Mamma hefur talað

Hún mamma hefur talað segir að nú sé komið nóg. Hún reyndi að segja það upphátt í mörg hundruð ár en enginn heyrði. Nú dreifir hún ósýnilegum skilaboðum út um allar jarðir. Dularfullt. Fólk fellur um sjálft sig kliðurinn hættir – þögnin tekur við. Meira að segja landsfeður falla um sig sjálfa reyna að mótmæla […]

Til leiðsögumanna

– á erfiðum tímum Leiðsögumenn allra landa sameinist! og leiðið okkur leiðið okkur um leynda staði nýjar slóðir meðan við neyðumst til að dvelja hér hvert með öðru ég veit að þið eigið plástur í vösum til að setja á bágtið þegar við hrösum og áttavita og vegahandbók sögur og snýtubréf og spritt ég veit […]

Brynja Hjálmsdóttir

[án titils]

Kona leggur ekkert inn í bankann Stendur ber eins og aumingi í afgreiðslunni segir: Mikið þætti mér nú gaman að fá einn pening Og gjaldkerinn segir: Það eru engir peningar til lengur Bara skuldir og þær máttu fá eins margar og þú mögulega getur riðið heim í hlað

Allir saman

HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL FRÁBÆR SKEMMTUN HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL VIRKILEGA FLOTT HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL KLÁRLEGA GAMAN HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HELDUR BETUR HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HVERNIG ER VEÐRIÐ HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL EN EKKI HVAÐ HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL ALLIR Í STUÐI HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HÆTTU NÚ ALVEG HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL MEIRA SVONA HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL MJÖG ÁHUGAVERT HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL […]

Hermann Stefánsson

Blóðböð

Ef þú hyggst baða þig, Juanilla, segðu mér til hvaða baðhúsa þú ferð. Söngbók frá Uppsölum Þessi orðrómur gekk: frá komu Darvúliu baðaði greifynjan sig í mannablóði til að varðveita æskuþrótt sinn. Reyndar trúði Darvúlia á endurnýjunarkraft „mennskra líkamsvessa“, eins og góðri norn sæmir. Hún mærði ágæti blóðs úr stúlkum — helst hreinum meyjum — […]

fótmál

i aldin hjón frá shenzhen sem mitt íslenska málbein gerir að takk kærlega sje sje búa hér við longjinveg í vesturbæ gvangsáborgar við ósa perlufljóts zhujiang miklir göngugarpar í cintamani treyjum ganga tvisvar á dag um verslunargötuna inn að bejing lu þegar sól skín á þéttum plexígráum himni þegar logn bærir ekki dún þegar andar […]

Í minningu Yahya Hassan

Ljóðið er ort fyrir fimm árum, skömmu eftir að hann heimsótti Ísland. Elskhugar Ég hef alltaf verið fyrir óþekka stráka. Síðhærða reiða flotta gæja sem rífa kjaft. Eru með mótþróa. Ég hef fundið þá víða.  Ballettdansari frá Armeníu. Stökk frá borði á leið í sýningarferð. Drakk vodka á Borginni. Hann var svo fallegur maðurinn. Eins […]

tvö ljóð

  Í Vetrarhúsum   Frjáls í fríu falli Einskis á endanum eigin Sakna engra í eignarfalli Sjálfstæð hér sólarmegin         Akkeri   með berfættum dansi mun ég heiðra hafmeyjusporin flæða yfir og aftur í rauða hafið

Eiríkur Örn Norðdahl

Úr stafrófinu eftir Inger Christensen

8 hvíslið er til, hvíslið er til, haustið, heimssagan, og halastjarna Halleys; herskararnir eru til, hjarðmúgurinn, höfðingjarnir, holurnar, og inni í holunum hálfskugginn, inni í hálfskugganum af og til hérarnir, af og til laufskrúð fyrir holunum þar sem burknarnir eru til; og brómber, brómber, af og til hérarnir í skjóli laufskrúðsins og húsagarðarnir eru til, […]

það sem upp var lagt

það er upplagt að leggja þetta upp sagði maðurinn og hallaði undir flatt. Konan leit á hann vantrúuð ég veit það ekki, mér finnst þetta ekki upplagt sagði hún og lagðist upp maðurinn leit á hana snúðugur hann lagði upp hárið ég skil ekki þessa mótstöðu mótstaða, vinur minn, sagði konan letilega og stakk litla […]

