Dramatúrgar þurfa líka að fara til tannlæknis

Ímeilviðtal við Snæbjörn Brynjarsson varðandi Ég ♥︎ Reykjavík, skjaldarmerki, og list fyrir börn

Ég ♥︎ Reykjavík er fjölskyldusýning eftir Aude Busson, Sólveigu Guðmundsdóttur og Snæbjörn Brynjarsson sem frumsýnd verður á Lókal í dag. Til að forvitnast meira um sýninguna var Snæbjörn Brynjarsson dreginn í ímeilviðtal. Viðtalið er langt. Passið ykkur á því. Og þróast á endanum meira út í rabb um dramatúrgíu, peninga og eitthvað þannig. Gjörið þið […]

Leikhúsmál – annar hluti

Leikhús er listform sem við í vestrænni menningu kynnumst mörg hver frá blautu barnsbeini í einni eða annarri mynd. Líka þar sem leikhúsaðsókn er sögð vera afar lítil, eins og sums staðar í Mið-Evrópu. Það að almenningur í löndunum þar sækir ekki LEIKHÚS merkir ekki endilega að almenningur sæki ekki leikhús. Í langflestum skólum í […]

Ferjan: Táknrænt ferðalag?

Ferjan Kristín Marja Baldursdóttir Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Baldvin Magnússon Tónlist: Hallur Ingólfsson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Leikarar Hildur Berglind Arndal Katla Margrét Þorgeirsdóttir Halldór Gylfason Guðjón Davíð Karlsson Hilmar Guðjónsson Birgitta Birgisdóttir Anna Kristín Arngrímsdóttir Elva Ósk Ólafsdóttir Það er vissulega fólgið í auga þess […]

Í iðrum hvalsins : TMM

„Gestir eru leiddir í afmörkuðum hópum um geysistórt rými Brimhússins sem mótað er eftir innviðum stórhvela og fá alls konar upplifanir sem maður á ekki von á í innyflum hvala – hitta seiðkonur, galdrakarla, miðil, spákonur, fiðraðan mann sem er einn á báti uppi undir lofti og heldur kannski að hann sé guð. Maður fær […]

Mig hefur alltaf langað til að …

Annað ár Sviðshöfundabrautar LHÍ kynnir:

Sviðslistaupplifun sem er meira en bara sýning, leikrit eða einföld dægrastytting.

3 sinnum 12 klukkutímar.

Í von um að það veiti okkur gleði og/eða breyti lífi okkar.

Fjölskyldan.

Þau sem eitt sinn voru bjartasta vonin; nú munaðarlaus og misheppnuð.

Skáld, glæsimenni, úrhrök, bóhemar, bræður og systur.

Einangruð í þrjá daga í eigin heimi.

Rannsókn á því sem var og er og mun verða.

Sviðslistamenn framtíðarinnar kynna:

MIG HEFUR ALLTAF LANGAÐ…

Sýnt í Gamla Bíói 7. – 9. maí

Opið á hverjum degi frá 10:00 – 22:00

via I HAVE ALWAYS WANTED TO… // MIG HEFUR ALLTAF LANGAÐ….

Útlagar yfirtaka Gamla bíó

Útlagar hafa löngum verið á Íslandi og eru jafnvel enn. Þekktustu útlagarnir eru án efa Gísli Súrsson og Fjalla-Eyvindur. Kómedíuleikhúsið hefur samið leikrit um báða þessa kappa sem hafa notið mikilla vinsælda. Nú verða báðir leikirnir sýndir saman og því boðið uppá sannkallaða útlaga leikhústvennu. Sýnt verður í hinu stórglæsilega Gamla bíói enda dugar ekkert […]

Öllum sagt upp hjá Leikfélagi Akureyrar | Vikudagur

„Vegna fjárhagsvanda Leikfélags Akureyrar verður öllu starfsfmönnum félagsins, alls tíu manns, sagt upp störfum í dag. Félagið glímir við mikinn fjárhagsvanda og er nú rætt um að sameina rekstur Leikfélags Akureyrar, Sinfoníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarhússins Hofs. „Félagið fékk 54 millj. króna lán hjá bænum fyrir tveimur árum, sem átti að greiðast niður of hratt. Þetta var of stór biti,“ segir Ragnheiður Skúladóttir leikhússtjóri“

via Öllum sagt upp hjá Leikfélagi Akureyrar | Vikudagur.

