Opið bréf til Þórhildar Þorleifsdóttur: Í framhaldi af framlagi þínu til málþingsins um hlutverk stofnanaleikhúsa sem haldið var í Tjarnarbíói á dögunum. | REYKVÉLIN

„Það krefst hugrekkis að vera skapandi í hugsun, og það sem vökvar hugrekkið er trú. Trú á eigin verðleika, trú á að geta breytt heiminum, trú á að geta staðið upp þegar kona dettur, trú á að vera verðugt verkfæri listarinnar sem getur gert sitt besta, þreifað sig áfram, lært, gert betur næst. Að hafa eitthvað að gefa hér og nú, ekki síður en eftir MA eða MBA gráðuna. Sú sjálfsgagnrýni sem þú varst að kalla eftir á málþinginu þykir mér meira í ætt við sjálfsniðurrif, svipu eða þyrnikórónu, og er að mínu mati eitur í beinum alls sem lifir og sérstaklega fyrir þá sem eru svo hugrakkir að ætla sér að þjóna því krefjandi verkefni að helga líf sitt listinni.“

Vala Höskuldsdóttir skrifar opið bréf til Þórhildar Þorleifsdóttur á Reykvélinni. Opið bréf til Þórhildar Þorleifsdóttur: Í framhaldi af framlagi þínu til málþingsins um hlutverk stofnanaleikhúsa sem haldið var í Tjarnarbíói á dögunum. | REYKVÉLIN.