Þórdís segist alla tíð hafa skrifað en aldrei litið á það sem svo að hún hafi verið að skrifa ljóð. „Ég hef alltaf skrifað eitthvað en leit aldrei á skrifin sem ljóð. Og ég geri það ekki heldur núna þegar ég skrifa. Ég bara skrifa eitthvað niður. Í bókinni eru þetta bæði ljóð og litlar örsögur,“ segir hún.
Þó að aðaláherslan sé á hverdagslegt fólk þá er það ekki eini innblásturinn. „Eins og síðasta ljóðið í bókinni, það skrifaði ég eftir að hafa lesið grein þar sem var verið að segja að það mætti ekki segja að stóla á eitthvað. Þá fór ég að leita að dæmum þar sem það er sagt. Þannig varð það ljóð einhvern veginn til, mér fannst ég verða að skrifa ljóð þar sem „að stóla á eitthvað“ kemur mjög oft fram. Þetta er svona minni háttar bylting af minni hálfu,“ segir hún kankvís.
Hlekkir
Viðskiptablaðið – Bókaumfjöllun: Guðlastarinn sem missti fótanna
Nú þekki ég lítið sem ekkert til Þormóðs þótt við séum náskyldir annað en ég hef heyrt um hann og geri því ráð fyrir að það sem hann skrifar um í bókinni megi líta á sem sjálfsævisöguleg, þ.e. raunveruleg og eigi sér stoð í veruleikanum. Það skiptir sosum engu fyrir samhengið: Úlfar byggir upp trúverðugan heim í kringum vandræði sín og þá sálrænu raun sem hann lendir í þegar handriti hans er hafnað. Maður hreinlega finnur til með honum.
via Viðskiptablaðið – Bókaumfjöllun: Guðlastarinn sem missti fótanna.
Heimsókn í Algera Studio – Blær
Í framtíðinni sjáum við fyrir okkur net, þ.e.a.s. að starfa með öðrum vinnustofum víðs vegar um landið. Þá er hægt að skiptast á rými og nýta aðstöðu hvers annars. Markmiðið er einnig að fara með samstarfið út fyrir landsteina og byggja tengslanet út um allan heim. En annars þarf listasamfélagið á Íslandi kannski á viðhorfsbreytingu að halda og koma sér út úr miðbænum. Þið getið ímyndað ykkur virknina ef það væri meira um stórar og góðar vinnustofur. Það tekur tíu mínútur að taka strætó en ekki hálfan handlegg.
Tímaritið Blær ræðir við forsvarsmenn Algera Studio, Sunnevu Ásu Weisshappel og Ými Grönvold via Heimsókn í Algera Studio – Blær.
Plötudómur: Prins Póló – Sorrí | Potturinn
Á þessari plötu er komið aðeins meira kjöt á beinið en á Jukk en hér er hljóðheimurinn orðinn stærri og takturinn fastari. Það gæti verið að Sexy Schidt útfærslan á “Niðrá strönd” hafi opnað augu Prinsins og sýnt honum fram á það að hann gæti búið til lög sem ættu heima á sveittustu dansgólfum bæjarins. Plötusnúðar landsins hafa allavega úr nokkrum lögum að velja á Sorrí.
Eins og áður eru textarnir fyrirferðamiklir og það er bara eitthvað að ef Svavar verður ekki tilnefndur sem textahöfundur ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir árið 2014.
Vísir – „Það er sexí að vera duglegur“
„Þegar verkefnið hófst var ekkert eiginlegt markmið annað en að búa til starfvettvang fyrir listamenn,“ segir Sunneva Ása Weisshappel en hún setti nýlega á fót vinnustofuna Algera Studio ásamt myndlistarmanninum Ými Grönvold. Þau útskrifuðust bæði úr listnámi fyrir um ári síðan, Sunneva úr Listaháskóla Íslands og Ýmir úr Myndlistarskóla Reykjavíkur. via Vísir – „Það er […]
Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum eftir Davíð Stefánsson – Karolina Fund
Hlýtt og satt er langþráð bók sem hefur verið lengi í smíðum, þótt sannur skriðþungi hafi ekki farið af stað hjá mér fyrr en árið 2011. Þá settist ég niður í tvo kalda vetrarmánuði á Skriðuklaustri og tók saman hinar og þessar hugmyndir og hálftexta sem safnast höfðu upp á mörgum árum. Þar sá ég loksins skýrt hvaða þræðir lágu í gegnum textana og hvaða stefnu ég vildi taka sem höfundur annars konar texta en ljóða.
