Yrsa kemur ekki á óvart: Fólk vill fá sín morð

Um Brúðuna eftir Yrsu Sigurðardóttur (1963). Veröld gefur út. 2018. 359 blaðsíður. Verkið er það fimmta í röðinni með rannsóknarlögreglumanninum Huldari og sálfræðingnum Freyju hjá Barnahúsi í aðalhlutverkum. Það fjórða kom út 2017.     Bók kemur út eftir Yrsu Sigurðardóttir. Bókin heitir Brúðan. Bókin virðist glæpasaga. Bókin er það sem hún virðist vera. Yrsa […]

Kæra Jelena

Ég er ekkert endilega á því að skáldskapur þurfi alltaf að vera kenna okkur einhverjar lexíur eða færa okkur einhvern boðskap. Stundum er bara gott að láta hann fleyta sér áfram. En vá hvað það er gott þegar maður fer frá verki með eitthvað í maganum. Það getur reyndar verið stundum svona gott-vont. Það þegar […]

Meira

Á mörkum mennskunnar   Skáldsögunni Meira eftir tyrkneska rithöfundinn Hakan Günday verður kannski best lýst með orðinu „linnulaus“. Hún byrjar sem ein allsherjar skelfing – hinn níu ára gamli Gaza aðstoðar föður sinn Ahad við að smygla flóttamönnum til vesturlanda og fer með þá einsog níu ára drengir annars staðar leika sér með mauraþúfur – og […]

Ingunn Ásdísardóttir

Martraðakennt hugarfóstur alræðisins

Hvaða ástæður sem liggja að baki útgáfu þessa verks, Sakfelling (2018), þá eru fyrstu viðbrögð efasemdir um tilverurétt þess. Ástæðan fyrir því að slíkar efasemdir koma upp er einföld: Með því að gefa verki sem þessu — áhugaverðri og ótrúlegri ádeilu á stjórnarhætti og vanhæfni N-Kóreysku ríkistjórnarinnar, sveipaðri átakanlegri raunasögu heillar þjóðar — hljómgrunn og […]

Halla Kristjánsdóttir

Bjöguð bönd, ljótu leyndarmálin, hjónaband í krísu á tannhjóli vanans og þar fram eftir götunum

Um skáldsöguna Bönd eftir Dominico Starnone (1943) í þýðingu Höllu Kristjánsdóttur. 142 blaðsíður. Benedikt Bókaútgáfa gefur út. 2019. 2014 á Ítalíu.   Mér leiðist orðið svo ósegjanlega enda fullreynt löngu flest. En ég finn það æ betur fyrir neðan þind hvað það er sem ég þrái mest1   Ungur maður horfir á konu sína liggja […]

Leyndarmál sem inniheldur þjófnað, blekkingar og skelfileg svik*

Um sálfræðiþrillerinn og glæpasöguna Afhjúpun Olivers eftir írska rithöfundinn Liz Nugent. Portfolio publishing gefur út. Verkið kom út árið 2018. 227 síður. Á frummálinu kom verkið út 2014. Og heitir Unraveling Oliver. Valur Gunnarsson er höfundur þýðingar.   Ég hafði búist við meiri viðbrögðum þegar ég kýldi hana í fyrsta sinn. Hún lá bara á […]

Bilað snjóruðningstæki?

Úti var nýfallin mjöll, ég setti Herbergingu í geislaspilarann og gekk inn í eldhús þar sem eiginkona mín var að undibúa kvöldmatinn. Hún spurði mig. Hvaða hávaði er þetta? Er snjóruðningstækið bilað? Ég útskýrði fyrir henni að þetta væri tónlist sem við værum að hlusta á. Bætti svo við að þetta gæti hugsanlega verið góð […]

Frá byltingu til grafar

Skáldsagan Katrínarsaga eftir Halldóru Thoroddsen (1950). Sæmundur gefur út. Útgáfuár 2018. Blaðsíðufjöldi 144.   Hver kynslóð heldur að hún hafi svarið við því hvernig best sé að lifa. Hver kynslóð telur sig hafa réttinn á að segi eldri kynslóðum til syndanna, telur sig vita betur. Einhvers konar átök eru óhjákvæmileg. Sennilega hefir þessi staðreynd aldrei […]

Ertu heimamaður?

