Doxaðu yfirmanninn. Myndverk eftir Brynjar Jóhannesson.
Myndlist
Landslag er alltaf annarlegt
Hugmyndin að Gallerí Úthverfu var að maður gæti notið sýningana utan af götu vegna þess hvernig stór glugginn opnar allt sýningarrýmið fyrir vegfarendum. Það virkar síðan misvel, einsog allar góðar hugmyndir, en svínvirkar á sýningu rússnesku tvíburasystranna Mariu og Nataliu Petschatnikov „Learning to read Icelandic patterns …“ – að læra að lesa íslensk mynstur. Upplýst […]
Að trúa er að sjá er að blekkjast
Í i8 gefur nú að líta samsýningu 5 listamanna frá Ameríku sem nefnist á ensku Seeing believing having holding og er þýtt sem Að sjá er að trúa er að halda á og handleika. Það er meira en freistandi að leggja út af titli sýningar þar sem skírskotað er í sjálfan sannleikann í öllu sínu […]
Listin að fanga veðurkvíða
Um Allra veðra von – Samsýningu í Hafnarborg
Veðrið hefur verið á allra vörum þetta sumarið. Ekki aðeins veðurleysan sem átti sér stað á Íslandi í sumar heldur einnig öfgarnar í veðrinu sem birtist í skógareldum í Svíþjóð og 50 gráða hita í sunnanverðri Evrópu. Veðrið, loftslagið er að breytast og blikur er á lofti hversu lífvænleg plánetan verður næstu aldirnar. Skemmtilegt er frá því að segja að þema sýningarnar var ákveðið áður en þetta öfgakennda veðursumar átti sér stað.
Uppreisn á röngunni
Þættir úr náttúrusögu óeirðar Gallerí Úthverfa á Ísafirði 11.8-9.8, 2018 Óeirð í eintölu er ekki alveg sama orð og óeirðir í fleirtölu. Óeirð er ókyrrð, órói; en óeirðir eru uppþot og óspektir. Tvær óeirðir gera engar óeirðir heldur bara meiri óróa. Einhvern veginn minnir eintöluóeirðin líka meira á eirðarleysi en byltingu. Í sýningu Unnars Arnar, […]
Sögurík, innflutt, staðbundin, erlend áhrif – espressobarinn est. 2018
Egill Sæbjörnsson og Ívar Glói Gunnarsson ríða á vaðið í sérstakri sýningarröð Wind and Weather Window Gallery í tenglsum við listahátíð í Reykjavíkurbæ. Þeir félagar bjóða upp á rjúkandi kaffisopa í annexiu eða ferða-útibúi WWWG sem kallast Dragsúgur. Dragsúgur er hugarfóstur Kathy Clark, sýningarstjóra WWWG og er veigamikill hluti af sýningunni Leiðin heim sem er […]
Siðmenning spýtunnar (mótefni við glundroða)
Spýtu bregður Unndór Egill Jónsson Sýning í Gallerí Úthverfu á Ísafirði Opið 19. maí til 10. júní Vél er samkvæmt alfræðiorðabókinni Wikipediu tæki sem flytur orku – til dæmis ristavél eða vogarstöng eða bílvél en sennilega ekki stígvél, sem flytja enga orku ein og sér (og er fleirtöluvél – þau x-vélin). Vél Unndórs Egils Jónssonar samanstendur af […]
Matrix hittir Trainspotting: My Bed á rafgeymasýru
Um Sýndarrými Freyju Eilífar í Gallerí Úthverfu
Það þarf ekki mikið til að maður fari að hugsa um Tracey Emin. Það dugir að setja dýnu í gallerí. Dýnan er Tracey Emin það sem hlandskálin er Duchamp – það eru bara ómenntaðir plebbar sem míga án þess að hugsa til Marcels eða leggjast til hvílu án þess að hugsa til Tracey. Og það […]
Flugeldur í Payne’s grey
Frá sýningunni HAMSKIPTIN augnablikið vs.varanleiki. 2018. Akril á striga 115x100cm
Fallegustu staðir á Íslandi
Ég hef aldrei komið þangað án þess að fyllast auðmýkt gagnvart náttúrunni Það jafnast ekkert á við fallegan dag Þangað þurfa einfaldlega allir að fara Úr verki í vinnslu.
Takekki
Hlustist gjarnan í hátölurum eða heyrnatólum. Upphaflega unnið fyrir sýninguna HÁVAÐI II sem opnaði þann 17. júní 2015 í sýningarýminu Ekkisens í Reykjavík. Endurunnið tæpum tveimur árum seinna. Tileinkað Jakobínu Sigurðardóttur (1918-1994).