Ég fann fjölina, eins og sagt er.
Davíð Stefánsson fjármagnar bók á Karolina Fund via Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum eftir Davíð Stefánsson – Karolina Fund.
Skjaldborg I: Skjaldbaka ríður asna | Klapptré
Skjaldborg byrjaði í fyrradag í frábæru veðri sem stöku sinnum var rofið af þokuslæðum. Ég missti samt af opnunarmyndinni út af því ég var fastur í stórkostlegu matarboði þar sem sagðar voru sögur af fyrsta dæmda íslenska dópsmyglaranum og fleira góðu fólki – þetta var raunar matarboð sem var stútfullt af efni í góðar heimildarmyndir sem bíða þess bara að vera filmaðar.
Það var raunar ágætlega í takt við hugmyndafræði heiðursgestsins Viktors Kossakovsky, hvers mynd ég var að missa af.
Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um kvikmyndahátíðina Skjaldborg via Skjaldborg I: Skjaldbaka ríður asna | Klapptré.
Vísir – Eldraunin með ellefu tilnefningar
Tilnefningar til Grímuverðlauna voru kynntar í dag. Sýning Þjóðleikhússins á Eldrauninni eftir Arthur Miller hlaut flestar tilnefningar, alls ellefu, meðal annars sem sýning ársins, fyrir leikstjórn ársins, leikara og leikkonu í aðalhlutverki og auk þess fimm af tíu tilnefningum fyrir leik í aukahlutverki.
Þetta eru ljóð sem þarf að flytja- Vísir
Hún segist hafa skrifað ljóð frá því hún var unglingur en aldrei gefið neitt út. Hvers vegna valdi hún þá leið að gefa ljóðin út á plötu en ekki í hefðbundinni ljóðabók? „Ég hef alltaf notað texta mikið í performönsum og vídeóverkum en þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út ljóð,“ segir hún. „Ég hef alltaf flutt textann minn sjálf sem performans og það er réttara fyrir verkið að það sé lesið upp en prentað á bók. Þetta eru ljóð sem þarf að flytja, ekki bara lesa, og svo á ég sjálf auðveldara með að hlusta á ljóð en lesa þau og geri ráð fyrir að hið sama gildi um marga aðra.“
Ásdís Sif Gunnarsdóttir í viðtali í Fréttablaðinu.
Sumarmölin 2014 / Tónleikar / Miði.is
Tónlistarhátíðin Sumarmölin verður haldin í annað sinn í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi laugardagskvöldið 14. júní næstkomandi. Sumarmölin er fjölskylduvæn tónlistarhátíð þar sem ungir og aldnir skemmta sér saman við tónlistarflutning margra fremstu listamanna landsins.
Á hátíðinni í ár koma fram: Lesa áfram
Vísir – Þessi týpa – Alvara lífsins tekur við
Umfjöllunarefnin eru líka mun alvarlegri í þessari bók. Það er erfitt að gera nauðgun og afleiðingar hennar, stalkera, viðbrögð við nýjum maka foreldris og þær ómanneskjulegu kröfur sem brúðkaup gerir til brúðarinnar að gamanmálum. Björg fær fjöður í hattinn fyrir að velta upp þessum vandamálum sem ungar konur glíma við, en umfjöllunin er öll í skötulíki og sálarangistin sem slíkum hremmingum fylgir skilar sér illa til lesandans. Það er eins og höfundurinn kinoki sér við að fara alla leið og kafa í upplifanir vinkvennanna af þessum áföllum. Spurning hvort þar spili formúla skvísubókanna inn í, það þyki ekki hæfa að eyðileggja stemninguna með óhugnaði.
Friðrika Benónýs skrifar um Þessa týpu eftir Björg Magnúsdóttur via Vísir – Alvara lífsins tekur við.
Vísir – Afmæli sonarins merkilegast af öllu
Fyrir utan bókina sem kom út í gær hefur Kristian nýlega gefið út bók með enskum þýðingum á ljóðum sem hafa komið út eftir hann á árunum 2007 til 2014.
