Þetta eru ljóð sem þarf að flytja- Vísir

Hún segist hafa skrifað ljóð frá því hún var unglingur en aldrei gefið neitt út. Hvers vegna valdi hún þá leið að gefa ljóðin út á plötu en ekki í hefðbundinni ljóðabók? „Ég hef alltaf notað texta mikið í performönsum og vídeóverkum en þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út ljóð,“ segir hún. „Ég hef alltaf flutt textann minn sjálf sem performans og það er réttara fyrir verkið að það sé lesið upp en prentað á bók. Þetta eru ljóð sem þarf að flytja, ekki bara lesa, og svo á ég sjálf auðveldara með að hlusta á ljóð en lesa þau og geri ráð fyrir að hið sama gildi um marga aðra.“

Ásdís Sif Gunnarsdóttir í viðtali í Fréttablaðinu.

Vinnslan og Tjarnarbíó – Opnunarhátíð Tjarnarbíós 29. mars

Í kvöld frá klukkan sjö til miðnættis heldur listahópurinn Vinnslan opnunarhátíð í Tjarnarbíó „og mun leikhúsið við tjörnina iða af lífi og list í hverjum króki og kima“ líkt og segir í tilkynningu og er lofað myndlist, sviðslist, tónlist, gjörningar, vídjóverk, innsetningar, ljóðlist og fleiru. Á einni kvöldstund getur þú upplifað margt af því áhugaverðasta […]