Vísir – Heimskan nærir illskuna

„Þar sem frumsýning Þjóðleikhússins síðastliðið föstudagskvöld var óður til sannleikans er réttast að tala hreint út: Nú er öld heimskunnar. Lýðræðið hefur keyrt inn blindgötu; allar skoðanir eru metnar jafngildar burtséð frá því hvort þær byggja á þekkingu eða ekki. Afsprengi þessa er til að mynda sú einkennilega hugmynd, sem nú er viðtekin, að á löggjafarþingi eigi að sitja þverskurður þjóðarinnar en ekki þeir sem hæfastir eru til þess. Skynsemi má sín lítils. Kæfandi pólitískur rétttrúnaður er ríkjandi, gagnrýnin hugsun má víkja, tilgangurinn helgar meðalið og við slíkar aðstæður nær bókstafstrú og ofstæki máli. Þetta eru hættulegir tímar því heimskan nærir illskuna.“

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar um Eldraunina í Þjóðleikhúsinu via Vísir – Heimskan nærir illskuna.

„Þessar breytingar hafa í raun ekkert með aldur að gera“ – DV

„Þessar breytingar hafa í raun ekkert með aldur að gera, heldur er þetta fyrst og fremst fagleg ákvörðun sem á auðvitað að skoðast á þeim forsendum. Ég er að taka þessa ákvörðun út frá ákveðinni endurstillingu á leikhópnum og er bara að skoða leikhópinn út frá þeim verkefnum sem liggja fyrir næstu árin,“ segir Kristín en Hanna María er á 66. aldursári og Theódór er á 65. aldursári og því stutt í eftirlaun hjá þeim og hefur Félag íslenskra leikara sent leikhússtjóra yfirlýsingu þar sem uppsögn þeirra tveggja er mótmælt.

via „Þessar breytingar hafa í raun ekkert með aldur að gera“ – DV.

Svar við bréfi Völu | REYKVÉLIN

„Sjálfsgagnrýni er ekki sjálfsniðurrif. Sjálfsgagnrýni er ekki sama og vanmáttarkennd, sem leiðir gjarnan til sjálfsniðurrifs. Sjálfsgagnrýni er að vera sífellt á vaktinni, en ekki rífa sjálfa sig niður. Skortur á sjálfsgagnrýni leiðir hins vegar auðveldlega til títtnefnds heimóttarskapar.“

Þórhildur Þorleifsdóttir svarar opnu bréfi Völu Höskuldsdóttur á Reykvélinni via Svar við bréfi Völu | REYKVÉLIN.

Ferjan í Borgarleikhúsinu | Kvennablaðið

„Í skýringum á framvindu leikritsins birtist þessi setning mjög víða „Óvænt atburðarás er í uppsiglingu“ Ég náttúrlega veit ekki á hvaða skala blondínan í mér er en ég varð ekki vör við óvænta atburðarás, hún bara fór framhjá mér. Ég biðst fyrirfram afsökunar á því ef það er persónulegur sauðagangur minn sem veldur. Jæja, áfram, ég til að mynda skil ekki karakterana í verkinu, eða ég næ engri dýpt í þá. Konurnar eru allar taugabilaðar hver á sinn hátt, ólíkar innbyrðis og  nota því mismunandi aðferðir við að leyna sinni veiklun og þar af leiðandi eru það mismunandi aðstæður sem keyra innra myrkur þeirra upp á yfirborðið en allt gerist það um borð í Ferjunni.“

Helga Völundardóttir skrifar um Ferjuna Ferjan í Borgarleikhúsinu | Kvennablaðið.

