„Þessar breytingar hafa í raun ekkert með aldur að gera“ – DV

„Þessar breytingar hafa í raun ekkert með aldur að gera, heldur er þetta fyrst og fremst fagleg ákvörðun sem á auðvitað að skoðast á þeim forsendum. Ég er að taka þessa ákvörðun út frá ákveðinni endurstillingu á leikhópnum og er bara að skoða leikhópinn út frá þeim verkefnum sem liggja fyrir næstu árin,“ segir Kristín en Hanna María er á 66. aldursári og Theódór er á 65. aldursári og því stutt í eftirlaun hjá þeim og hefur Félag íslenskra leikara sent leikhússtjóra yfirlýsingu þar sem uppsögn þeirra tveggja er mótmælt.

via „Þessar breytingar hafa í raun ekkert með aldur að gera“ – DV.