Það tengist því að hann er að fara á fjögurra daga ljóðahátíð í borginni Trivandrum í Kerala á Suður-Indlandi og ætlar að gefa bækurnar á ferðum sínum. „Ég hef tvisvar áður farið út á ljóðahátíðir, til Makedóníu og El Salvador. Það er gaman að kynnast skáldum og áhugafólki og líka að skilja eitthvað eftir hjá því. Ég hef fengið gefins bækur á hátíðunum og ákvað að fara ekki tómhentur næst.“
En hver eru helstu yrkisefni skáldsins? „Ætli ég sé ekki að leita að sjálfum mér þegar ég yrki? Ljóðin mín fjalla um líf mitt og reynslu og það er einfalt að útskýra nýjustu bókina, hún geymir bara ástarljóð til hennar Siggu, unnustu minnar.“
Kristian Guttesen í viðtali um nýja ljóðabók via Vísir – Afmæli sonarins merkilegast af öllu.
Vísir – Hál og mjúk sýning sem tunga hvals
„Leikarar birtast, nánast einsog draugar, og flækjast að því er virðist stefnulaust um í iðrum og innyflum hvalsins – byggja á spuna og samskiptum við áhorfendur. Minnisstæður er til dæmis Dóri DNA tjargaður og fiðraður í lítilli seglskútu sem hengd var upp í loftið; situr umkomulaus og messar grátklökkur og reiður í senn yfir mannskapnum samhengislausa og mótsagnakennda speki sína: „Ef hvalur er svona gáfuð skepna, af hverju heldur hann sig þá ekki utan íslensku landhelginnar?““
Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar um Fantastar via Vísir – Hál og mjúk sýning sem tunga hvals.
Í landi hinna ófleygu fugla | Pressan.is
„Í tilefni af fertugsafmæli höfundar og 19 ára skáldaafmælis kemur ljóðabókin Í landi hinna ófleygu fugla eftir Kristian Guttesen út þann 29. maí 2014. Bókin er áttunda frumorta ljóðabók höfundar, en Kristian gaf út fyrstu bók sína árið 1995“.
via Pressan.is.
Smári McCarthy um Mayu Angelou
Í gær dó Maya Angelou, 86 ára gömul. Hún var kona sem barðist alla ævi sinni gegn mismunun. Vegna ótta annarra á hinu óþekkta fæddist hún, sem blökkukona í suðurríkjum Bandaríkjanna, inn í samfélag þar sem sumir máttu en aðrir ekki. Þessi aðgreining, sem var til komin vegna mannvonsku og fáfræði, ýtti undir fátækt, sem svo leiddi af sér glæpi.
Þegar hún var sjö ára gömul var henni nauðgað af kærasta móður sinnar. Hún sagði frá ódæðinu, sem varð til þess að æstur skríll drap nauðgarann. Hún öðlaðist við þetta sinn eiginn ótta – ótta við að orð hennar gætu haft alvarleg áhrif – og þagði hún því í sex ár þar á eftir.
via Umræða – Blogg – DV.
Guðbergsstofa – Er til íslensk þjóðernishyggja og útlendingahatur?
Það hefur aldrei ríkt þjóðernishyggja og útlendingahatur á Íslandi heldur einangrun og fáfræði. Við erum ófærir um að móta stefnu í anda útlendingahaturs og þjóðernis. Allt sem svipar til þjóðerniskenndar er átthagatengt mont fremur en skipulögð hugsun um yfirburði íslenska kynstofnsins. Það lengsta sem við höfum komist í hroka er að halda að við séum komin af Noregskonungum sem hefur yfir sér blæ barnaskapar og tilfinningasemi.
Þeir sem eru ennþá gæddir minni og fæddust fyrir tíma seinni heimsstyrjaldarinnar muna eftir þessum barnaskap sem lýsti sér einkum í sveitahroka. Auk þess taldi fólk úr sveitum eða sýslum að það væri gætt ofurgáfum og yfirburðum vegna þess að það fæddist í vissum dal eða landshluta. Mest bar á þessu hjá Þingeyingum, Skagfirðingar höfðu líka talsverða yfirburði yfir aðra, Dalamenn í minna mæli, Borgfirðingar fylgdu fast á eftir, en Skaftfellingar létu nægja að vera drjúgir með sig og draga seiminn.
Guðbergur Bergsson skrifar um þjóðarnishyggju og útlendingahatur via Guðbergsstofa – Er til íslensk þjóðernishyggja og útlendingahatur?.