Vísir – Ávarp á alþjóðaleiklistardaginn 2014

„Leikhúsið er líka svartur kassi. Þar sem orð er gert af anda og andi af lífi. Það skrásetur og flytur frásagnir. Það leitar uppi manneskjuna í þeim ásetningi að verða vitni að gleði hennar, sorg og sigrum. Að fundi hennar við sjálfa sig. Það er hlutverk leikhússins. Hvorki meira né minna. Að halda áfram tilrauninni um manneskjuna.“

Jón Atli Jónasson skrifar í Fréttablaðið Vísir – Ávarp á alþjóðaleiklistardaginn 2014.

„And on the Thousandth Night …“eftir Forced Entertainment

LIVE eða hugleiðing um sögur og Twitter færslur alnetsins í bland

Einu sinni fyrir langa löngu sátu sjö meðlimir Forced Entertainment á stólum í rauðum skikkjum með risastórar pappakórónur á sviði. Þau sátu í sex klukkustundir og sögðu sögur. Stopp. Fearful moments in the dark/a phone rings seven times #1000thLIVE Einu sinni fyrir langa löngu var verið að segja sögur sem voru flestar um kónga og […]

Opið bréf til Þórhildar Þorleifsdóttur: Í framhaldi af framlagi þínu til málþingsins um hlutverk stofnanaleikhúsa sem haldið var í Tjarnarbíói á dögunum. | REYKVÉLIN

„Það krefst hugrekkis að vera skapandi í hugsun, og það sem vökvar hugrekkið er trú. Trú á eigin verðleika, trú á að geta breytt heiminum, trú á að geta staðið upp þegar kona dettur, trú á að vera verðugt verkfæri listarinnar sem getur gert sitt besta, þreifað sig áfram, lært, gert betur næst. Að hafa eitthvað að gefa hér og nú, ekki síður en eftir MA eða MBA gráðuna. Sú sjálfsgagnrýni sem þú varst að kalla eftir á málþinginu þykir mér meira í ætt við sjálfsniðurrif, svipu eða þyrnikórónu, og er að mínu mati eitur í beinum alls sem lifir og sérstaklega fyrir þá sem eru svo hugrakkir að ætla sér að þjóna því krefjandi verkefni að helga líf sitt listinni.“

Vala Höskuldsdóttir skrifar opið bréf til Þórhildar Þorleifsdóttur á Reykvélinni. Opið bréf til Þórhildar Þorleifsdóttur: Í framhaldi af framlagi þínu til málþingsins um hlutverk stofnanaleikhúsa sem haldið var í Tjarnarbíói á dögunum. | REYKVÉLIN.

Þjóðerniskennd fegurðarþrá

– Hugleiðing um Der Klang der Offenbarung des Göttlichen, eftir Ragnar Kjartansson.

Ragnar Kjartansson er nýjasta óskabarn Volksbühne leikhússins. Sýning hans Der Klang der Offenbarung des Göttlichen var gríðarlega vel kynnt í Berlín – sannkallaður stórviðburður í borg þar sem frægustu listamenn heims troða upp nánast á hverju kvöldi. Verkið ber undirtitilinn nach „Weltlicht“ von Halldór Laxness eða byggt á Heimsljósi eftir Halldór Laxness. Fyrir þá sem […]

Vísir – Fær útrás fyrir sagnfræðinginn í leikhúsinu

„Það er líka annað sem fólk veit kannski ekki um leikhúsið að þótt æfingaferlið sé átta vikur þá er maður búinn að vera að vinna með textann og sögulegan bakgrunn verksins miklu miklu lengur. Ég hef stundum sagt að vinna við sum hlutverk sé næstum eins og BA-ritgerð. Þetta tengist mannfræði, þetta tengist sálarfræði og heimspeki, þetta tengist svo mörgu. Við erum alltaf með söguna á bakinu og þurfum að spegla bæði tíma verksins og samtímann. Þar að auki er maður alltaf að vinna með myndlistarfólki og tónlistarfólki og það var í rauninni ótrúlegt frelsi að fá að vera sá sem leiðir hópinn, eða einn af þeim.“

Margrét Vilhjálmsdóttir í viðtali í Fréttablaðinu – Vísir – Fær útrás fyrir sagnfræðinginn í leikhúsinu.

