Samtímalistin á hestbaki veruleikans

Upp er komin áhugaverð deila á Ítalíu út af nútímalistaverki, sem hefur verið til sýnis undanfarið í nútímalistasafninu MAXXI í Róm sem hluti af eigu safnsins. Um er að ræða verkið „Piggyback“ eða „Hestbakið“ eftir bandarísku bræðurna Jake og Dinos Chapman. Verkið er skúlptúr sem sýnir tvö nakin stúlkubörn í „Nike“ íþróttaskóm einum fata. Önnur […]

Ritstjórnarpistill: Opnun

Höfundur hefur engan rétt, aðeins skyldur Jean-Luc Godard Líkt og allir vita sem á annað borð reka nefið hér inn var Starafugl nýlega kærður fyrir myndbirtingu án leyfis, þegar birt var mynd Ásgeirs Ásgeirssonar af athafnaskáldinu Sölva Fannari, sem áður hafði birst með ljóðum hans og fleiri myndum á félagsmiðlum, í gagnabönkum og fjölmiðlum. Um […]

Ritstjórnarpistill: Lokun

Á menningarvefum birtast myndir. Þessar myndir eru alla jafna af því tagi að telja megi til kynningarefnis listamanna eða liststofnana. Stundum eru það einfaldlega myndir af höfundum eða umfjöllunarefnum og stundum af listaverkum þeirra. Í gær barst Starafugli kröfubréf frá samtökunum Myndstef þar sem fullyrt var að ljósmynd hefði verið birt í leyfisleysi á vefnum […]

Myndlist vikunnar: Þorgerður Þórhallsdóttir í Kunstschlager

Þorgerður Þórhallsdóttir í Kunstschlager 14.06.2014 – 29.06.2014 Af hverju heitir sýningin þín Nobody will ever die? Þetta er brot úr setningunni „everything is as it should be, nothing will ever change, nobody will ever die“ sem er fengin úr endurminningabók eftir Vladímír Nabokov, Speak, Memory. Mér fannst þetta passa svo vel við tilfinningu sem ég […]

Þegar skynsemina dreymir

„Þegar skynsemin sefur fara óargadýrin á kreik,“ segir Francisco Goya í Kenjunum, textanum við ætingu númer 43. Myndin er flóknari en virðist við fyrstu sýn og hún kann að vera ósammála textanum, því kvikindin sem flögra upp af sofandi skynsemisverunni, Goya sjálfum, eru annars vegar leðurblökur – myrkrið, illskan – og hins vegar uglur. Eru […]

Það er lyginni líkast þegar konseptið ber sannleikann ofurliði

Það er alltaf verið að ljúga að manni og manni finnst það misalvarlegt, stundum sækist maður jafnvel eftir því að veruleikanum sé hliðrað aðeins ef það er þannig sem maður sjálfur getur litið soldið betur út. Þetta er rosalega djúp sýning, það er rosalega mikil rannsóknarvinna að baki, þetta er samstarfsverkefni þriggja landa, það eru vísanir í svo margt í þessari sýningu. Og var ég búinn að segja þér, að hún er rosalega djúp sko, ef þú skilur hana ekki, ekki vera reyna skilja hana, hún er svo djúp, þú bara átt að vera á andlegu ferðalagi sko, þú átt að upplifa og iðrast, endurfæðast sko. Jesús var þrjá daga í gröfinni sko, það er hvalurinn sko. Hindúar fundu sko sín æðstu trúarrit á hafsbotni sko, það er það sama. Skilurðu. Þetta er trúarleg reynsla. Þetta er trúarlegt.

Ekki reyna að skilja það. Textinn er allur úr AA-bókinni. Þetta er sko alvöru uppgjör.

Fréttabréf myndlistarmanna: Hoppað af gleði

Framsóknarflokkurinn fagnaði því að frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána var samþykkt sem lög á Alþingi hoppandi af gleði. Slík tjáning er óalgeng innan listheimsins, og hefur ekki orðið vart við hana þó að listin starfi vissulega af heilum hug með „hópa samfélagsins“ og „almenning“ í huga. Listin „means business“ eins og hún hefur sýnt […]

Æ! Vei! Vei!

– leyndardómurinn um Ai Weiwei og dularfullu vasana

Þann 3. apríl síðastliðinn opnaði yfirlitssýning á verkum kínverska andófsmannsins og listamannsins Ai Weiwei í Martin-Gropius-Bau í Berlín og stendur hún til 7. júlí næstkomandi. Í kynningartexta fyrir sýninguna, á heimasíðu Berliner Festspiele, segir meðal annars: „Þrátt fyrir alla þá ótrúlegu óvild sem honum hefur verið sýnd í heimalandi sínu ákvað Ai Weiwei að setja […]

Rigningarvatn

List er kapítal. Tjáning, innra líf og sköpun er kapítal. Samfélagskipan eins og við þekkjum hana byggist á verkaskiptingu sem byggist á arðráni og misskiptingu. Sú verkaskipting þar sem sérstakir listamenn eru starfandi, framleiðandi tjáningu, innra líf og sköpun, á meðan hinir djöflast í verksmiðjunni – byggist á arðráni og misskiptingu. Mýtan um listamanninn þrífst […]

