Vísir – Þessi týpa – Alvara lífsins tekur við

Umfjöllunarefnin eru líka mun alvarlegri í þessari bók. Það er erfitt að gera nauðgun og afleiðingar hennar, stalkera, viðbrögð við nýjum maka foreldris og þær ómanneskjulegu kröfur sem brúðkaup gerir til brúðarinnar að gamanmálum. Björg fær fjöður í hattinn fyrir að velta upp þessum vandamálum sem ungar konur glíma við, en umfjöllunin er öll í skötulíki og sálarangistin sem slíkum hremmingum fylgir skilar sér illa til lesandans. Það er eins og höfundurinn kinoki sér við að fara alla leið og kafa í upplifanir vinkvennanna af þessum áföllum. Spurning hvort þar spili formúla skvísubókanna inn í, það þyki ekki hæfa að eyðileggja stemninguna með óhugnaði.

Friðrika Benónýs skrifar um Þessa týpu eftir Björg Magnúsdóttur via Vísir – Alvara lífsins tekur við.