Klassísk kvenfyrirlitning | REYKVÉLIN

„Silfurtungan hvarf fyrir danshæfileikum, ómerkilegu dragi og hysteríu yfir drengnum sem hafði ekkert gert sér til frægðar annað en að glíma smá og skera nokkur illa skrifuð ljóð í trjáberki. Kvenpersónan sem hafði hreðjar nægar til að þykja sannfærandi í að blekkja hið karllæga samfélag samferðamanna Shakespeare var smækkuð niður í ástsjúka unglingsstúlku.“

Kolbrún Björt Sigfúsdóttir skrifar á Reykvélina Klassísk kvenfyrirlitning | REYKVÉLIN.

List fyrir okkar tíma; það var lítið Kristinn | REYKVÉLIN

„Fyrir mér lifum við ekki á tímum sem krefjast pönks (pönkið getur verið sjálfsblekking eins og hvað annað, sérstaklega ef maður er ekki eins róttækur og maður heldur). Í mínum augum lifum við á tímum fegurðarinnar. Eða tímum sem krefjast fegurðar. Fegurðar til að göfga mannsandann (já, það er list sem krefst hugrekkis, að stíga fram og segja: Þetta er fallegt). Því sannleikurinn er fallegur. Það er lygin sem er ljót.“

Snæbjörn Brynjarsson svarar þakkargreinum Kristins Sigurðs Sigurðssonar.

via List fyrir okkar tíma; það var lítið Kristinn | REYKVÉLIN.

Takk-debattinn:

Takk, Kristinn eftir Ásgeir H. Ingólfsson
Takk Snæbjörn – part II eftir Kristinn Sigurð Sigurðsson
Takk Snæbjörn – fyrri hluti eftir Kristinn Sigurð Sigurðsson
Lausnin – pistill innblásinn af málþingi um opinbera stefnu stóru leikhúsanna eftir Snæbjörn Brynjarsson (á Reykvélinni)
Menning handa þjóð – nokkrar hugleiðingar um mikilvægi menningar og aðgengi að henni eftir Snæbjörn Brynjarsson (á Reykvélinni)

Hlutverk opinberra leikhúsa | REYKVÉLIN

„Ég ætla ekki að tala um peninga. Við lendum alltaf í holum þegar við tölum um peninga. Hér er til nóg af peningum. Hér flæðir allt í peningum. Áhrif og umsvif listarinnar eru auðvitað mun veigameiri og mikilvægari en peningar, verða aldrei talin í júrum og krónum, aldrei sett fram í excelskjali. Þú getur ekki rökstutt blóm. Peningar eru bara kerfi sem mennirnir bjuggu til. Mig langar aðeins að fara yfir þau atriði sem mér finnst að mætti skoða, setja spurningarmerki við, endurhugsa, og fara yfir, varðandi opinber leikhús.“

Erindi Evu Rún Snorradóttur á nýlegu málþingi um hlutverk opinberra leikhúsa Hlutverk opinberra leikhúsa | REYKVÉLIN.

Takk, Snæbjörn – Part II

Það er einn annar punktur sem mig langar til að nefna. Athyglisverðasta greiningin í grein Snæbjörns er innan sviga. Hún er eiginlega hvísluð. Nefnd í framhjáhlaupi, í einhverri allt annarri umræðu. En þessi greining er stórmerkileg. Því verður vart komið í orð hvað hún ávarpar mikið aðalatriði. Bleika fílinn í íslenskri leikhúsmenningu. (það er óopinbert […]

