Kosið um nýjan formann Rithöfundasambandsins

Ný stjórn Rithöfundasambands Íslands verður kosin á aðalfundi sambandsins sem haldinn verður 8. maí næstkomandi. Kosið verður um formann, varaformann, einn meðstjórnanda og einn varamann. Kristín Steinsdóttir formaður og Davíð Stefánsson meðstjórnandi ætla að láta af störfum, en þeir Jón Kalman Stefánson varaformaður og Gauti Kristmannsson varamaður gefa kost á sér til endurkjörs. Skrifleg framboð til stjórnarkjörs verða að berast skrifstofu RSÍ eigi síðar en kl. 14.00 föstudaginn 21. mars.