Kling & Bang og E.S.P. TV

=>Kolbeinn Hugi: SPASMS

Í dag 22.maí er opnun í Kling & Bang gallerý á fjórskiptu verki sem verður til í sköpunarferli fjögurra listamanna. Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Helgi Örn Pétursson og Rebekka Moran munu skapa list og áhorfendur geta fylgst með þeim, þróun sýningarinnar og samtal þeirra við E.S.P. TV listahópinn frá New York. thumbsup

Hvert rými, gjörningur og innsetning er eins og rödd, sú fyrsta setur tóninn og næsta spinnur þráð sinn í kringum þá fyrstu og svo framvegis.

Opnanirnar eru þannig fjórar talsins og maður getur fengið að fylgast með sýningu breytast með hverri opnun.

22.maí kl. 20:00 fyrsta opnun – Kolbeinn Hugi: SPASMS
24.maí kl. 17:00 önnur opnun
29.maí kl. 17:00 þriðja opnun
31.maí kl. 17:00 fjórða opnun

Fyrsti listamaðurinn sem ríður á vaðið er því Kolbeinn Hugi með SPASMS.

Segðu mér Kolli, hvað er SPASMS?

Það er eitthvað sem líkaminn gerir ósjálfrátt og ryþmískt. Fólk ræður ekki við sig.

Við hverju má fólk búast á þessari fyrstu opnun?

Það má búast við því að koma ekki út samt, nálgist það viðburðinn með opnu hjarta. Það má líka búast við að hausinn á þeim springi ef það kafar djúpt … undan þrýstingi.

Finnst þér mikilvægt að fólk nálgist listina þína með opnu hjarta?

Mín æðsta ósk í myndlist er að ná að gera eitthvað sem fólk getur nálgast með opnu hjarta… hlustað með hjartanu en ekki höfðinu.

Fólk er alið upp við það að myndlist sé eitthvað sem þú verður að skilja til að njóta. Sú nálgun gerir lífið fábrotnara.

E.S.P. TV er í samstarfi við ykkur í þessari sýningu ekki satt?

Jú! Algerlega … þau eru límið! Allir að gera performansa og gera videostuð með þeim! Þrumustuð!

Er þetta ekki fyrsta opnun af fjórum?

Jú einmitt, svo ólgandi tryllingur á fjórðu opnuninni! Komið! Njótið! Spasmið!