Niður í ókannað myrkrið – um Bláskjá í Borgarleikhúsinu

Síðastliðið sunnudagskvöld upplifði ég einhverjar undarlegustu en jafnframt skemmtilegustu 75 mínútur sem ég hef upplifað á lífsleiðinni. Leikhús fáranleikans leiddi mig um allan tilfinningaskalann. Það er töfrum líkast að upplifa eitthvað svo sterkt að maður getur ekki með nokkru móti fest hönd á hvað það er nákvæmlega sem hreyfði við manni. Hvað það er nákvæmlega […]

Lausnin: Pistill innblásin af málþingi um opinbera stefnu stóru leikhúsanna | REYKVÉLIN

„Risarnir tveir eru spegilmynd af hvor öðrum. Ef einn setur upp Les Miserables setur hinn upp Mary Poppins og hinn síðan Spamalot. Þeir finna báðir alþjóðlegan leikstjóra til að setja upp Shakespeare á sama tíma. Þeir eru báðir fremstir í flokki þegar kemur að eflingu íslenskrar leikritunar. Báðir búa við sömu kröfu um að selja næga miða til að fjármagna reksturinn, og eru þar af leiðandi í stöðugri samkeppni, baráttu um áhorfendur og þótt þau séu skuldbundin lagalega til þess að taka á móti sjálfstæðum leikhópum, finna þau sig knúna til að ýta þeim út, (helst sem fyrst) af áhættufælni (oft eigna þau sér heiðurinn af verkum þeirra ef vel gengur þrátt fyrir að hafa lítið gert þeim til stuðnings). Risarnir eru eins í eðli sínu. Eins í stefnu sinni. Og alltof stórir.“

Snæbjörn Brynjarsson skrifar á Reykvélina: Lausnin: Pistill innblásin af málþingi um opinbera stefnu stóru leikhúsanna | REYKVÉLIN.

Leiklistargagnrýni Djöflaeyjunnar: Endurtekið efni? | REYKVÉLIN

„Borið hefur á að fólk innan leiklistarheimsins hafi á Fésbókinni og víðar tjáð sig um að það sæti furðu að menningarþátturinn Djöflaeyjan á Ríkissjónvarpinu notist við gagnrýnendur annarra fjölmiðla þegar kemur að því að gagnrýna leiklist. Þessir gagnrýnendur séu þá í raun aðeins að endursegja sína skoðun, sem nú þegar hafi birst í fjölmiðlum og að slíkt stuðli að meiri einsleitni í umfjöllun um leiklist. Við sendum því Brynju Þorgeirsdóttur, ritstjóra Djöflaeyjunnar, fyrirspurn um málið og hafði hún þetta að segja:“

Smellið hér fyrir meira Leiklistargagnrýni Djöflaeyjunnar: Endurtekið efni? | REYKVÉLIN.

Upptökur frá málþingi um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa. | REYKVÉLIN

Nú má sjá á Reykvélinni upptökur frá málþingi um hlutverk og stefnu opinberra leikhús og haldið var á vegum leiklistardeildar LHÍ. Magnús Þór Þorbergsson, lektor við deildina, stjórnaði umræðum. Til máls tóku, í aldursröð: Eva Rún Snorradóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Steinunn Knútsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir.

Smellið hér til að sjá: Upptökur frá málþingi um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa. | REYKVÉLIN.

Samræða um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa

„Þessa dagana stendur yfir ráðningarferli nýs leikhússtjóra Borgarleikhússins og síðar á þessu ári verður staða Þjóðleikhússtjóra auglýst laus til umsóknar.

Þessi væntanlegu umskipti hafa orðið tilefni nokkurrar umræðu og blaðaskrifa um hvað ráða eigi ferðinni í vali á listrænum stjórnanda í opinberu leikhúsi. Fyrr í vetur var varpað fram spurningunni um hvort íslenskt samfélag hefði efni á að reka menningarstofnanir á borð við þjóðleikhús sem aftur vakti spurningar um tilgang slíkra stofnana fyrir samfélagið.

Að því tilefni stendur Leiklistarsamband Íslands í samvinnu við sviðslistadeild Listaháskólans fyrir málfundi um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa.“

Frekari upplýsingar: Samræða um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa – LHI.is.