Hvaðan kom þessi limur?
um sýninguna Léttfeti (Harðkjarna baun) í Window Gallery
Hér er ég á rölti niður Hverfisgötuna í Reykjavík. Hvað sé ég? Jahérna. Rúmteppi samtímans! Út að Hverfisgötu vísar gluggi sem síðustu fimm árin hefur verið vettvangur sýningahalds undir merkjum rongindow Gallery. Þann 1. mars sl. opnaði þar sýning með málverkum og innsetningu eftir Davíð Örn Halldórsson. Alla jafnan málar Davíð með hefðbundnum praktískum vinnuaðferðum, […]
Svartur köttur saumar hey
Í gegn um og til í Gallerí Úthverfu
Seint á laugardagskvöldið eftir opnun sýningarinnar Í gegn um og til þann 3. mars síðastliðinn sagði ég við listamanninn, Ástu Fanneyju Sigurðardóttur, sem var á heimleið eftir langa vakt á Ísafjarðargaleiðunni, að ég hefði tekið Gallerí Úthverfu í fóstur og ætlaði að skrifa um allt sem þar væri sýnt – ef ég missti ekki af sýningunni, […]
Stýrðar lífheildir
Sýning listatvíeykisins Clara Bro Uerkvitz og Steinunnar Önnudóttur í Ekkisens ber titilinn Terraria. Titillinn vísar til rannsóknarstofu þar sem dýr og plöntur lifa í umhverfi sem líkir eftir náttúrulegum heimkynnum þeirra. Innsetningin virðist því að einhverju leyti rekja ættir sínar til þeirrar raunvísindahyggju þar sem vísinda- og listafólk vinnur saman og orðin er nokkuð áberandi […]
Með breytilegri brennivídd
Um sýningu Auðar Ómarsdóttur, Zoom
Listamenn gera sér jafnan efnivið úr sömu grunnþemunum eða geðhrifunum, sem birtast stundum sem andstæðupör – lífsgleðin vs. dauðinn, ringulreið vs. regla, hið hversdagslega vs. hið háleita og rómantíska, hið móralska vs. hið siðspillta – en kalla hvert til annars jafnvel þegar þeim er ekki sérstaklega þannig uppstillt. Lífsgleðin minnir alltaf á dauðann, reglan alltaf á […]
Sagan af Jósef – ellegar Andrésarguðspjall
Það er mikið verk og margbrotið sem leikstjórinn Andrés Veiel býður uppá í heimildamynd sinni – Beuys – sem sýnd er í Bíó Paradís í dag ( og aðeins ein sýning eftir og því ástæða til að henda fram pistli um hana einn tveir og…..) Joseph Beuys er viðamikil fígúra. Kannski er rétt að lýsa […]
Ætli allir finni frið í súrrealískri hljóðkúlu?
Ég sat inni í Hofi, á 1862 bistro, að fylgjast með gjörningi. Á Akureyri stóð yfir gjörningahátíð sem ber hið áhugaverða og margræða heiti „A!“. Fyrir þessu góða móti menningar og mannmergðar standa mörg góð félög á Akureyri ásamt einni alþjóðlegri leiklistarhátíð, Reykvískri danshátíð, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og Listhúsinu á Ólafsfirði. Sá gjörningur sem ég […]
Muna: Þögn
[soundcloud url=”https://api.soundcloud.com/tracks/210488907″ params=”auto_play=false&hide_related=false&show_comments=true&show_user=true&show_reposts=false&visual=true” width=”100%” height=”450″ iframe=”true” /]
Að gefast ekki upp. Gegn bönkunum.
