„Frekar áhugavert“: Um Lýðveldi Kviss Búmm Bang í Riga

Performans-námskeiðs-verkið Republic, eftir Kviss Búmm Bang, var hluti af seríunni The splendor and misery in the Schengen zone, sem var eitt margra verkefna í tengslum við Riga sem eina af menningarborgum Evrópu árið 2014. Hugmyndin að baki verkinu er einföld – Þrjú kvöld í röð er skapað nýtt ríki. Fyrst afsala allir þátttakendur verksins (og þar […]

Fremjendur og njótendur mætast

Um Strengi Vinnslunnar

Listahópurinn Vinnslan samanstendur þegar hér er komið sögu af Völu Ómarsdóttur, Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur, Guðmundi Inga Þorvaldssyni, Bigga Hilmars, Maríu Kjartans, Arnari Ingvarssyni og Starra Haukssyni. Hópurinn kom fyrst fram þegar hann hélt Vinnslu #1 í Norðurpólnum í maí árið 2012. Þar ægði saman ýmsum listgreinum í krókum og kimum byggingarinnar og gengið var út […]

Að vera dansinn sjálfur

- Umfjöllun um dansverkin EMOTIONAL og MEADOW

Það var táknrænt að meira en helmingur dansarana hafi setið eins og áhorfendur í seinni hluta verksins Emotional og fylgst með sólói Brian Gerke þar sem hann afhjúpar sig gjörsamlega. Þetta sama kvöld var Brian einmitt að frumsýna verk eftir sjálfan sig. Sem var fyrra verk kvöldsins, Meadow.

Óbragð og magaverkur

White Europe - Dómur um sviðslistahátíð

Við erum stödd á gömlu lestarstöðinni. Yfirgefna kumbaldanum í Savonlinna sem einu sinni var lestarstöð en hefur verið látin grotna niður frá því nýja lestarstöðin var vígð fyrir nokkrum árum. Við erum stödd á gömlu lestarstöðinni í eigu bæjarverktakans sem vonast til að fá að rífa og byggja nýtt þegar byggingin verður orðin nógu sjúskuð […]

Til minningar um Mary

Eftirágagnrýni um Mary Poppins

„En oftast langaði mig þó aðallega til að hengja mig, því að allur hversdagslegur raunveruleiki minn einkenndist af andleysi. Ég og ófáir aðrir vorum búin að missa trúna á samfélaginu. Fólk var ekki einu sinni sérstaklega reitt lengur. Það er erfitt að eiga auka orku í að vera reiður þegar maður vinnur að lágmarki ellefu […]

Dramatúrgar þurfa líka að fara til tannlæknis

Ímeilviðtal við Snæbjörn Brynjarsson varðandi Ég ♥︎ Reykjavík, skjaldarmerki, og list fyrir börn

Ég ♥︎ Reykjavík er fjölskyldusýning eftir Aude Busson, Sólveigu Guðmundsdóttur og Snæbjörn Brynjarsson sem frumsýnd verður á Lókal í dag. Til að forvitnast meira um sýninguna var Snæbjörn Brynjarsson dreginn í ímeilviðtal. Viðtalið er langt. Passið ykkur á því. Og þróast á endanum meira út í rabb um dramatúrgíu, peninga og eitthvað þannig. Gjörið þið […]

Samband hljóðs og myndar: Wilhelm Scream

Stutt viðtal við dansarana Rósu Ómarsdóttur og Ingu Huld Hákonardóttur sem íslandsfrumsýna nýtt verk á Reykjavík Dancefestival.

Wilhelm Scream er hreyfitónleikur tveggja dansara og hlutasveitar, þar sem dansararnir stýra samtali milli myndar og hljóðs. Svo hófst fréttatilkynning sem Starafugli barst (á ensku) um dansverk þeirra Ingu Huldar Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur sem flutt verður á Reykjavík Dancefestival þann 30. ágúst næstkomandi. Og hélt svo áfram:

Leikhúsmál – annar hluti

Leikhús er listform sem við í vestrænni menningu kynnumst mörg hver frá blautu barnsbeini í einni eða annarri mynd. Líka þar sem leikhúsaðsókn er sögð vera afar lítil, eins og sums staðar í Mið-Evrópu. Það að almenningur í löndunum þar sækir ekki LEIKHÚS merkir ekki endilega að almenningur sæki ekki leikhús. Í langflestum skólum í […]

Leikhúsmál – fyrsti hluti

Leikhús er eitt þeirra hugtaka, sem allir vita hvað merkir, en það getur vafist fyrir manni að skilgreina í þaula hvað orðið í rauninni þýðir. Samt eru til pottþéttar skilgreiningar á fyrirbærinu leikhús, svo haldgóðar að þeim verður næstum ekki mótmælt. Eric Bentley, leikritahöfundur, leikstjóri og einhver afkastamesti leikhúsrýnir síðustu aldar á Vesturlöndum, sagði til […]

Regnbogabörn íslenska meðaljónsins

Um Óskasteina í Borgarleikhúsinu.

