Líkt og fram kom í fréttum fyrir helgi hefur Amazon-bókabúðin opnað fyrir sölu á íslenskum rafbókum, sem fram til þessa hafa ekki verið fáanlegar fyrir algengasta rafbókalesarann, Kindle. Á vaðið riðu bókaútgáfan Björt og Bókabeitan. Í viðtali við Starafugl segir Egill Örn Jóhannsson, útgáfustjóri Forlagsins, að ekki sé nokkur spurning hvort Forlagið muni fylgja í […]
Fréttir
Kosið um nýjan formann Rithöfundasambandsins
Ný stjórn Rithöfundasambands Íslands verður kosin á aðalfundi sambandsins sem haldinn verður 8. maí næstkomandi. Kosið verður um formann, varaformann, einn meðstjórnanda og einn varamann. Kristín Steinsdóttir formaður og Davíð Stefánsson meðstjórnandi ætla að láta af störfum, en þeir Jón Kalman Stefánson varaformaður og Gauti Kristmannsson varamaður gefa kost á sér til endurkjörs. Skrifleg framboð […]
Hýrt ljóðakaffi
Þriðjudaginn 18. mars verður haldið hýrt ljóðakaffi á Stofunni kl. 18:30. Hinsegin skáld lesa upp margskonar texta í huggulegri stemmningu. Allir velkomnir! Fram koma: Eva Rún Snorradóttir Guðbergur Bergsson Kristín Ómarsdóttir Sigurður Örn Guðbjörnsson Vala Höskuldsdóttir Elías Knörr
Kveikjum eld: barna- og unglingabókaráðstefna
Á morgun laugardaginn 15. mars frá kl. 10.30 – 13.30 verður haldin barna og unglingabókaráðstefna í Gerðubergi. Fjallað verður um skemmtilegar leiðir til að kveikja áhuga barna á lestri. Meðal þeirra sem til máls taka eru Davíð Stefánsson, Yrsa Sigurðardóttir, Herdís Anna Friðfinnsdóttir, Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassel. Frekari upplýsingar – Kveikjum eld: […]
Hugvísindaþing
Hugvísindaþing 2014 verður haldið í Háskóla Íslands 14.-15. mars. Þar verður boðið upp á um 150 fyrirlestra í 37 málstofum – sagnfræði, guðfræði, málfræði, fjölmiðla, náttúru, heimspeki, siðfræði og svo mætti lengi telja. Að vanda koma bókmenntir mjög við sögu, fornar og nýjar, íslenskar og erlendar. Til að mynda verður fjallað um yfirnáttúrulega reynslu í […]
Andrými – samkomustaður orðlistafólks
Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO býður í dag til samkomu þar sem fólki gefst tækifæri til að hittast og spjalla um orðlist, bókmenntir og bókmenntalífið í borginni. Samkomurnar, sem hafa hlotið nafnið ANDRÝMI, verða á barnum í Tjarnarbíói annan miðvikudag í mánuði hverjum og standa yfir frá kl. 20 –22. Andrýmið er vettvangur þar sem bókmenntafólk kemur […]
Stjórnarformaður Sydneyjartvíæringsins segir af sér
Luca Belgiorno-Nettis, stjórnarformaður Sydneyjartvíæringsins og forstjóri Transfield Holdings, sagði af sér fyrir helgi í kjölfar afdráttarlausra mótmæla ótal listamanna vegna reksturs Transfield Services, eins af undirfyrirtækjum Transfield Holdings, á búðum fyrir hælisleitendur, meðal annars á Manuseyju. Transfield Holdings hefur verið aðalstyrktaraðili tvíæringsins frá upphafi en nú hefur verið skorið á tengsl við fyrirtækið. Mótmælin birtust […]
Myndlist í Gunnarshúsi
Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur hefur safnað saman allmörgum portrettmyndum af íslenskum rithöfundum frá ýmsum tímum. Þær prýða nú veggi Gunnarshúss. Í tilefni þess er Opið hús í Gunnarshúsi við Dyngjuveg 8 í dag, laugardaginn 8. mars, kl 15.00 – 17.00. Þar talar Aðalsteinn Ingólfsson um listaverkin, Pétur Ármannsson, arkitekt um Gunnarshús og Kristín Steinsdóttir, formaður um […]
Málþing um Melittu Urbancic
Laugardaginn 8. mars verður haldið málþing í Þjóðarbókhlöðunni til heiðurs skáldkonunni, myndhöggvaranum og leikkonunni Melittu Urbancic. Dagskráin stendur frá kl 13 – 15 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sýnir á Borgarbókasafni
