Ímyndar sér sögur fólks – DV

Þórdís segist alla tíð hafa skrifað en aldrei litið á það sem svo að hún hafi verið að skrifa ljóð. „Ég hef alltaf skrifað eitthvað en leit aldrei á skrifin sem ljóð. Og ég geri það ekki heldur núna þegar ég skrifa. Ég bara skrifa eitthvað niður. Í bókinni eru þetta bæði ljóð og litlar örsögur,“ segir hún.

Þó að aðaláherslan sé á hverdagslegt fólk þá er það ekki eini innblásturinn. „Eins og síðasta ljóðið í bókinni, það skrifaði ég eftir að hafa lesið grein þar sem var verið að segja að það mætti ekki segja að stóla á eitthvað. Þá fór ég að leita að dæmum þar sem það er sagt. Þannig varð það ljóð einhvern veginn til, mér fannst ég verða að skrifa ljóð þar sem „að stóla á eitthvað“ kemur mjög oft fram. Þetta er svona minni háttar bylting af minni hálfu,“ segir hún kankvís.

via Ímyndar sér sögur fólks – DV.