Ég hef verið aðdáandi Ragnars Bragasonar frá því að ég horfði fyrst á Næturvaktina. Í kjölfarið fylgdu þáttaraðirnar Dagvaktin og Fangavaktin og svo loks kvikmyndin Bjarnfreðarson. Þættirnir mörkuðu nýja tíma í íslenskri sjónvarpsþáttagerð bæði hvað varðar gæði og efnistök. Í þáttunum sáum við hæfni Ragnars til að búa til fjölskrúðugt perónugallerí þar sem litaflóran spannaði gjörvallan regnboga íslenska meðaljónsins. Persónur þáttana eru íslenskar erkitýpur. Flest gátum við speglað okkur í einhverri persónu þáttana, eða í það minnsta sáum við þar einhvern (einn eða fleiri) sem við þekktum úr okkar eigin lífi.

Ferjan: Táknrænt ferðalag?

Ferjan Kristín Marja Baldursdóttir Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Baldvin Magnússon Tónlist: Hallur Ingólfsson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Leikarar Hildur Berglind Arndal Katla Margrét Þorgeirsdóttir Halldór Gylfason Guðjón Davíð Karlsson Hilmar Guðjónsson Birgitta Birgisdóttir Anna Kristín Arngrímsdóttir Elva Ósk Ólafsdóttir Það er vissulega fólgið í auga þess […]

Ritstjórnarpistill: Vill einhver elska … ?

Hvað gerir maður við leikara sem maður ætlar ekki að nota lengur? Í vikunni sagði Kristín Eysteinsdóttir, nýráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins, upp þremur leikurum – þar af tveimur á barmi eftirlaunaaldurs – og réði sex aðra til starfa. Í viðtali sagði Kristín að uppsagnirnar hefðu ekkert með aldur að gera heldur snerust um endurskipulagningu leikhópsins í […]

„And on the Thousandth Night …“eftir Forced Entertainment

LIVE eða hugleiðing um sögur og Twitter færslur alnetsins í bland

Einu sinni fyrir langa löngu sátu sjö meðlimir Forced Entertainment á stólum í rauðum skikkjum með risastórar pappakórónur á sviði. Þau sátu í sex klukkustundir og sögðu sögur. Stopp. Fearful moments in the dark/a phone rings seven times #1000thLIVE Einu sinni fyrir langa löngu var verið að segja sögur sem voru flestar um kónga og […]

Ritstjórnarpistill: Hvað er fegurð?

„Fegurðin er sjálfstæð höfuðskepna“, sagði Halldór Laxness í frægum ritdómi um Fögru veröld Tómasar Guðmundssonar „Hún er takmark. Um hitt er barist, hvort margir eða fáir eigi að njóta fagurra hluta. Að sögn Maxims Gorkis gekk Lenin út í miðjum saungleik vegna þess að fegurðin og snildin minti hann aðeins á hve mikla baráttu hann […]

Þjóðerniskennd fegurðarþrá

– Hugleiðing um Der Klang der Offenbarung des Göttlichen, eftir Ragnar Kjartansson.

Ragnar Kjartansson er nýjasta óskabarn Volksbühne leikhússins. Sýning hans Der Klang der Offenbarung des Göttlichen var gríðarlega vel kynnt í Berlín – sannkallaður stórviðburður í borg þar sem frægustu listamenn heims troða upp nánast á hverju kvöldi. Verkið ber undirtitilinn nach „Weltlicht“ von Halldór Laxness eða byggt á Heimsljósi eftir Halldór Laxness. Fyrir þá sem […]

Taka boltann, takk takk

Það er svo mikið talað um þann íslenska ósið þessa dagana að farið sé í manninn en ekki málefnið og því þakka ég Starafugli fyrst og síðast fyrir að vera farvegur umræðu, misgildishlaðinnar, um hlutverk menningar í samfélaginu og hvernig t.d. sé hægt að spyrða saman hugtakið þjóð og leikhús svo vel sé. Í þakkardebatt […]

Takk, Kristinn

Mig langar að taka þátt í nýhafinni kurteisisvæðingu þessa vefrits og þakka Kristni Sigurði Sigurðssyni fyrir þakkarpistil hans til Snæbjarnar Brynjarssonar. Ég er nefnilega raunverulega þakklátur að einhver skuli vekja athygli á þeirri staðreynd hve Þjóðleikhúsið sé mikið borgarleikhús. Kristinn er auðvitað kjaftfor – sem er oft skemmtilegt – en það eyðileggur dálítið annars ágæta […]

Takk, Snæbjörn – Part II

Það er einn annar punktur sem mig langar til að nefna. Athyglisverðasta greiningin í grein Snæbjörns er innan sviga. Hún er eiginlega hvísluð. Nefnd í framhjáhlaupi, í einhverri allt annarri umræðu. En þessi greining er stórmerkileg. Því verður vart komið í orð hvað hún ávarpar mikið aðalatriði. Bleika fílinn í íslenskri leikhúsmenningu. (það er óopinbert […]

Niður í ókannað myrkrið – um Bláskjá í Borgarleikhúsinu

Síðastliðið sunnudagskvöld upplifði ég einhverjar undarlegustu en jafnframt skemmtilegustu 75 mínútur sem ég hef upplifað á lífsleiðinni. Leikhús fáranleikans leiddi mig um allan tilfinningaskalann. Það er töfrum líkast að upplifa eitthvað svo sterkt að maður getur ekki með nokkru móti fest hönd á hvað það er nákvæmlega sem hreyfði við manni. Hvað það er nákvæmlega […]