Íslandsbanki átti internetið á mánudaginn síðasta – nánar tiltekið stóðu þeir að baki auglýsingaherferðinni sem allir voru að tala um. Þeir brýndu fyrir okkur að gefast ekki upp þótt það væri verið að mola velferðar- og húsnæðiskerfið að innan, heldur bara að herða okkur upp og búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni í nokkur ár á […]
Bert á milli í Harbinger – rýni
Bert á milli er samsýning Jóhönnu Kristbjargar Sigurðardóttur og Guðjóns Ketilssonar og jafnframt fyrsta sýningin í sýningarröð sem kalllast Eitt sett. Fyrirhugaðar eru fleiri sýningar undir heitinu Eitt sett í Harbinger, sem er sýningarrými sem rekið er af listamönnum. Fyrir mér er Eitt sett tvær tegundir af fullunnum vörum sem pakkað var saman í plast […]
Norðrið á stofuborðinu
Þankar um heimildir - ímynd og skáldskap
Ljósmynd getur sagt meira en þúsund orð – en við skulum gefa okkur á annað þúsund hér til að skoða nokkrar hliðar á ljósmyndavirki Ragnars Axelssonar, hins þjóðþekkta könnuðar og listamanns sem fært hefur okkur svo mörg undur á síðum Morgunblaðsins í gegnum tíðina. Líkt og Edward S. Curtis færði okkur indjánann á ljósmyndastofunni, færir […]
Sundrung í smásjá
Innsetning Shia LaBeouf, HE WILL NOT DIVIDE US, hófst fyrir utan hreyfimyndasafnið, Museum of the Moving Image, í Queens, New York borg, á innsetningardegi nýs forseta, 20. janúar, og er ætlað að standa þar næstu fjögur ár. Ég veit ekki hvort moldarflagið sem virðist liggja yfir blettinum fylgir sýningunni eða var þarna fyrir – en […]
Ástríðulausi listamaðurinn
Sýning Arnar Alexanders Ámundarsonar í Listasafni Reykjavíkur er ekki fyrirferðarmikil og maður gæti alveg óvart haldið að hún væri alls ekkert sýning, heldur bara ókláraður undirbúningur fyrir uppsetningu. Þetta er svona sýning milli sýninga, afsakandi, hikandi og svo óörugg að hún neyðist hálfpartinn til að skýra tilvist sína með ítarlegum útskýringum á hvað sé list inn […]
Endurbókun í Listasafni Ísafjarðar
Rætt við Gunnar Jónsson yfir myndlistarsýningu og hádegisverði
Safnahúsið á Ísafirði hýsir einsog nafnið gefur til kynna söfn en þó fyrst og fremst eitt safn: hið mikilfenglega héraðsbókasafn Ísafjarðarbæjar. En þar eru líka Héraðsskjalasafnið og ljósmyndasafn bæjarins. Í einum sal á annarri hæð hússins er svo að finna Listasafn Ísafjarðar. Í ár hefur meðal annars verið þar sýningin Vex eftir Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur […]
Göngutúrinn: listform 21. aldarinnar
Um Everybody's Spectacular, seinni hluti
Göngutúrinn er listform 21. aldarinnar. Eða eitthvað í þá áttina gæti manni dottið í hug að lokinni Everybody´s spectacular þar sem þó nokkrar sýningar gengu einmitt út á að ganga. Þær voru þó nokkuð ólíkar, og þær tvær sem ég nefni hér og sá sama dag eiga fátt annað sameiginlegt en landfræðilega staðsetningu á Skólavörðuholtinu […]
Ferskjan frelsar
- dálítið um narsissisma og hugmynd um hlutverk -
Lókal og Reykjavík Dance Festival sameinuðu eins og margir vita krafta sína í liðinni viku með hátíðinni Everybody is Spectacular. Skartaði hátíðin sem „headliner“ engri annarri en kanadísku performans rafpönk söngkonunni Peaches, sem hefur komið fram undir því nafni síðan hún flutti til Berlínar og að eigin sögn endurfæddist á svipuðum aldri og sjálfur frelsarinn […]
Þór Vigfússon opnar sýninguna Víxlverkun í Höggmyndagarði Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík
Þór Vigfússon opnar einkasýninguna Víxlverkun í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu 17a. Afhjúpun verkanna fer fram á laugardaginn 30. maí kl. 16:00 og verður því fagnað til 18:00. Þór Vigfússon (f. 1954) býr og starfar í Djúpavogi. Hann hefur haldið fjöldan allan af sýningum um allan heim og þess má til gamans geta að hann hefur verið […]
Risið uppúr beyglinu
um Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Leikstjóri: Ólafur Egill Egilsson Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Valdimar Jóhannsson Tónlist: Högni Egilsson og Valdimar Jóhannsson Hljóð: Baldvin Magnússon Sögur kvennanna þriggja sem við kynnumst á sviðinu í Borgarleikhúsinu, í leikritinu […]
Myndlist vikunnar: Olivier de Sagazan
Performance by Oliver de Sagazan http://nefdesfous.free.fr
Fireworks for LA
Myndlistarmaðurinn Hekla Dögg Jónsdóttir er með síðustu myndlist vikunnar á árinu hjá Starafugli. Hekla Dögg (f. 1969) nam myndlist í California Institute of the Arts og útskrifaðist þaðan með MA gráðu árið 1999. Hún hefur sýnt verk sín innan sem utanlands og tekið að sér sýningarstjórn fyrir nokkrar sýningar sem og sinnt stöðu sem prófessor […]
Myndlistarbíó: Painter eftir Paul McCarthy
Myndlist vikunnar er notaleg eins og jólin eiga að vera. Ég vona að þið hafið fengið konfekt í jólagjöf því það passar vel með myndinni Painter (1995) eftir myndlistarmanninn Paul McCarthy. McCarthy fæst við ýmsa miðla í myndlist sinni og hefur verið tengdur við „Víenísku aktíónistana“ (e. Viennese actionism) en alfarið hafnað því með þeim rökum að hann hafi […]
Mynd í orð komið
Um LÓABORATORÍUM eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur
Á mynd ber að líta tvær unglingsstelpur sem staddar eru á þvottasvæði sundlaugar. Má ráða staðsetningu þeirra af grænum flísum í bakgrunni myndar sem og sakir þess að önnur þeirra heldur á handklæði og hin hefir sundgleraugu á höfði. Er æskulýðurinn nýkominn úr lauginni. Þar að auki ber að líta eldri konu með handklæði vafið um höfuð sér. Önnur stúlkan er rauðbirkin, með fremur sítt hár, freknótt með allnokkra undirhöku. Er holdarfar hennar eftir því í bústnara lagi. Hefir hún sérstakan útbúnað á tönnum sem hugsaður er til tannréttinga.
