Hugvísindaþing

Hugvísindaþing 2014 verður haldið í Háskóla Íslands 14.-15. mars. Þar verður boðið upp á um 150 fyrirlestra í 37 málstofum – sagnfræði, guðfræði, málfræði, fjölmiðla, náttúru, heimspeki, siðfræði og svo mætti lengi telja. Að vanda koma bókmenntir mjög við sögu, fornar og nýjar, íslenskar og erlendar. Til að mynda verður fjallað um yfirnáttúrulega reynslu í miðaldabókmenntum, Faulkner, unglingabókmenntir, Biblíuna, þýðingar, sendibréf sem listform skálda og heimildir um einkalíf, mannslíkamann, sálmaskáldskap, dýr og menn í skáldskap, skoskar bókmenntir, bókmenntalestur og samlíðan, ferðalýsingar og minningar. Þingið er öllum opið og allir velkomnir. Nánari upplýsingar um dagskrá eru á heimasíðu Hugvísindastofnunar, hugvis.hi.is.