Um drauga- og glæpasöguna Þorpið eftir Ragnar Jónasson (1976). Veröld gefur út. 318 síður.   Titillinn Þorpið kallar augljóslega fram hugrenningatengsl við samnefnt verk Jóns úr Vör (1917-2000) frá árinu 1946 þar sem hann fjallar, í óbundnum ljóðum, um lítið ónefnt sjávarþorp. Vitað er að verkið byggir á æsku hans á Patreksfirði. Þar var oft […]

August og ég

„Næst var gáfnapróf. Andra fannst hann geta svarað öllu nema „Strindberg“. „Finnst á Vestfjörðum,“ skrifaði hann eftir umhugsun. Pétur Gunnarsson, Ég um mig frá mér til mín (1978)     Þetta byrjaði þegar ég ákvað af hálfgerðri rælni að lesa nýlega ævisögu Strindbergs eftir enska rithöfundinn og fræðikonuna Sue Prideaux. Og varð eiginlega uppnumin. Hluti […]

Konur, telpa, dömur, kerlingar, mæður, meyjur, systur, frænkur og kvensur í Konulandslagi

Laugardagur á Vorblóti. Svart sviðið í Tjarnarbíó er baðað bleikri birtu. Bleikur litur hefur einmitt lengi verið tengdur við kvenleika; litlar stelpur eru í bleiku og litlir strákar eru í bláu. Bleika birtan er sveipuð dúlúð en hún vekur einnig upp í hugann þá umræðu hvernig litir eru kynjaðir í samfélaginu og umhugsun um afhverju við […]

Um Manneskjusögu

Við búum í litlu samfélagi. Í litlum samfélögum getur stundum verið erfitt að segja hluti. Erfiðir hlutir eiga það til að liggja í láginni því allsstaðar eru tengsl og það getur skapað vesen. Það vill enginn vesen. Það er fátt betri vitnisburður um smæð samfélagsins en einmitt sú staðreynd að ég er að skrifa þennan […]

Opinberun persónulífsins í Afsökunum Auðar

AFSAKANIR er plata eftir tónlistarmanninn Auði sem kom út í lok ársins 2018. Í febrúar fylgdi hann plötunni eftir með tuttugu mínútna stuttmynd undir sama nafni, einskonar frásögn plötunnar á sjónrænu formi. Á plötunni fær Auður með sér í lið ýmis þekkt nöfn úr tónlistarheiminum, af yngri kynslóð rappsins, hip hops og r&b á Íslandi. […]

Er endalaust hægt að góla um ást eða ástleysi?

Þannig að við svörum spurningu yfirskiftar virðist sú sannlega vera raunin. Síbylja útvarpstöðvanna spilar í sífellu allslags ástaróða er fjalla um þá hamingju að vera ástfanginn eða sorgina sem sambandslitum og ástleysi kann að fylgja. Dægurlagatextarnir eru eins og gengur og gerist í mismunandi formi, söguformi, einhvers konar abstrakt formi, rímnaformi og þar fram eftir […]

Útfjör – Fun Home

Söngleikurinn Fun Home, Útfjör í íslenskri þýðingu, er nýr söngleikur byggður á sjálfsævisögu Alison Bechdel teiknimyndasöguhöfundar. Verkið sjálft er margslungið, spennandi og mjög fyndið. Það fjallar aðallega um æsku Alison og flókið samband hennar við föður sinn. Íslenski titillinn Útfjör á að visa í að heimilisfaðirinn rekur útfararstofu. Þó finnst mér enski titillinn mun betri […]

Stund klámsins

Klám á Íslandi: Titillinn vekur athygli. Ertu ekki dálítið forvitin/n? Langar þig ekki til að handfjatla gripinn? Þú ert næsta víst ekki sá eini/a sem finnur fyrir þeim áhuga. Hér er ekki gefið í skyn að þú sért klámhundur. Ef svo er ertu líkast til ekki á réttum stað án þess að fullyrða megi um […]