Tíu góðar myndir eftir konur á Netflix | Kvikmyndavefurinn Svarthöfði
„Talsvert hefur verið rætt og ritað undanfarið um hversu skarðan hlut konur bera frá borði í kvikmyndaheiminum. Nú síðast vakti Jane Campion athygli á þessu í Cannes þar sem hún fór fyrir dómnefndinni. Samkvæmt nýrri könnun leikstýrðu, skrifuðu og framleiddu konur aðeins 26% sjálfstæðra kvikmynda, í fullri lengd, sem sýndar voru á kvikmyndahátíðum á síðasta […]
Vísir – Mávarnir görguðu á gúrúinn
„Titill verksins, Turiya, er sanskrít og þýðir fjórði. Það vísar til upplifunar hreinnar vitundar, sem er skilgreint markmið margra hugleiðslukerfa. Fyrsta vitundarástand er hversdagsleg vökuvitund, síðan kemur draumsvefn og loks draumlaus svefn. Turiya er fjórða hliðin á veruleikanum, handan við hinar þrjár. Hún felur í sér einhvers konar sæluástand sem erfitt er að skilgreina með orðum. Tónlist Högna var tilraun til að gefa Listahátíðargestum innsýn í þetta vitundarástand.
Eftir smá stund af píanóhljómum tók við söngur sem var seiðkonulegur og tónar annarra hljóðfæra og klukkna sem bættust við voru hugvíkkandi.“
Jónas Sen skrifar um Turiya eftir Högna Egilsson via Vísir – Mávarnir görguðu á gúrúinn.
Arngrímur Vídalín bloggar um meistaraverk æskuáranna
„Myndin býr til vissa mýtólógíu um eldinn sem er vel útfærð. Stephen tönglast á því að hann „þekki eldinn betur en nokkur annar, betur en pabbi“ og því muni „eldurinn aldrei ná“ honum. Donald Sutherland leikur íkveikjubrjálæðing sem spyr Brian hvort „eldurinn hafi séð“ hann þegar hann „tók föður“ hans. Robert de Niro segir eldinn vera lífveru, sem éti og andi og hafi sjálfstæðan vilja; það sé ekki eldsmaturinn sem stýri för hans, til að sjá við honum þurfi að þekkja hann. Þessar senur auka allar tilfinningu okkar fyrir persónunum, og sömuleiðis þá tilfinningu að í heimi myndarinnar þurfi maður að vera nett klikkaður til að sýsla við eld ef þetta er þankagangurinn. Þeir eru allir dálítið eins og Vincent D’Onofrio í CSI: Criminal Intent.“
Arngrímur Vídalín skrifar um bíómyndina Backdraft via Meistaraverk æskuáranna I: Backdraft – Bloggið um veginn.
Fljúga marglitu fiðrildin : TMM
„En ógleymanleg verða hrímhvítu trén sem uxu smám saman yfir baksviðið, hendurnar allar sem umluku og léku um líkama Alexis (einkennilega fagrir líkamshlutar handleggir), dásamleg senan þegar fiðrildið Sunna Reynisdóttir brýst út úr púpu sinni í undursamlegum litbrigðaleik og þegar hún vefur silkiböndin utan um Alexi. Þessi sviðslistahópur – eða hópar, því með myndræna leikhópnum […]
Ljóðlist er ekki lúxus | RÚV
„Í öðrum kafla Utangarðssystur, sem heitir Ljóðlist er ekki lúxus skilgreinir Lorde hvað hún á við með ljóðlistinni og kemur í ljós að ekki aðeins lítur hún þessa tjáningu sem hálf-mystíska birtingamynd tilfinninganna heldur er ljóðlist einnig fyrir hennar öll sú tjáning í orðum sem að nær að nefna þessa tilfinningu í maganum. Að ná að nefna þær hugmyndir sem maður hefur um heiminn er ljóðlist fyrir henni. Lorde var ötul baráttukona þeirra sem minna mega sín og hafa verk hennar haft mikil áhrif inna slíkra fræða. Og sérstaklega þeirra fræða og heimspeki sem telja það mikilvægt að leyfa einhvers konar flæði tilfinninga að hafa áhrif í fræðum við að skilja og túlka heiminn og samfélagið.“
Nanna Hlín fjallar um Audre Lorde via Þriðji maí pistill Nönnu Hlínar | RÚV.
Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum
„Menningarráð Vestfjarða auglýsir nú eftir umsóknum um styrki á grundvelli menningarsamnings ríkisins við Fjórðungssamband Vestfirðinga. Styrkir verða veittir í tveimur flokkum, annars vegar stofn- og rekstrarstyrkir og hins vegar verkefnastyrkir og er frestur til að sækja um til og með 13. júní 2014. Tilgangurinn er að efla menningarstarfsemi á Vestfjörðum og eru umsóknir og verkefni […]
Kvikmyndahátíð mannfræðinga á Ísafirði | BB.is
„NAFA kvikmyndahátíðin verður haldin á Ísafirði dagana 4. – 6. júní. NAFA stendur fyrir Nordic Anthropological Film Association, sem útleggst á íslensku sem Norrænu mannfræði-kvikmynda samtökin. NAFA eru óháð og „non-profit“ og hafa síðan árið 1979 haldið árlega kvikmyndahátíð á mismunandi stöðum á Norðurlöndunum og einstaka sinnum utan þeirra. Kvikmyndirnar sem sýndar verða á NAFA hátíðinni verða 23 talsins, stuttar og langar frá öllum heimshornum. Þær eru valdar af sérstakri valnefnd sem fór í gegnum þær 300 kvikmyndir sem sendar eru inn af mannfræðingum og kvikmyndagerðamönnum um heim allan.“
via BB.is – Frétt.
Í iðrum hvalsins : TMM
„Gestir eru leiddir í afmörkuðum hópum um geysistórt rými Brimhússins sem mótað er eftir innviðum stórhvela og fá alls konar upplifanir sem maður á ekki von á í innyflum hvala – hitta seiðkonur, galdrakarla, miðil, spákonur, fiðraðan mann sem er einn á báti uppi undir lofti og heldur kannski að hann sé guð. Maður fær […]
Vísir – Þrettán nýjar heimildarmyndir á Skjaldborg
„Á meðal kvikmyndagerðarfólks sem á myndir á hátíðinni í ár eru Ari Alexander Ergis Magnússon, Árni Sveins, Hulda Rós og Helga Rakel, Helgi Felixson og fleiri. Viðfangsefnin eru að sama skapi fjölbreytt, eða allt frá taílenskum sjávarsígaunum til Þórðar frá Dagverðará.
Hafsteinn segir dagskrána vera ansi þétta og að myndirnar verði sýndar hver á fætur annarri án afláts.“
Sumarslamm!
Sumarslamm Bókmenntaborgarinnar, Meðgönguljóða og ORT: Við slömmum inn sumarið í ljóðaslammkeppni á Loft hostel í dag laugardaginn 24. maí kl. 17:00. Reglurnar eru einfaldar: Hver slammari hefur þrjár mínútur til að heilla dómara og flytja þarf blaðalaust. Dæmt verður fyrir sviðsframkomu, skáldskap og frumleika. Skráning er hafin hjá ritstjorn@medgonguljod.com Pólski ljóðaslammarinn Wojciech Cichon verður yfirdómari […]
Vísir – Lostastundin er ekki við hæfi barna
„Kunstschlager fagnar sumrinu og tíma ástarinnar sem er að ganga í garð. Við ætlum að bjóða sýningargestum upp á lostafulla myndlist af hvers kyns toga,“ segir Guðlaug.
„Það er leynd yfir því hverjir það eru sem að sýna, en við getum gefið upp að á meðal annarra verða með verk á sýningunni þau Steingrímur Eyfjörð, Kristín Ómarsdóttir og Helgi Þórsson,“ segir Guðlaug og bætir við að erótík og list eigi vel saman og kominn sé tími til að setja upp sýningu sem þessa.
Rætt við Guðlaugu Miu Eyþórsdóttur sýningarstjóra í Fréttablaðinu via Vísir – Lostastundin er ekki við hæfi barna.
Draumóramenn og brjálaðir vísindamenn geta bjargað heiminum – Fréttatíminn
„Þetta er svo áhugavert ferli því það eru engar reglur. Við vorum ekkert alveg viss um það sem við vorum að gera því það var alveg nýtt fyrir okkur. En við horfðum á hvert annað með aðdáun og virðingu fyrir starfi hvers annars og reyndum svo að flétta reynsluheimana saman. Samtalið hófst í desember í gegnum tölvuna en svo hittumst við í New York í vor þar sem ég sá strax að þessi hópur listamanna er að gera eitthvað alveg nýtt. Ég hef aldrei séð hamskipti, ferli sem er mér kunnugt sem líffræðingur, túlkuð á þennan hátt. Þetta er önnur leið til að rannsaka, en leið sem ég trúi virkilega á,“ segir Melissa sem hefur mikla trú á samstarfi listamanna og vísindamanna.
