Meira

Á mörkum mennskunnar   Skáldsögunni Meira eftir tyrkneska rithöfundinn Hakan Günday verður kannski best lýst með orðinu „linnulaus“. Hún byrjar sem ein allsherjar skelfing – hinn níu ára gamli Gaza aðstoðar föður sinn Ahad við að smygla flóttamönnum til vesturlanda og fer með þá einsog níu ára drengir annars staðar leika sér með mauraþúfur – og […]

Ingunn Ásdísardóttir

Martraðakennt hugarfóstur alræðisins

Hvaða ástæður sem liggja að baki útgáfu þessa verks, Sakfelling (2018), þá eru fyrstu viðbrögð efasemdir um tilverurétt þess. Ástæðan fyrir því að slíkar efasemdir koma upp er einföld: Með því að gefa verki sem þessu — áhugaverðri og ótrúlegri ádeilu á stjórnarhætti og vanhæfni N-Kóreysku ríkistjórnarinnar, sveipaðri átakanlegri raunasögu heillar þjóðar — hljómgrunn og […]

Halla Kristjánsdóttir

Bjöguð bönd, ljótu leyndarmálin, hjónaband í krísu á tannhjóli vanans og þar fram eftir götunum

Um skáldsöguna Bönd eftir Dominico Starnone (1943) í þýðingu Höllu Kristjánsdóttur. 142 blaðsíður. Benedikt Bókaútgáfa gefur út. 2019. 2014 á Ítalíu.   Mér leiðist orðið svo ósegjanlega enda fullreynt löngu flest. En ég finn það æ betur fyrir neðan þind hvað það er sem ég þrái mest1   Ungur maður horfir á konu sína liggja […]

Leyndarmál sem inniheldur þjófnað, blekkingar og skelfileg svik*

Um sálfræðiþrillerinn og glæpasöguna Afhjúpun Olivers eftir írska rithöfundinn Liz Nugent. Portfolio publishing gefur út. Verkið kom út árið 2018. 227 síður. Á frummálinu kom verkið út 2014. Og heitir Unraveling Oliver. Valur Gunnarsson er höfundur þýðingar.   Ég hafði búist við meiri viðbrögðum þegar ég kýldi hana í fyrsta sinn. Hún lá bara á […]

August og ég

„Næst var gáfnapróf. Andra fannst hann geta svarað öllu nema „Strindberg“. „Finnst á Vestfjörðum,“ skrifaði hann eftir umhugsun. Pétur Gunnarsson, Ég um mig frá mér til mín (1978)     Þetta byrjaði þegar ég ákvað af hálfgerðri rælni að lesa nýlega ævisögu Strindbergs eftir enska rithöfundinn og fræðikonuna Sue Prideaux. Og varð eiginlega uppnumin. Hluti […]

Frá íveru, til óveru, til tilveru

Um Daga höfnunar eftir Elenu Ferrante

Aldrei rétt Olga Innan veggja heimilisins hefur hún völd til þess að stjórna, hún umgirðir alheiminn; hún viðheldur mannkyninu. Þrátt fyrir það afneitar hún aldrei guðdómleika Hans, sérstaklega þar sem hann neitar allri ábyrgð (de Beauvoir, 467). Maður fer frá Konu. Í rauninni er það það eina sem þessi saga fjallar um. Þó hægt væri […]

Ritdómur um Pnín eftir Vladimir Nabokov 

Kynning Eitt af því yndislegasta við að vera manneskja er hæfnin til að þroskast. Þó getur verið sársaukafullt að taka út þroska, því að gleðin yfir því að hafa breyst til hins betra er gjarnan menguð með blygðun á hinu fyrra ástandi og gjammandi rödd hins vanþroskaða sjálfs bergmálar um alla ganga hugans og það […]

Verk Dostojevskí eru sjálfshjálparbækurnar sem nútíminn þarf á að halda

Hinir smánuðu og svívirtu

Það er sannur heiður að fjalla um þessa þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur og Gunnars Þorra Péturssonar sem Forlagið hefur nýlega gefið út. Ingibjörg gerði auðvitað íslenskri menningu ómetanlegt gagn á löngum ferli  með þýðingum sínum úr rússnesku – sem og eigin skáldskap. Þar má helstar nefna íslenskar þýðingar á öllum helstu meistaraverkum Dostojevskí. Eins og kunnugt […]

Uggur og andstyggð á Kanaríeyjum

Umfjöllun um bókina Uggur og andstyggð í Las Vegas

Það fyrsta sem ég er vanur að spyrja mig þegar einhver ný þýðing (á eldra verki) verður á vegi mínum er hversvegna er þetta að koma út núna? Hvert er erindi verksins við samtímann? Það er kannski ekki nema von að maður velti þessu fyrir sér þegar Uggur og andstyggð í Las Vegas er annars vegar. Bókin kom fyrst út árið 1971 og skapaði talsverðan usla. Gagnrýnendur vissu margir hverjir ekki hvað þeim átti að finnast en dómarnir urðu víst jákvæðari eftir því sem bókin varð vinsælli. 

