Guðbergsstofa – Er til íslensk þjóðernishyggja og útlendingahatur?

Það hefur aldrei ríkt þjóðernishyggja og útlendingahatur á Íslandi heldur einangrun og fáfræði. Við erum ófærir um að móta stefnu í anda útlendingahaturs og þjóðernis. Allt sem svipar til þjóðerniskenndar er átthagatengt mont fremur en skipulögð hugsun um yfirburði íslenska kynstofnsins. Það lengsta sem við höfum komist í hroka er að halda að við séum komin af Noregskonungum sem hefur yfir sér blæ barnaskapar og tilfinningasemi.

Þeir sem eru ennþá gæddir minni og fæddust fyrir tíma seinni heimsstyrjaldarinnar muna eftir þessum barnaskap sem lýsti sér einkum í sveitahroka. Auk þess taldi fólk úr sveitum eða sýslum að það væri gætt ofurgáfum og yfirburðum vegna þess að það fæddist í vissum dal eða landshluta. Mest bar á þessu hjá Þingeyingum, Skagfirðingar höfðu líka talsverða yfirburði yfir aðra, Dalamenn í minna mæli, Borgfirðingar fylgdu fast á eftir, en Skaftfellingar létu nægja að vera drjúgir með sig og draga seiminn.

Guðbergur Bergsson skrifar um þjóðarnishyggju og útlendingahatur via Guðbergsstofa – Er til íslensk þjóðernishyggja og útlendingahatur?.