Halla Harðardóttir spjallar við Melissu Whitaker um „tónleikhúsverkið“ Wide Slumber, sem byggð er á ljóðabók Angelu Rawlings, Wide Slumber for Lepidopterists, og samstarf listamanna við vísindamenn via Draumóramenn og brjálaðir vísindamenn geta bjargað heiminum – Fréttatíminn.
Straumur minnir á tónleika helgarinnar í Reykjavík
Fimmtudagur 22. maí
dj. flugvél og geimskip ríður á vaðið í sérstakri tónleikaseríu í Mengi á meðan Listahátíð í Reykjavík stendur yfir. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.
Margt að gerast í músík á helginni via Tónleikahelgin 22. – 25. maí | straum.is.
Þórarinn flytur Danadrottningu drápu | RÚV
„Þórarinn Eldjárn flutti Margréti Þórhildi Danadrottningu frumsamda drápu, „Margrétarlof“, við hátíðlega athöfn í Amalíuborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. Margréti var þá afhent ný dönsk þýðing á Íslendingasögunum.“
Vísir – Tilefnislaus dagdrykkja
„Líf Tobbu er einfaldlega ekki í frásögur færandi því að söguhetjan vinnur fátt annað sér til afreka en að vaxa úr grasi og vera gamansöm. Sennilega er sögunni ætlað að vera í einhverjum skilningi þroskasaga en í hana vantar öll átök og lesandinn fær á tilfinninguna að Tobba ritskoði sjálfa sig hressilega.
Á einhvern hátt minnir textinn á gamansamar færslur í gestabókum í sumarbústöðum, hálfkveðnar vísur um það sem fram fór.“
Ólöf Skaftadóttir skrifar um 20 tilefni til dagdrykkju eftir Tobbu Marinós via Vísir – Tilefnislaus dagdrykkja.
The Quietus um nýja plötu Coldplay
„Ghost Stories is from its arse to its f***ing elbow, one, long stagnant f***ing pool of premium grade f***ing cockwash! I would rather chew off my f***ing scrotum than ever listen again to this boneless f***ing melange of morose f***ing piss-shit! I would rather eat an entire f***ing yurt, washed down with f***ing beige paint recently shat out of an incontinent yak’s anus! Put it this way; so remorselessly insubstantial is this album that if it were submitted to the f***ing British Homeopathic Association as a f***ing potential remedy, they’d f***ing knock it back, saying: “No good, mate. You’ve over-diluted it, you silly twat!”“
Gagnrýnandi The Quietus er síður en svo ánægður með nýja plötu hljómsveitarinnar Coldplay via The Quietus | Reviews | Coldplay.
Léku á Spotify og græddu 2,2 milljónir | RÚV
„Meðlimum Vulfpeck datt þá snjallræði í hug. Þeir hlóðu niður nýrri plötu á Spotify, sem bar nafnið Sleepify (orðagrínið skilst eftir augnablik). Á plötunni voru 10 lög, öll rétt um 32-33 sekúndur að lengd – einmitt nógu löng svo hljómsveitin gæti rukkað sína 0,007 dollara fyrir hverja hlustun. Því næst hvatti hljómsveitin alla sem vildu til að spila plötuna í stöðugri endurspilun (eða á „repeat“) á meðan hlustandinn væri sofandi. Þess ber auðvitað að geta að lögin eru ekkert nema þögnin ein, það heyrist ekki eitt hljóð.
