Hernaðarlegt mikilvægi listamanna | RÚV

„Mörg hundruð listamenn voru handteknir í Bretlandi á árunum 1914 til 1918, flestir fyrir að mála á almannafæri. Almenningur var hvattur til að hafa tafarlaust samband við lögreglu ef sást til listamanna munda pensilinn úti við. Listamenn voru grunaðir um að festa á blað fyrir óvininn hluti sem höfðu hernaðarlegt mikilvægi, svo sem lestarteina, virki og bragga. Í viðtali um rannsóknir sínar sagði Fox: „Bretar vantreystu einhvern veginn alltaf listamönnunum sínum og fyrri heimsstyrjöld eitraði sambandið enn frekar. Stríðið fær fólk til að velta meira fyrir sér sjálfsímynd sinni og í kjölfarið fer það að líta á listamenn sem utangarðsfólk, bóhema, sem tilheyra ekki samfélaginu. Þessi tortryggni í garð listamann er enn við lýði. Fólki finnst listamenn ekki sinna alvöru vinnu, finnst þeir ekki leggja neitt til samfélagsins. Það er litið á þá sem einstaklinga sem eru að gera eitthvað gagnslaust og sjálfselskt.““

Sif Sigmarsdóttir skrifar um listamenn, peninga, styrki, sellát og tortryggni via Ef Pollapönk seldi gíraffa-steikur á grilli | RÚV.