóg til þess […]
Rétt mynd vann Óskarinn
Moonlight
Það er ekki oft sem maður er sammála akademíunni þegar kemur að vali á bestu mynd ársins. Raunar held ég að það sé óhætt að segja að það eigi við um langflesta kvikmyndanörda. Það hefur nánast verið árleg hefð að bölva henni og meðalmennskunni sem hún ákveður að verðlauna með stærstu og frægustu verðlaunum kvikmyndabransans, […]
Ken Loach sker upp herör
I, Daniel Blake
Það hlýtur að teljast undarlegt hversu þögul listin hefur verið um þær gríðarlegu miklu og neikvæðu breytingar sem nýfrjálshyggjan hefur haft í för með sér síðustu áratugi. Að einhverju leyti er þetta skiljanlegt. Hugmyndafræðin er vissulega lúmskt fyrirbæri, skilvirkt verkfæri til að girða fyrir gagnrýni og útiloka önnur sjónarhorn. Breytingarnar hafa líka gerst hægt, yfir […]
Besta kvikmynd Orson Welles (er ekki Citizen Kane)
Chimes at Midnight: Criterion Collection
Vert er að vekja athygli kvikmyndaunnenda á nýútkominni endurbættri útgáfu á vanmetnu og hálfgleymdu meistaraverki frá ekki minni manni en Orson Welles. Fagfólkið hjá The Criterion Collection gáfu nýlega út Chimes at Midnight frá 1965. Ég er búinn að bíða nokkuð lengi eftir þessu og hafði aldrei botnað í því hvers vegna ekki var búið […]
Fortíðin er aldrei liðin
Kompa
Kompa, fyrsta skáldsaga Sigrúnar Pálsdóttur er nýkomin út hjá Smekkleysu. Sigrún lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Oxford árið 2001 og hefur áður gefið frá sér bækurnar Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar (2010) og Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga (2013). Ég verð að viðurkenna að þessar bækur fóru ekki einungis algjörlega framhjá mér, heldur er ég […]
Eagleton um menningu
Culture
Eitt af því sem hægt hefur verið að ganga að vísu hvert haust síðustu ár, og undirritaður hefur a.m.k. alltaf verið ágætlega spenntur fyrir, er ný bók frá írska bókmenntafræðingnum Terry Eagleton. Þrátt fyrir að menntun hans og sérsvið sé bókmenntir þá, eins og allir lesendur hans kannast við, er hann óhræddur við að færa […]
Hugvísindin og nýfrjálshyggja
In Defense of a Liberal Education & Undoing the Demos
Engum dylst að hugvísindin eiga undir högg að sækja í dag. Árásirnar á þau birtast á ýmsan hátt. Ef við tökum bara Danmörku sem dæmi, þar sem greinarhöfundur býr, hefur ríkistjórnin undanfarið staðið fyrir linnulausum niðurskurði á framlagi til hugvísindanna, sem hefur leitt til þess að mun færri nemendur eru teknir inn. Allt er þetta […]
Forsetakosningar og hin langa niðursveifla
Nú um stundir beinast augu heimsbyggðarinnar að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Tveir frambjóðendur hafa öðrum fremur skorið sig úr hópnum og vakið mikil viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð: Donald Trump og Bernie Sanders. Þeir tveir eru vissulega gjörólíkar persónur og ekki hægt að leggja þá að jöfnu, en þrátt fyrir það má greina viss líkindi í […]
Kristin heimssýn Terrence Malick
Knight of Cups
Ekkert er eðlilegra en að stórir leikstjórar – eða listamenn yfirhöfuð – veki upp blendnar tilfinningar. Þegar litið er yfir söguna er alltaf gaman að lesa um augljós meistaraverk sem hlutu enga náð fyrir augum almennings þess tíma. Le Sacre du printemps Stravinskys, Moby-Dick; Or The Whale Hermann Melvilles, eða 2001: A Space Odyssey Kubricks […]
Heimurinn sem hryllingur
Svartsýni í heimspeki og bókmenntum
Við spurningunni afhverju maður ætti að leggja stund á heimspeki eru ýmis góð og gild svör. Hægt væri að tína til ástæður eins og að ástundun heimspekinnar þjálfi gagnrýna hugsun sem er sérhverju lýðræðissamfélagi lífsnauðsynleg.[1] Einnig væri hægt að halda því fram að heimspekihefðin sé ein ríkasta og mikilvægasta hefð hugsunar í mannkynssögunni, sú sem […]