Og viti menn. Margt smátt gerir eitt stórt. Þegar uppi var staðið höfðu lög plötunnar fengið tæpar þrjár milljónir hlustana, sem samsvarar útborgun upp á 20 þúsund dollara, eða sem nemur rúmum 2,2 milljónum króna.“
Tjáningarfrelsið 20 ára | OK EDEN
„Eitt af því sem ég furðaði mig á var áhugaleysi blaðamanna, áhugaleysi Rithöfundasambandsins, og það var áhugaleysi allra um þetta einkennilega hugtak. Og ég held því fram að það sé afskaplega mikil ritskoðun hérna en hún er vel dulin. Hún er fyrst og fremst sjálfsritskoðun sem hefur grafið um sig í leynum og á löngum tíma.“
Örstutt áminning, því ég var að rekast á þetta viðtal sem ég hef ekki áður séð: Það er í stuttu máli þrautseigju Þorgeirs Þorgeirsonar að þakka að Íslendingar mega yfirleitt tala um opinbera embættismenn. Það megum við frá því 1995.
Haukur Már Helgason vekur athygli á viðtali við Þorgeir Þorgeirson via Tjáningarfrelsið 20 ára | OK EDEN.
Gagnrýni | Vonarstræti | Klapptré
Vonarstræti fjallar um tiltölulega nýskeða fortíð sem við höfum samt gleymt glettilega miklu um. Sögusviðið er Reykjavík góðærisins – líklega 2005 eða 2006 – og í baksýnisspegli hrunsins hefur þetta tímabil oft verið málað öllu sterkari litum en raunin var. En myndin forðast þær klisjur og birtir okkur ágætlega sannfærandi mynd af árunum fyrir hrun – það var vissulega partí en á meðan Sölvi var fastur þar þá vorum við hin flest í sporum Eikar eða Móra – að glíma við sömu draugana og venjulega, lífið, sorgina, blankheitin og okkur sjálf. Sem er alltaf efni í gott bíó.
Flutti þingheimi ljóð um Dallas – mbl.is
„Dallalas, la Dallalallalas
er falleg borg í Texas.
Bítast fagrar konur um mikinn auð
innan um mislitan sauð.
Ewing fjölskyldan samheldin er
þá vandamál steðja að.
J.R. glúrinn en Bobby ber
og miss Ellie æði er.
Dallalas, la Dallalallalas.“
Þingmaðurinn Óttarr Proppé flutti ljóð eftir sig og Sigurjón Kjartansson í pontu alþingis via Flutti þingheimi ljóð um Dallas – mbl.is.
Af netinu: Vilhjálmur Tell
William Tell: A Novel eftir Steve McCaffery er stysta ljóð í heimi. Fleiri verk eftir McCaffery má finna á Electronic Poetry Center.
Ljóðahátíð á Ísafirði og í Súðavík
„Dagskrá Opinnar ljóðabókur mun hefjast í Edinborgarhúsinu [n.k. laugardag], síðan færast yfir í Melrakkasetur í Súðavík en dagskráin í ár er tileinkuð Gerði Kristnýju sem nýverið gaf út glæsilegt ljóðasafn. Lesa áfram
Bæjarbíó: Samið við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar
„Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar samþykkti í vikunni að ganga til samninga við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar um rekstur á Bæjarbíói. Eins og fram hefur komið í útboðsgögnum og viðtölum er um eins árs tilraunaverkefni að ræða, með möguleika á framlengingu til þriggja ára, gangi allt að óskum. Hafnarfjarðarbær styrkir rekstur Bæjarbíós með því að gefa eftir húsaleigu, hita- og rafmagnskostnað. Nefndin mun áfram vinna að gerð samnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið sem tryggja mun sýningaþátt Kvikmyndasafns Íslands í bíóinu og mun sá þáttur skýrast á næstunni.“
via gaflari.is – Bæjarbíó: Samið við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar.
40 franskir listamenn á Hjalteyri | RÚV
„Það er ekki mögulegt fyrir nemendur mína að mála málverk,“ segir Dominique Gauthier, kennari við Beaux-arts skólann í París. „Þeir þurfa að vinna þetta hratt þannig að þau teikna mjög hratt tilraunaverkefni.“
Clementine Viallon vann myndbandsverk þar sem hún flokkar sand úr fjörunni eftir litum. „Ef ég væri heima hefði ég gert svipað verk en líklegast ekki úr sama efni.“
Jafnvel Nutella súkkulaðismjör nýtist sem efniviður. „Síðan ég hætti að borða nutella reyni ég að gefa því nýtt líf í gegnum listina,“ segir Sebastién Monterok, kenna við listaskólann í Le Havre. „Þetta er svo gott í málverk, fitan fer aldrei úr nutella.“
Fjallað um Delta Total verkefnið á vef Ríkisútvarps via 40 franskir listamenn á Hjalteyri | RÚV.