Í dag, 7. mars kl. 16, opnar myndasögusýning á verkum listakonunnar Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur. Lóa lærði myndskreytingar í Parsons í New York. Hún hefur sent frá sér bókina Alhæft um þjóðir (2009) og birt myndasögur í ýmsum ritum. Sýningin er staðsett á annarri hæð í myndasögudeild aðalsafns Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Myndverk Lóu má líka skoða […]
Menningarverðlaun DV – tilnefningar
Menningarverðlaun DV verða veitt í 35. skipti þann 11. mars næstkomandi og fylgir blaðinu í dag aukakálfur með kynningu á tilnefndum listamönnum. Tilnefnt er fyrir tónlist, leiklist, kvikmyndalist, bókmenntir, danslist, fræði, arkítektúr, myndlist og hönnun, en auk þess eru veitt verðlaunin Val lesenda, þar sem valið er úr tilnefningum á dv.is, og heiðursverðlaun sem forseti […]
Heimspekilegur málfundur um menntamál í kvöld
Í kvöld, mánudaginn 3. mars 2014 kl. 20:00, munu Félag áhugamanna um heimspeki og Félag heimspekikennara standa fyrir málfundi um námsmarkmið og námsmat í ReykjavíkurAkademíunni.Atli Harðarson flytur stutt erindi um hugmyndir um námsmarkmið í aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011. Þar sem fjallað verður um spennu eða togstreitu milli tvenns konar hugmynda eða námskrárhefða. Elsa Haraldsdóttir mun […]
Fulltrúar Íslands á Sydneyjartvíæringnum hætta við þátttöku í mótmælaskyni
Mynd: Af heimasíðu Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar: http://www.libia-olafur.com/ Myndlistartvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson hefur, ásamt myndlistarmönnunum Charlie Sofo, Gabrielle de Vietri og Ahmet Öğüt, hætt við þátttöku í Tvíæringnum í Sydney, sem hefjast á þann 21. mars næstkomandi. Ákvörðunin er tekin í mótmælaskyni við starfsemi helsta stuðningsaðila hátíðarinnar, verktakafyrirtækisins Transfield Services, en fyrirtækið […]
Edy Poppy og Mette Karlsvik lesa í Reykjavík
Í kvöld klukkan sjö munu norsku rithöfundarnir Mette Karlsvik (sem er meðal annars þekkt hérlendis sem höfundur umdeildu bókarinnar Bli Björk) og Edy Poppy. Upplesturinn fer fram á Stofunni, Aðalstræti 7, og kynnir verður íslensk-palestínska ljóðskáldið Mazen Maarouf. Edy Poppy les úr verkum sínum á ensku en Mette Karlsvik les á ensku, norsku, íslensku og […]
Uppheimar hætta útgáfu
Bókaforlagið Uppheimar hefur hætt útgáfu eftir baráttu við fjárhagsörðugleika síðustu misserin. Forlagið mun þó ekki vera gjaldþrota. Uppheimar þóttu sýna talsverðan metnað, ekki síst í útgáfu þýddra fagurbókmennta, en á síðasta ári gaf forlagið meðal annars út Klefa nr. 6 eftir Rosu Liksom, Ó – sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen, heildarsafn ljóða Tomas […]
Jón Viðar hættir á Fréttablaðinu
Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi er hættur að skrifa leikrýni í Fréttablaðið vegna samningsbrota, að því er fram kemur á dv.is. „Ég gerði bara ákveðinn samning við ritstjórann þegar ég byrjaði að starfa þar. Hann er búinn að brjóta þann samning tvívegis. Ég hef boðið honum að gera nýjan samning og hefur hann ekki orðið við […]
Bókmenntaverðlaun draga úr vinsældum bóka | theguardian.com
Samkvæmt rannsókn sem birt verður í marstölublaði Administrative Science Quarterly draga bókmenntaverðlaun úr vinsældum bóka. Fræðimennirnir Amanda Sharkey og Balázs Kovács báru saman 38.817 ritdóma um 64 bækur á alþýðumenningarvefsetrinu GoodReads.com – eða 32 pör bóka. Önnur bókin í hverju pari hafði hlotið tiltekin verðlaun, svo sem Man Booker verðlaunin eða bandarísku National Book Award. Hin hafði verið tilnefnd sama ár en vann ekki. Lesa áfram
Yahya Hassan
Yahya Hassan heitir danskt ljóðskáld, ríkisfangslaus palestínumaður fæddur 1995, og hefur sett landið (Danmörku) á annan endann með samnefndri ljóðabók (samnefndri honum, sem sagt, bókin heitir Yahya Hassan) sem hefur selst í yfir 100 þúsund eintökum – og er söluhæsta ljóðabók í sögu Danmerkur. Bókin er sjálfsævisöguleg fyrstu persónu frásögn, eins konar ákæra á hendur […]