Marxistar deila um útgáfurétt – DV

„Undanfarnar vikur hafa útgáfufyrirtækið Lawrence & Wishart og vefsíðan Marxists.org deilt um útgáfurétt á verkum þýsku heimspekinganna Karl Marx og Friedrich Engels.

Lawrence & Wishart, sem er lítil bresk bókaútgáfa með sterk tengsl við kommúnistahreyfinguna þar í landi, bað vefsíðuna um að taka niður allt höfundarréttarvarið efni af síðunni og gáfu þeim frest til 30. apríl – daginn fyrir alþjóðlegan baráttudag verkafólks.“

via Marxistar deila um útgáfurétt – DV.