Hvað viltu fá í jólagjöf?
Þótt fjárlagafrumvarpið elski ekki myndlist þá vilja þó flestir eiga fallega myndlist til að príða heimili sín. Því er tilvalið að skella sér á jólabasar fyrir jólin og finna eitthvað fallegt í jólapakkann. Myndlist vikunnar hjá Starafugli þessa vikuna er því tileinkuð jólunum. Hér á eftir verður stutt samantekt um girnilega jólabasara og fallega myndlist […]
Endanlegt form sögulegra verka
Innsæishöggmyndir á endanlegu formi – Eða, Siggi Gúmm var miklu meiri pönkari en Bubbi Morthens – Mountain eftir Sigurð Guðmundsson er eitt af hans þekktustu verkum. Allar myndir í meðfylgjandi umsögn eru af vef i8 gallerísins í Reykjavík um Dancing Horizon, yfirlitsbók um ljósmyndaverk Sigurðar Guðmundssonar 1970-1982. Crymogea 2014. „I often say in my […]
Sýnir á dánarbeði: Freyja Eilíf sýnir í Betra Veður glugga galleríi
Þann 5. desember opnaði myndlistarmaðurinn Freyja Eilíf Logadóttir sýninguna Sýnir á dánarbeði í Betra Veður galleríi. Sýnir á dánarbeði er staðbundin innsetning og hljóðverk sem er unnin út frá nærdauða reynslum og sýnum á dánarbeði. Verkið er svar listakonunnar við spurningunni um líf eftir líkamsdauða. „Sýnir á dánarbeði er heiti yfir það fyrirbæri þegar mönnum […]
Myndlist vikunnar: Anna Ihle in SÍM
Myndlist vikunnar að þessu sinni er stutt viðtal við myndlistarkonuna Önnu Ihle sem sýnir í SÍM. Viðtalið, sem lesa má með að smella á fyrirsögnina hér að ofan, er á ensku.
Myndlist vikunnar: Hekla Björt og Geimdósin á Akureyri
Hvað er Geimdósin?
Geimdósin er grasrótargallerí á vinnustofunni minni þar sem að fólki býðst að sýna myndlist sem er í rauninni túlkun myndlistarmannsins á ljóðtextum eftir mig.
Myndlist vikunnar: Ekkisens í kjallaranum
Hvað er þetta Ekkisens? Ekkisens er gamaldags blótsyrði sem amma þín ætti að kannast við og einnig nýtt sýningarými í Reykjavík. Hvar er það til húsa? Ekkisens er staðsett í gömlu kjallarahúsnæði á Bergstaðastræti 25B. Hver sér um það? Ég sé um það, Freyja Eilíf Logadóttir. Ég er nýbökuð myndlistarkona úr LHÍ. Hvað eruð þið […]
Myndlist vikunnar: Nick Cave sýningarstjóri í safni fyrir mikilvægan skít!
Í tengslum við nýja heimildamynd um Nick Cave, 20.000 Days on Earth, var opnað vefsafnið Museum of Important Shit sem tileinkað er mikilvægu drasli. Hver sem er getur sent inn hlut og sögu hans og sótt um að setja í safnið.
Myndlist vikunnar: Mucho Grandi á menningarnótt
– viðtal við Dóru Hrund Gísladóttur
Hæ Dóra, hvað ertu að bauka? Akkúrat þessa stundina er ég að klippa kvikmynd sem ég tók upp um daginn ásamt Magnúsi Halli vini mínum og óperusöngvara. Hún er bara ein mínúta og svokallað „one-take“ svo það er ekki beint mikil klippivinna en það er samt alltaf eitthvað sem þarf að breyta og bæta. Svo […]
Myndlist vikunnar: How Not to be Seen
Myndlist vikunnar er tileinkuð listakonunni Hito Steyer fyrir leitina að ósýnileikanum. Í sýningunni How Not To Be Seen: A Fucking Didactic Educational Installation veltir hún fyrir sér hvernig á að hverfa á öld ofursýnileikans. Hægt er að horfa á myndband hér.