Vísir – Nýr borgarleikhússtjóri er Kristín Eysteinsdóttir

Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri hefur verið ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins.  „Mér líður mjög vel. Ég er ótrúlega þakklát og hlakka til að takast á við þetta,” segir Kristín í samtali við Vísi en tilkynnt var um valið nú rétt í þessu. Kristín segir að gestir Borgarleikhússins verði ekki varir við miklar breytingar í fyrstu.

„Ég tek við einstaklega góðu búi og mun halda áfram á sömu braut. Lykillinn af velgengninni hefur verið starfsfólkið í húsinu en auðvitað fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki og ég hlakka bara til að leiða Borgarleikhúsið inn í nýja og spennandi tíma.“

via Vísir – Nýr borgarleikhússtjóri er Kristín Eysteinsdóttir.

Jón Viðar hættir á Fréttablaðinu

Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi er hættur að skrifa leikrýni í Fréttablaðið vegna samningsbrota, að því er fram kemur á dv.is. „Ég gerði bara ákveðinn samning við ritstjórann þegar ég byrjaði að starfa þar. Hann er búinn að brjóta þann samning tvívegis. Ég hef boðið honum að gera nýjan samning og hefur hann ekki orðið við […]

Sami leikari og venjulega leikari ársins | Fréttastofa Sannleikans

Sami leikarinn og venjulega hlaut Edduverðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki. Fyrir hvaða mynd skiptir ekki máli því hann leikur í þeim öllum. Þá var hann einnig valinn aukaleikari ársins og auka aukaleikari ársins. Verðlaunin voru afhent í Silfurbergi í Hörpu í gær og sýnt var beint frá rauða dreglinum og frá verðlaunahátíðinni sjálfri. Það eru allir sammála því að það hafi verið slæmt sjónvarp.

via Sami leikari og venjulega leikari ársins | Fréttastofa Sannleikans.

Vandinn við að fyrirgefa – DV

Allt er þetta vel gert og lofar góðu framan af, en vandi höfundarins og sýningarinnar byrjar þó fyrst fyrir alvöru þegar tvinna á saman sögu fyrirtækisins og eigenda þess, persónulegri sögu nýja starfsmannsins Evu og sjálfstæðum sögum viðskiptavina fyrirtækisins af m.a. framhjáhaldi, kynferðislegu ofbeldi og sjálfsvígum. Þegar svo stjórnmálin og hið opinbera líf bætist líka við er eins og höfundurinn hafi færst fullmikið í fang. Hér hefði góður dramadurgur ef til vill getað greitt úr flækjunni og aðstoðað höfundinn við að velja bestu leiðina með áleitið efnið sem verkaði eins og ákall til áhorfenda um að gera gagnger reikningsskil í eigin lífi.Vandinn við að fyrirgefa – DV.

Leikhússtjórastöðurnar – Hvar er óskynsemin? | REYKVÉLIN

Ég efast ekki um listræna sýn og hugmyndafræði þessa ágæta fólks. Mér finnst hins vegar athyglisvert að umræða innan geirans, á meðal listafólksins, snýst meira um markaðsfræði og kortagesti en hvaða listrænu möguleikar felast í þessum lausu stöðum. Það er kannski skynsamlegt og praktíst að hugsa á þessum nótum, það er þar að auki næsta víst að niðustaða stjórna Borgó og Þjóðleikhússins verði í samræmi við þær, en það er leiðinlegt ef við listafólkið sjálft leyfum okkur ekki að fantasera um mögulegar breytingar á hugmyndafræðilegu og listrænu landslagi geirans. Erum við orðin það hrædd við aðsóknartölur og misheppnað branding að við leyfum okkur ekki einu sinni að hugsa út fyrir miðjuna og skoða aðra möguleika og „nýjar“ hugmyndir sem felast á jaðrinum eða í öðrum kimum geirans?

via Leikhússtjórastöðurnar – Hvar er óskynsemin? | REYKVÉLIN.