Samtíminn er XXXXX

Um skáldsöguna Hans Blævi eftir Eirík Örn Norðdahl. Mál og menning gefur út. Útgáfuár 2018. Síðutal 335. Um samtímann má segja að hann sé á reiki, að hann sé á sífelldu breytingaskeiði. Mörk hins eðlilega breytast frá degi til dags. Oft á tíðum mætti hafa á tilfinningunni að allt stýrist af einhvers konar geðþóttaákvörðunum. Sú […]

Ókindarlegar Evudætur og íslenskir strákstaular

Á því herrans ári 2017 bar sköpunargáfa tveggja ungra, frómra og íslenskra rappmenna ríkulegan ávöxt þegar dægurlagið B.O.B.A leit dagsins ljós. Naut það gífurlegrar lýðhylli og varð á snöggu augabragði vinsælla á Íslandi en Jesús Kristur, sonur Guðs nokkurs sem ku bera ábyrgð á jólasveininum, gúmmíinu, garðslöngunni og því að gera Ricky Gervais að trúleysingja. […]

Haustaugu eftir Hannes Pétursson

Ég er búinn að liggja á þessari bók nokkuð lengi eða frá því í byrjun desember. Yfirleitt les ég ljóðabækur hægt og hef lýst því hér áður. Mér finnst vont að æða í gegnum þær. Ég vil frekar fá að melta þær á löngum tíma – sérstaklega bækur eins og þessa.  Það eru liðin tólf […]

Helgur blús fyrir innvígða

Síðasta haust kom út platan Sacred Blues með Tholly’s Sacred Blues Band. Í sveitinni eru Þollý Rósmunds söngkona, Friðrik Karlsson gítarleikari, Sigurður Ingimarsson söngvari og gítarleikari, Sigfús Óttarsson trommuleikari og Jonni Richter bassaleikari. Þeim til aðstoðar eru þeir Hjörtur Howser á Hammond, Jens Hansson á saxafón, Ívar Guðmundsson á trompet og Jón Arnar Einarsson á […]

Mun hatrið mun sigra í söngvakeppni ástarinnar?

Þegar kemur að umfjöllun um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er ráðlegt að byrja á klisjum. Þetta er keppnin sem allir elska að hata (en elska samt), þetta er keppnin sem allir Íslendingar fylgjast með hvort sem þeir viðurkenna það eður ei, þetta er keppnin þar sem lýsingarorðin hallærislegur, yfirdrifinn, öfgakenndur, undarlegur og afbrigðilegur eru ekki hnjóðsyrði. […]

Fastur í Ódessa

I Mér reyndist erfitt að lesa og meta efni þessarar bókar án þess að dauði Sigurðar Pálssonar litaði alla þá upplifun. Þessar sérstöku kringumstæður, að hið ástsæla skáld og þýðandi lést frá verkinu óloknu, veitir bókinni ósjálfrátt annan sess í huga Íslendings. Sölvi Björn Sigurðsson, sem lauk þýðingunni, ritar formála að bókinni sem fjallar í […]

Á mörkum hversdagsleika og óhugnaðar. Um Krossfiska eftir Jónas Reyni Gunnarsson

Samfélagið gerir ráð fyrir því í fjölmörgum tilfellum að við samsömum okkur einhverju eða einhverjum og höldum með viðkomandi. Þetta á við um enska boltann, pólitíkina og margt fleira. En er það of langt gengið að „halda með“ rithöfundi? Hvort sem svarið er já eða nei, þá er Jónas Reynir Gunnarsson að austan og þess […]

Morð, mannrán, hrelliklám, heimilisofbeldi og kvenfyrirlitning

Árið 2017 kom sakamálasagan Gatið eftir Yrsu Sigurðardóttur (1963). Killjuútgáfan er tilefni þess að fjallað er um téð verk hér. Verkið er 381 síða og 34 kaflar. Veröld gefur út. Yrsa Sigurðardóttir (1963) er spennu- og sakamálasagnahöfundur sem krefst ekki mikillar kynningar í bókaumfjöllun af þessu tagi. Hún er af þeim, sem vita gerst, talin […]

