Myndlist vikunnar: Leikprufan, Gjöf til yðar hátign, Stjörnur

Gunnhildur Hauksdóttir & Kristín Ómarsdóttir gefa út bókverk

Þið eruð að gefa út bók núna, en þetta er líka sýning er það ekki? Já við erum sem sagt að gefa út bókverkið Leikprufan, Gjöf til yðar hátign, Stjörnur. Og þetta bókverk byggir á þremur sýningum sem við héldum saman. Það var sýnt í Winnipeg, Kanada, Reykjavík og á Írlandi. Hvernig sýningar voru þetta? […]

Myndlistarsýning: Hlaðborð bókverka

„Föstudaginn 4. apríl milli 14:00-16:00 verður boðið upp á hlaðborð bókverka, en þar sýna nemendur á 1. og 2. ári verk sem urðu til á námskeiðinu Bókverkablót undir leiðsögn Jóhanns L. Torfasonar.

Hlaðborðið er hugsað sem forsýning á verkum sem sýnd verða á komandi Listahátíð í maí. Ellefu nemendur komu að gerð verkanna sem eru með fjölbreyttara móti og gefst gestum kostur á að skoða verkin með öllum skynfærum. Hlaðborðið verður í kennslustofunni „Finnlandi“ í Laugarnesi.“

via Myndlistarsýning: Hlaðborð bókverka.

Opnum fyrir athyglisbrestinn – Vildi verða ljóðskáld

Viðtal við myndlistarmanninn Leif Ými Eyjólfsson

Leifur Ýmir Eyjólfsson er 27 ára myndlistarmaður búsettur í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2013 og hefur unnið að myndlist sinni samhliða ýmsum verkefnum síðan. Nýverið opnaði hann sýninguna Hvað finnst þér um Evrópusambandið í Gallerí Salerni sem er staðsett á salerni veitingastaðarins Bast að Hverfisgötu 20 en Leifur stofnsetti galleríið Gallerí Skítur […]