á skrifstofunni

stend fyrir framan skrifborðið klæddur í gulan pollagalla með fötu í vinstri og skóflu í hægri söndugt hor á efrivör ég á þessa skrifstofu hvítir veggirnir lykta af festu og eirðarleysi á tölvuskjánum blikka þrjú þúsund ólesin ímeil eða þrjú þúsund skærrauð umferðarljós í Ártúnsbrekku er fjörutíu mínútna umferðarteppa en ég er bara hér á […]

Sauðburður

Verkalýðsdeginum ber að fagna í rigningu. Svo var það einnig þetta árið. Bændur og búalið fagna vætunni, sérlega falli hún lóðrétt sem mildur úði í blanka logni. Mjúklega strýkur hún grængresið og smýgur ofaní svörðinn, veitir gróðrinum næringu og kraft. Litar jörðina græna. Búmaðurinn andar léttar á svona dögum. Hárfínir regndroparnir vökva líka harðindaþreytta sálina. […]

Listi yfir ánægjulegar athafnir í efnahagslegum veruleika (hvernig væri að ramma hann upp á vegg?)

Þegar við erum lágt stemmd eða í geðlægð eigum við oft mjög erfitt með að taka okkur eitthvað fyrir hendur sem gæti breytt ástandinu og bætt líðan okkar. Ein af ástæðunum getur verið sú að okkur dettur einfaldlega ekkert í hug. Ímyndunaraflið er ekki beinlínis upp á marga fiska. Þá getur verið gott að eiga […]

Hugleiðing um alþýðuhefð

Country Roads „Fjórða kynslóð vörubílstjóra er fædd!“ Þetta var tilkynnt innan fjölskyldunnar þegar ég ól frumburðinn. Þrátt fyrir að ég væri ekki sjálf bílstjóri en þó elsta barn elsta sonar þá lá beint við að framtíðaratvinna sonar míns væri ákvörðuð þarna á fæðingardeildinni á Akureyri. Við erum nefnilega fjölskylda á ferðinni, starfsgreinahefð okkar, tal og […]

Sálufélag kvenna

Stóra systir segir að ég giftist þegar ég fæ brjóst Stóra systir gaf mér snyrtibuddu í fermingargjöf og rúllur til að setja í hárið svo ég geti lært að vera kona Ekki seinna vænna en á sjálfan fermingardaginn að tína púður upp úr buddu bláan augnskugga bleikan lit á varir dökkan maskara á ljós augnhárin […]

Páll Ivan frá Eiðum – Atvinnuleysi fyrir alla

Lóa góða hundskastu upp við vegg
já nú verður þú loks skotin
því að þú hefur hallmælt letinni bitch
og þau orð þín voru rotin

allir vilja reis’ við fallbyssurnar
á meðan stend ég og stari
því úr verki verður harla margt
ef maður er aldrei latur

vinnan er mölur, já, vinnan er ryð
böl sem getur öllu grandað
mann fyrir mann og borg fyrir borg
en við viljum bara frið

lóa góða öll götuljósin eru rauð
og stimpilklukkan logar
mávurinn besti kemur snart
og étur hræið þitt góða

Kári Páll Óskarsson

Þessi babýloníski ruglingur orðanna

Þessi babýloníski ruglingur orðanna stafar af því að þau eru tungumál þeirra sem farast það að við skiljum þau ekki lengur stafar af því að ekkert stoðar nú lengur að skilja þau hvað stoðar það hina dauðu að segja þeim hvernig maður hefði getað lifað betur, ekki þrýsta á þá náköldu að svipast um í […]

Ákall

Ég hef kallað í bjargið (það svarar mér engu) ég hef laugað mig regni (það hreinsar mig ekki) því fuglinn er floginn og gengið er fallið og dómur upp kveðinn (sem breytir þó engu) því á landinu bláa þar ríkja þau öflin sem halda í krónur og aura og arðinn sem erlendir menn af kröfunum […]