Afslöppuð stemning

Önnur breiðskífa Teits Magnússonar er komin út á vegum Alda Music. Hún nefnist Orna. Sú fyrri, 27, kom út fyrir fjórum árum síðan. Á henni, sem og 27, eru átta lög, sjö þeirra eru ný og þá er ábreiða af þjóðlaginu Hringaná. Þrír gestir koma við sögu, Dj. Flugvél og Geimskip, Mr. Silla og Steingrímur […]

Rætur fléttast saman fyrir framtíð

Skiptidagar: Nesti handa nýrri kynslóð eftir Guðrúnu Nordal

Skiptidagar er lítil, handhæg og falleg bók sem fangar bæði stór málefni og árþúsund af íslenskri sögu. Það er ekki auðvelt að draga hana í dilka, ekki er hún beinlínis fræðibók en fróðleg þó með eindæmum. Ekki er hún skáldskapur en leyfir ýmsum sögum að lifna við fyrir hugskotum manns. Hugleiðingar einnar manneskju er uppistaða […]

Lífshlaup Ömmu sem kallaði ekki allt ömmu sína

Hér verður fjallað lítillega um minningabókina: Amma: Draumar í lit. Verkið er eftir blaðakonuna Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur (1979). Stundin gefur út. Verkið telur 89 síður. Augljóst er að hlutum var öðruvísi farið á Íslandi í eina tíð. Slíkt ætti hverri heilvita konu og meðalgreindum manni að vera ljóst. Raunar þarf ekki að fara langt aftur […]

Um Sorgarmarsinn eftir Gyrði Elíasson

Mér finnst dálítið skrítið, en jafnframt heiður, að skrifa um verk Gyrðis Elíassonar. Hann stendur mér svo nærri og hefur fylgt mér um langt árabil – á pappírnum auðvitað, ekki bókstaflega (það væri krípí). Hann hefur hvílt í jakkavasanum á rölti mínu um erlendar borgir, legið með mér uppi í sófa á íslenskum skammdegiskvöldum, setið við hliðina […]

Þegar hláturinn fjarar út

Akkúrat um leið og ég hendi mér inn í djúpa rannsókn á cultoral iconinu Sex and the City berst mér póstur um leikverk sem þarf að gagnrýna. Ég vel verkið Insomnia eftir leikhópinn Stertabendu án þess að vita neitt um efni þess. Það eina sem ég veit er að vinkona mín vildi ólm sjá það […]

Fínt byrjendaverk

Ég get ekki sagt að ég hafi vitað nein deili á GDRN og tók að mér að skrifa um fyrstu plötu hennar Hvað ef til þess að ögra sjálfum mér. Neyða sjálfan mig til að víkka sjóndeildarhringinn og hlusta á tónlist sem ég hlusta ekki á að öllu jöfnu. Kannski heyra og kunna að meta […]

Ferðalag vitundar

Um ljóðabókina Skollaeyru

Skollaeyru eftir Guðrúnu Brjánsdóttur kom út hjá Gini ljónsins árið 2017. Framan á bókakápu er ritað „Gin ljónsins 001“. Þetta er sem sagt fyrsta og, enn sem komið er, eina bókin sem Ginið gefur út, en ég geri ráð fyrir að ætlunin sé (hafi verið?) að þetta sé jafnframt fyrsta bókin í seríu. Þá ef […]

Sokkin skip. Kæfandi þögn.

 – um Vistarverur eftir Hauk Ingvarsson

1. Vistarverur, önnur ljóðabók Hauks Ingvarssonar, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar núna í haust. Bókin er 80 blaðsíður og skiptist í tvo hluta: „Allt sekkur“ og „Hrundar borgir“. 13 ljóð í þeim fyrri, 17 í þeim seinni.  En þetta er ekki jafneinfalt og það hljómar.  Því inn á milli birtast myndljóð þar sem endurtekið er unnið […]