Kierkegaard um spjall, almenning og internetið
Umræðan um umræðuna er mjög vinsæl þessa dagana. Oftast er sú umræða hafin af fólki sem telur sig eiga undir högg að sækja og hefur lent í gagnrýni, oft heiftarlegri, vegna einhvers sem það hefur sagt eða gert. Umræðan um umræðuna er þó vissulega mikilvæg, sérstaklega í ljósi þess að við erum tiltölulega nýbyrjuð að […]
Nútíminn séður í gegnum grasský: Inherent Vice
Með nýjustu kvikmynd sinni, Inherent Vice, hefur Paul Thomas Anderson tekist það sem hingað til hefur verið talið ómögulegt: að laga samnefnda skáldsögu Thomas Pynchons að kvikmyndaforminu. Í sjálfu sér eru margar bækur sem taldar hafa verið óaðlaganlegar en urðu samt að ágætis kvikmyndum, til dæmis Naked Lunch William S. Burroughs og Watchmen Alan Moores. […]
Alsæla, grimmd og forvitni
Um Lolitu Nabokovs
Í Lolitu, sem er nýkomin út hjá Dimmu í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar, kynnumst við frægasta sköpunarverki Nabokovs og jafnframt einu alræmdasta illmenni bókmenntasögunnar, Humbert Humbert. Þrátt fyrir að vera óafsakanlegur barnaníðingur er hann mjög óhefðbundið illmenni. Hann er evrópskur herramaður, fræðimaður, ljóðskáld og fagurkeri sem hefur djúpa og mikla þekkingu á listum og bókmenntum […]
Ég skrifa þess vegna er ég – um Bréfabók eftir Mikhaíl Shíshkín
Í Bréfabók eftir Míkhaíl Shíshkín (sem er nýkomin út hjá Bjarti í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur) lesum við bréfaskipti Volodenka, hermanns sem berst í fjarlægu stríði, og Sashenka, elskhuga hans sem er heima fyrir. Bókin byrjar á hefðbundin hátt, bréfaskipti þeirra samanstanda mestmegnis af endurminningum og ástarjátningum ásamt ýmsum vangaveltum um heimspeki og vísindi. Fljótlega áttar […]
Ómöguleiki ódauðleikans: Uppfinning Morels
Jorge Luis Borges sagði um Uppfinningu Morels eftir Adolfo Bioy Casares, sem er nýkomin út í íslenskri þýðingu Hermanns Stefánssonar 1: „mér virðist ekki ónákvæmt og ekki ofmælt að segja að hún sé fullkomin.“ Undir þetta tók ekki minni maður en Octavio Paz. Þessi meðmæli ættu að vera nóg til að fá alla til að […]
Þjóðarskáldsagan mikla á tuttugustu og fyrstu öld
Freedom og Sjálfstætt Fólk
Vegna stærðar og yfirburðarstöðu bandaríska heimsveldisins síðustu hálfa öld eða svo er auðvelt að gleyma því hversu ungt það er í raun. Þá miða ég ekki aðeins við undirritun Sjálfstæðisyfirlýsingarinnar árið 1776 heldur enn fremur ungt í menningarlegum skilningi. Einstök og einkennandi séramerísk menning – verk og raddir sem gætu aldrei hafa sprottið upp annars […]
Moodysson kemur þér í gott skap
Vi är bäst!
Vi är bäst! er fyrsta mynd Moodyssons síðan árið 2009 en þá gaf hann frá sér myndina Mammut sem fékk blendnar viðtökur. Nafn Moodyssons vekur líklega enn í dag upp óþægilegar minningar vegna myndanna Lilya 4-Ever (2002) og Ett hål i mitt hjärta (2004), en þær eru, geri ég ráð fyrir, á listanum hjá fleirum […]
Rosa Luxemburg um 1. maí
Marxistinn og byltingarsinninn Rósa Luxemburg fer yfir stöðu verkalýðsins og mikilvægi 1.maí árið 1913. Í greininni ræðir hún blekkinguna sem þá var ríkjandi um að heimshagkerfið hafi á árunum á undan fundið jafnvægi sem kæmi í veg fyrir kreppur, stríð og byltingar. Heimsvaldastefnan og kapítalisminn sem þá var ríkjandi leiddi nauðsynlega til stríða vegna innbyrðis […]
Lágkúruleg illska nær og fjær
The Act of Killing og The Unknown Known
Heimildarmyndin The Act of Killing (Joshua Oppenheimer, 2012) hefur skiljanlega vakið mikla athygli. Flestir, þar á meðal undirritaður, fyllast óhug og furðu við áhorf hennar. Eru það þá sérstaklega „aðalpersónurnar“, með Anwar Congo fremstan í flokki, sem reynast óskiljanlegar í því hvernig þær hreykja sér af gjörðum sínum og virðast (allavega framan af) skorta alla […]