Andrés gefur öndunum

Hollustan geislar af Andrési fulltrúa Önd, engan sá lýðurinn hlykkjast svo stinnan um bakka. Hann stansar í frjálslegri pósu með poka við hönd; postulínsgumpurinn rís undan matrósajakka. Liðið á Tjörninni upphefur ómstríðan brag athyglisfrekt líkt og hamstola gjallandi símar. En Andrés fær svarað: „Æ ekki neitt japl eða jag; Jóakim segir að nú séu erfiðir […]

Eins og glansandi kúreki

Ég hef gengið þessar götur svo oft syngjandi sama gamla lagið. Ég þekki hverja sprungu í þessum óhreinu gangstéttum, þar sem meðalmennskan er millinafnið, og góðir krakkar falla í fótsporin eins og fyrsta snjókoma hvers vetrar. Það hefur verið mikið af málamiðlunum, á leið að sjóndeildarhring mínum. En ég ætla að vera þar sem ljósin […]

Stéttastríð og heimsendir

Samfélagið er óheilbrigt, fökkt. Ég var í sturtu um daginn, lét heita vatnið gusast yfir mig og hallaði mér að gluggasillunni sem er svo heppilega staðsett á baðherberginu mínu. Á meðan hálfstíflaða niðurfallið erfiðaði svo ég var kominn í óundirbúið fótabað meðfram sturtunni horfði ég á fingurna á mér. Á þeim voru slatti af litlum […]

Raunhagkerfi vampírusmokkfisksins

Á dögunum sá ég mann í matvörubúðinni Netto við lestastöð í Kaupmannahöfn. Hann stóð í langri biðröð að loknum enn lengri þriðjudegi, fremur íbygginn á svip, klæddur í hettupeysu og víðar vinnubuxur útataðar í sparslklessum og málningu. Færiband afgreiðslukassans silaðist áfram og vörur hlóðust í fangið á afgreiðslustúlku sem reyndi að brosa í gegnum þreytuna. […]

Fimm fiskisögur

1. mærþallarkomplex  Bernskan hefur brenglast, sagði verndarinn og þar sem þreyta er sérstakur sjúkdómur einkum ætlaður konum og álíka algengur kvilli og mígren og almennur kvíði er rétt að þú hallist að okkur um sinn, því ella verða ofskynjanir aðeins til vandræða. já. hjá okkur er miðað við aðstæður – hvers og eins.  þarf ég […]

1. maí

á meðan vel snyrta konan sem gengur ákveðið í krókódíl með beittum hæl yfir blaut gólfin í pels og prada og bara býsna pattaraleg en missir svo slönguveskið á göngunni og ræstitæknirinn er fyrri til að beygja sig svo brakar í lúnum hrygg og rétta henni brosandi breytist ekkert á meðan verkamaðurinn sem mokar fiski […]

„Þó ekki breytist hagur hins hrjáða verkamanns“ tveir baráttusöngvar rokksveitarinnar Mána

Árið 1971 gaf hljómsveitin Mánar frá Selfossi  út sína fyrstu breiðskífu sem iðulega er kölluð „Svarta platan“. Fjörtíu og fimm árum síðar gaf hljómsveitin svo út sína aðra breiðskífu, Nú er öldin önnur. Á báðum þessum plötum eru lög sem er vel við hæfi að rifja upp á baráttudegi verkalýðsins. „Svarta platan“ verður að teljast […]

Maðurinn, uppreisnarseggurinn, upplýsingaveran 

Þú horfir á skjáinn dæla inn myndum, litum og orðum. Rennir niður skjáinn og horfir. Hlaðborð stafrænnar tilveru. Allir geta flett upp öllu og allt er til. Þú rennir niður skjáinn og horfir. Allt er til; heimspeki, fræðirit, vísindi, sjálfshjálp, fréttir og veðurspá – stjörnuspá. Ítarlegar, ritrýndar greinar um skipulagsmál og skýrslur IPCC um loftslagsbreytingar. […]

breiðholtslaug

vinna er skömm hún gerir mig viðkæman og stirðan reyni að framkvæma liðleikaæfingar á takkaborði tileinka mér samþættingu fjölbreyttra hreyfinga svosem að beygja hné kreppa(!) ökkla og spyrna mér frá bakkanum og læt mig líða áfram prufa að sitja á bakkanum kreppa(!) teygja ristar halda í bakkann og hoppa tíu sinnum kreppa(!) og teygja því […]