Hasar á Hólmanum

Um spennu- og glæpasöguna Blóðengil eftir Óskar Guðmundsson. Blóðengill er gefinn út af Bjarti og telur 363 síður. Þann 11. desember 2011 hringdi sex ára gömul hálfnorsk stúlka að nafni Mira í neyðarlínuna og sagði móður sína, Christinu, liggja í blóði sínu í rúminu og hreyfa sig ekki. Sjálf var hún læst inn í skáp […]

Landslag er alltaf annarlegt

Hugmyndin að Gallerí Úthverfu var að maður gæti notið sýningana utan af götu vegna þess hvernig stór glugginn opnar allt sýningarrýmið fyrir vegfarendum. Það virkar síðan misvel, einsog allar góðar hugmyndir, en svínvirkar á sýningu rússnesku tvíburasystranna Mariu og Nataliu Petschatnikov „Learning to read Icelandic patterns …“ – að læra að lesa íslensk mynstur. Upplýst […]

Ofbeldi, einelti, hasar, skotbardagar, glæpasamtök… já og fjöldinn allur af morðum

Árið 2015 kom út glæpasagan Hilma eftir Óskar Guðmundsson. Nú kemur verkið út á ný hjá Bjarti í endurskoðaðri útgáfu. Verkið er 455 síður og telur 47 mislanga kafla. Óskar Guðmundsson (1965) (ekki rugla saman við alnafna hans sem skrifaði til að mynda ævisögu Snorra Sturlusonar) er því að gera nýr af nálinni í heimi […]

Hærri hversdagsstaðall

Um matreiðslubókina Beint í ofninn eftir Nönnu Rögnvaldardóttur

Með tilkomu internetsins gerbreyttist það magn af upplýsingum sem við höfum aðgang að. Við getum öll opnað næsta tæki við okkur og fundið upplýsingar um allt sem okkur hefur alltaf langað að vita. Ef vitum hvar við eigum að leita, það er að segja. Það mætti segja að Douglas Adams hafi verið forspár þegar hann […]

Sakti stendur fyrir sínu

Hér skal fjallað um nýjustu breiðskífu pönkhljómsveitarinnar Saktmóðigs. Áður hefur sveitin sent frá sér Ég á mér líf, Plötu og Guð, hann myndi gráta auk ýmissa styttri skífna. Hljómsveitina skipa þeir Daníel Viðar Elíasson trommuleikari, Davíð Ólafsson gítarleikari, Karl Óttar Pétursson söngvari, Ragnar Ríkharðsson gítarleikari og Stefán Jónsson bassaleikari. Þeir syngja allir kórinn í einu […]

Að lokum

Söguþráður Theseus Aþenuhertogi er í þann mund að giftst Hippólítu Amazónudrottningu þegar þrjár ekkjudrottningar biðja hann ásjár og aðstoðar við að heimta lík eiginmanna þeirra sem Creon Þebukonungur meinar þeim að jarða. Theseus fer þegar í stríð og hefur sigur. Meðal herfangs eru tveir ungir aðalsmenn, fóstbræðurnir Arcite og Palamon, sem er stungið í fangelsi. […]

Frá íveru, til óveru, til tilveru

Um Daga höfnunar eftir Elenu Ferrante

Aldrei rétt Olga Innan veggja heimilisins hefur hún völd til þess að stjórna, hún umgirðir alheiminn; hún viðheldur mannkyninu. Þrátt fyrir það afneitar hún aldrei guðdómleika Hans, sérstaklega þar sem hann neitar allri ábyrgð (de Beauvoir, 467). Maður fer frá Konu. Í rauninni er það það eina sem þessi saga fjallar um. Þó hægt væri […]

Á ágætu flugi með hláturkitl í maganum

Um Fly Me to the Moon í Þjóðleikhúsinu

Ég hafði nánast gleymt hversu snjallt og vel skrifað handrit með litla sem enga umgjörð og góða leikara getur skapað frábært leikhús. Orðin of vön því að velja stóru sýningarnar þar sem öllu er tjaldað til; dansnúmerum, glimmeri og helst fallbyssu. Fly Me to the Moon í Þjóðleikhúsinu er í einfaldleika sínum gott leikrit. Grínleikrit […]