Vísir – Alþýðumenningarhátíð, pönk og veggjalist í Kópavogi
„Þetta er árleg menningarhátíð í Kópavogi en í ár er hún öflugri og fjölbreyttari, ekki síst vegna þeirrar nýjungar að við auglýstum eftir listamönnum til að vera með viðburði. Við viljum að frumkvæðið komi frá listamönnunum sjálfum og fengum í kjölfarið fjölda umsókna, sem styrkir hátíðina verulega,“ segir Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs.
via Vísir – Alþýðumenningarhátíð, pönk og veggjalist í Kópavogi.
Júníus Meyvant kveður sér hljóðs | Rjóminn
Tónlist Júníusar er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Alúðlegar útsetningar hans láta mann á köflum líða eins og maður sé staddur undir þykku ullarteppi við arineld í kofa hátt uppi í fjöllum eða í hina höndina liggjandi á funheitri sandströnd á suðlægum slóðum.
Egill Harðar skrifar um Júníus Meyvant á Rjómann (með hljóðdæmi) via Júníus Meyvant kveður sér hljóðs | Rjóminn.
Vísir – Nýir leiklistarráðunautar
Borgarleikhúsið hefur ráðið Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur og Hlyn Pál Pálsson sem nýja leiklistarráðunauta.Hrafnhildur mun einbeita sér að ráðgjöf við leikritun og þróun nýrra leikverka auk annarra verkefna er varða nýsköpun, þýðingar og leikgerðir.[…] Hlynur mun sitja í verkefnavalsnefnd, starfa sem dramatúrg og sinna verkefnastjórn á ýmsum viðburðum.
Vísir – Frásagnir ömmu og afa höfðu ómæld áhrif
„Einhverju sinni sagði Nóbelskáldið að það versta sem gæti hent rithöfund sem hefur enga löngun til að verða frægur væri að gefa út skáldsögu sem selst eins og heitar lummur; þannig væri komið fyrir sér, hann forðaðist að verða sýningargripur og fyrirliti sjónvarpið, bókmenntaráðstefnur, fyrirlestra og gáfumennasamkundur. Hvað sem því líður hafa verk hans veitt mörgum ómælda gleði og innblástur sem nær langt út fyrir þröngan ramma bókmenntanna.“
Fjallað var um nýlátinn nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum, Gabriel Garcia Marquez, í Fréttablaðinu á dögunum via Vísir – Frásagnir ömmu og afa höfðu ómæld áhrif.
Kimono fjármagnar vínyl með hjálp Karolina Fund – DV.is
„Það er stórt ár framundan hjá okkur. Við ætlum að gefa út þessar plötur og nota hagnaðinn af sölunni til að fjármagna næstu plötu sem er langt komin. Við erum með okkar eigið hljóðver sem við deilum með múm og Hudson Wayne, svo við erum sjálfum okkur næg að því leytinu til. Við erum nýbúin að ráða RX Beckett, sem skrifaði áður fyrir Reykjavík Grapevine, sem umboðsmann en það er mjög nýtt fyrir okkur að hafa einhvern vinnandi fyrir okkur og haldandi vélinni gangandi allan sólarhringinn. Við höfum verið í hljómsveit í 13 ár, en það hefur verið af og á enda hafa meðlimirnir verið að gera ýmsa aðra hluti. En núna ætlum við að setja alla orkuna og reynsluna í að gera þessa hljómsveit að okkar megináherslu árið 2014 til 2015, fara á tónleikaferðalag um heiminn og gera fleiri frábærar plötur.“
Alison MacNeil úr Kimono í viðtali í DV via „Vandræðalegt þegar ég er staðin að því að hlusta á mína eigin tónlist“ – DV.
Marxistar deila um útgáfurétt – DV
„Undanfarnar vikur hafa útgáfufyrirtækið Lawrence & Wishart og vefsíðan Marxists.org deilt um útgáfurétt á verkum þýsku heimspekinganna Karl Marx og Friedrich Engels.
Lawrence & Wishart, sem er lítil bresk bókaútgáfa með sterk tengsl við kommúnistahreyfinguna þar í landi, bað vefsíðuna um að taka niður allt höfundarréttarvarið efni af síðunni og gáfu þeim frest til 30. apríl – daginn fyrir alþjóðlegan baráttudag verkafólks.“