Myndlist vikunnar: Leikprufan, Gjöf til yðar hátign, Stjörnur

Gunnhildur Hauksdóttir & Kristín Ómarsdóttir gefa út bókverk

Þið eruð að gefa út bók núna, en þetta er líka sýning er það ekki? Já við erum sem sagt að gefa út bókverkið Leikprufan, Gjöf til yðar hátign, Stjörnur. Og þetta bókverk byggir á þremur sýningum sem við héldum saman. Það var sýnt í Winnipeg, Kanada, Reykjavík og á Írlandi. Hvernig sýningar voru þetta? […]

Hvað er fegurð? – 8. svar

Líkt og hafið eru fegurð og ljótleiki duttlungafyllri og máttugri en mannskepnan. Þau hrífa, hræða, víma, gefa og taka. Hvorki maðurinn né siðferði hans fær beislað þessi samrýmdu öfl. Og það þó tilvera þeirra eigi sér fyrst og fremst stað í huga mannsins. Steinunn Gunnlaugsdóttir fremur stundum list. Starafugl bað sextán listamenn úr ólíkum listgreinum […]

Hvað er fegurð? – 7. svar

Hvað er þessi fegurð? Ég virðist ekki skynja fegurð fyrr en löngu seinna. Finn þá hvernig máttleysið hellist yfir mig er ég reyni að endurtaka fegurðina, sem enginn annar hefur upplifað og enginn annar skilur. Það vonleysi er fyrir mér óaðskiljanlegt frá fegurðinni. Ef ég gef mér það að fegurð sé bundin reynslu og athugun […]

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Sjálfsmynd úr Legói.

Fær hugmyndirnar sínar í Tiger í Kringlunni

- viðtal við fjöllistakonuna Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur

Vofa leikur lausum hala um Facebook, vofa Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur. Eða svona eitthvað afsprengi Lóu allavega. Fullt af myndum eftir hana. Lóa ákvað semsagt að samhliða sýningu sinni á Borgarbókasafninu, sem nú stendur yfir (og má lesa aðeins meira um hér að neðan) myndi hún búa til eina teiknimyndasögu á dag í heilan mánuð og […]

Hvað er fegurð? – 2. svar

  „Fegurra en hið fagra eru rústir hins fagra“. – Auguste Rodin Að fjalla um fegurðina er álíka hættulegt og að ganga inn á jarðsprengjusvæði þar sem ekkert bil er milli sprengja. Maður er dauðadæmdur í hverju skrefi. Vinur minn sagði að þegar maður segði eitthvað vera fallegt, þá hyrfi fegurðin. Það er eitthvað til […]

Opnum fyrir athyglisbrestinn – Vildi verða ljóðskáld

Viðtal við myndlistarmanninn Leif Ými Eyjólfsson

Leifur Ýmir Eyjólfsson er 27 ára myndlistarmaður búsettur í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2013 og hefur unnið að myndlist sinni samhliða ýmsum verkefnum síðan. Nýverið opnaði hann sýninguna Hvað finnst þér um Evrópusambandið í Gallerí Salerni sem er staðsett á salerni veitingastaðarins Bast að Hverfisgötu 20 en Leifur stofnsetti galleríið Gallerí Skítur […]

Ritstjórnarpistill: Hvað er fegurð?

„Fegurðin er sjálfstæð höfuðskepna“, sagði Halldór Laxness í frægum ritdómi um Fögru veröld Tómasar Guðmundssonar „Hún er takmark. Um hitt er barist, hvort margir eða fáir eigi að njóta fagurra hluta. Að sögn Maxims Gorkis gekk Lenin út í miðjum saungleik vegna þess að fegurðin og snildin minti hann aðeins á hve mikla baráttu hann […]

Þjóðerniskennd fegurðarþrá

– Hugleiðing um Der Klang der Offenbarung des Göttlichen, eftir Ragnar Kjartansson.

Ragnar Kjartansson er nýjasta óskabarn Volksbühne leikhússins. Sýning hans Der Klang der Offenbarung des Göttlichen var gríðarlega vel kynnt í Berlín – sannkallaður stórviðburður í borg þar sem frægustu listamenn heims troða upp nánast á hverju kvöldi. Verkið ber undirtitilinn nach „Weltlicht“ von Halldór Laxness eða byggt á Heimsljósi eftir Halldór Laxness. Fyrir þá sem […]

Myndlist vikunnar: Sagað í Kunstschlager

Sindri Leifsson Sýning: Sagað Kunstschlager sýningarrými Rauðarárstíg 1 01.03.14 – 15.03.14 Hvað getur þú sagt mér um þessa sýningu? „Látum okkur sjá. Hún er um einhvers konar svona vinnuferli og kannski vinnuferli sem ég tek frá mismunandi stöðum. Þetta eru svona leifar af útskriftarsýningunni eða ekki leifar heldur framhald, það eru alltaf einhverjir punktar sem […]