Myndlist vikunnar: Leikprufan, Gjöf til yðar hátign, Stjörnur

Gunnhildur Hauksdóttir & Kristín Ómarsdóttir gefa út bókverk

Þið eruð að gefa út bók núna, en þetta er líka sýning er það ekki?

Já við erum sem sagt að gefa út bókverkið Leikprufan, Gjöf til yðar hátign, Stjörnur. Og þetta bókverk byggir á þremur sýningum sem við héldum saman. Það var sýnt í Winnipeg, Kanada, Reykjavík og á Írlandi.

Hvernig sýningar voru þetta?

Sýningarnar voru svona blanda af innsetningu, ljósmyndum og vídeo en unnar út frá leikriti sem við sömdum. Við auglýstum eftir leikendum áður en sýningarnar voru settar upp, sendum út auglýsingar á atvinnuleysisskrifstofur og eiginlega bara útum allt, svo vorum við með áheyrnarprufur þar sem almenningur var beðinn um að leiklesa. Verkið var síðan sett upp, sem sagt leikmynd sem við vorum búnar að smíða og svo tókum við það upp og svo sýndum það.

Hvar fæst bókin?

Hún var bara að koma út og á eftir að fara í dreifingu og verður líklegast seld í helstu bókabúðum. Hún er bæði á ensku og á íslensku.

Um hvað er þetta allt saman?

Bókin og sýningin fjallar í raun um það þegar eitthvað er liðið undir lok og klifurjurtir eru búnar að vaxa utan um allt og líka utan um orðin og fólkið og allt.