Ragnheiður Harpa

Rætur

Ég merki ræturnar með gömlum plastböndum utan af Morgunblöðum sem mamma bar út þegar hún var unglingur og amma klippti, flokkaði og geymdi í risinu ef einhvern tímann skyldi vera þörf. Risið er fimm metrar undir súð og geymir alla Íslandssöguna; þrautirnar, vikuáskriftirnar, óveðrið, einveruna, hattana á trúðaísana og ungbarnafötin. Það óx með lífinu, ummálið […]

Af röngunni í Ríó

Karnaval í Ríó, Kristur á Corcovado og Öskudagur í snjó Það ríkir yfir nóttinni vogskorin fjallalína, falleg og myndræn og söngurinn ómar í transkenndum rythma, sóttheit nótt og upplýstur Endurlausnarinn með faðm sinn eins og stjörnuþoka af táknum að brjóta sér leið inn um dáleidd augu fjöldans á Sambódróme þar sem sjötíu þúsund manns trampa […]

Skáldskapur vikunnar: Níðhöggur

Brot úr þriðja bindi Sögu eftirlifenda eftir Emil Hjörvar Petersen

Níðhöggur (sýnishorn) til niðurhals: Hér er er gripið niður í tvo kafla um miðbik bókarinnar, án þess þó að megin atburðarásinni sé spillt. Saga eftirlifenda III: Níðhöggur, lokabók þríleiksins, er væntanleg í október næstkomandi. Forsíðumynd Níðhöggs teiknaði Sigmundur Breiðfjörð. Fyrri tvær bækur þríleiksins eru:

Skáldskapur vikunnar: „E-mail“

Smásaga eftir Sindra Freysson

Kæri E.

Albéres var næstum hamingjusamur þegar hann vaknaði þennan fagra maímorgun við hljóð regndropa sem féllu á þakið einsog hamrað væri á ritvél. Sólin strokaði út allan texta regnsins hálftíma síðar. Í veðurblíðunni kristallaðist allt hið besta sem hægt var að finna í Frakklandi á þessum árstíma.

Já, næstum hamingjusamur – eins hamingjusamur raunar og gagnrýnandi getur yfirhöfuð orðið. Eina sem raskaði ró hans var þegar hann leit yfir á spanskgrænt þakið handan götunnar og kom auga á rytjulega kráku …

Skáldskapur vikunnar: Ljóðlist eftir Marianne Moore

Ég kann líka illa við hana: aðrir hlutir skipta meiru handan þessa fitls.
Þegar maður hins vegar les hana af fullkominni fyrirlitningu uppgötvar maður,
þrátt fyrir allt, stað þar sem hið ósvikna fær þrifist.
             Hendur sem geta náð taki, augu
             sem geta þanist, hár sem getur risið
             gerist þess þörf, þessir hlutir skipta máli og ekki vegna þess að

hægt sé að þröngva upp á þá hástemmdri túlkun

Skáldskapur vikunnar: INNISTÆÐA Í PÚÐA // A SUBSTANCE IN A CUSHION

100 ár frá útgáfu Tender Buttons eftir Gertrude Stein

Að breytist litur er líklegt og munur afar lítill munur tilreiddur. Sykur er ekki grænmeti.

Sigg er nokkuð sem er það harðnar skilur eftir sig það sem verður mjúkt ef raunverulegur áhugi er fyrir hendi á nærveru jafn margra stúlkna og karla. Breytist þetta. Það sýnir að skíturinn er hreinn þegar hann er feikn.

Skáldskapur vikunnar: Ljóðavéfréttin

Sachiko Murakami og angela rawlings segja frá FIGURE

Lesandinn mætir á FIGURE og er boðið að spyrja spurningar – það er að segja, að leggja til meðvitund um hugðarefni á gefinni stundu. Næst velur lesandinn einn af þremur stokkum. Í hverjum stokki eru frá 78 upp í 120 spil sem eru „stokkuð“ með slembiferli. Lesandinn velur síðan lögn – hvernig spilin eru lögð niður. Þegar hér er komið sögu eru spilin afhjúpuð. Upprunalegu spurninguna má nota sem titil á bókmenntaverk og spilin mynda í senn spádóm við spurningunni sem og tiltekin nýjan bókmenntatexta.

Skáldskapur vikunnar: Svala Ósk eftir Þórdísi Gísladóttur

Svala Ósk býr í risíbúð á Melunum með eiginmanninum Jóhanni. Hún vinnur á Elliheimilinu Grund en Jóhann er sölumaður hjá heildsölu sem selur hreinlætisvörur til fyrirtækja og stofnana. Svala Ósk skráði sig í Samfylkinguna til að geta kosið Dag B. Eggertsson í prófkjöri. Henni finnst hann svo traustvekjandi og ábyggilegur. Hún sá Dag einu sinni […]