Keisarinn og heimspekingurinn (eða hræsnarinn?)

Um mildina

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins gaf út fyrir jól þýðingu á öðru lykilriti fornaldarheimspekinnar. Slíkar þýðingar eru alltaf tilefni til fagnaðar, en áður hafa auðvitað birst þýðingar á einhverjum stærstu ritum fjölmargra klassískra heimspekinga og hugsuða: Platon, Aristóteles, Þeófrastos, Cicero, Tacitus, o.fl. Þessar þýðingar, ásamt ítarlegum og vönduðum inngöngum sem setja verkið í samhengi fyrir nútímalesendur, er ómetanlegt […]

Við lifum enn í þögulli örvæntingu

Walden

Í frægu verki sínu Heimspeki sem lífsmáti setur franski heimspekingurinn Pierre Hadot fram áhugaverða greiningu sína á heimspeki í fornöld. Í stuttu máli er greining hans sú að heimspekihefðin sem á uppruna sinn hjá Sókratesi hafi falist í athöfn sem snerist fyrst og fremst um andleg málefni sjálfsins. Heimspekiástundun var þannig æfingar og leiðir til […]

Sönn ást (á bókmenntum!)

Ég á það til að fyllast einhvers konar kvíða eða spennu þegar ég á að skrifa um verk eins og hér um ræðir, Orlando eftir Virginiu Woolf sem Soffía Auður Birgisdóttir hefur þýtt og Opna gefur út. Oftast er það þó mjög vægt og stafar af aðdáun á því stórvirki bókmenntanna sem maður stendur frammi […]

Morðóður og matvandur krókódíll

Eitt einfaldasta og algengasta frásagnarform nútímabókmennta gengur út á að söguhetja, sem við getum fundið til með og jafnvel speglað okkur sjálf í, kljáist við óuppfylltar þrár og langanir. Oft er sjálf þráin skiljanleg og rökrétt, en ef sagan er dramatísk er útfærslan harmræn og órökrétt, og ef hún er kómísk er eltingarleikurinn kannski jafn […]

Sáttmálinn

Sáttmálinn

Maður verður ekki leiður á vanilluís. Ég meina, hver vill hafa eitthvað pekan-pistasíu-jarðarberja-hindberjabragð í fjögur ár? Skilurðu? Nei, takk. Einu sinni, kannski. – Katrín í Sáttmálanum. Einþáttungurinn Sáttmálinn var frumfluttur í beinni útsendingu í skemmtiþætti á sjónvarpsdagskrá Ríkisútvarpsins þann 1. desember 2017. Öllum er kunnugt um að viðtökur við verkinu voru blendnar frá fyrstu stundu. […]

Frumspekileg tragikómedía, trúarleg samfélagsgagnrýni og absúrdismi (bara svo eitthvað sé nefnt)

Bartleby skrifari

Eftir að hafa lokið við stórvirkið Moby-Dick; Or, The Whale sem kom út árið 1851, gaf Herman Melville í kjölfarið frá sér nokkrar stóráhugaverðar smásögur. Sumir fræðimenn vilja meina að í gegnum þær hafi hann að einhverju leyti fengið útrás fyrir gremju sína yfir viðtökunum, en þetta tímalausa meistaraverk heimsbókmenntanna, afrakstur gríðarlega krefjandi og erfiðrar […]

Nirvana fyrir drykkjumenn

Ko Un, dauðinn og hversdagurinn

Horfa á tunglið, segirðu? Gleyma fingrinum sem bendir á það, segirðu? Meiri þvermóðskan í þér! Tunglið og fingurinn, gleymdu þeim báðum eða láttu þetta eiga sig. (úr ljóðinu Tunglið, bls. 113) Ahemm. Afsakið útúrdúrinn: Á Íslandi hafa ungskáldin skipt sér í fylkingar – á aðra höndina er talað um „spíttskáld“ og og hina „strætóskáld“ – ekki […]

Dýrmæt gjöf til íslenskra bókmenntaunnenda

Sögur frá Rússlandi

Ég er persónulega þeirrar skoðunar að hápunkt skáldsögunnar sem listforms sé að finna í nítjándu aldar raunsæinu. Þar vega auðvitað ensku- og frönsku bókmenntahefðirnar – höfundar eins og Dickens, James, Stendhal, Flaubert, Hugo, o.s.frv. – þyngst. Sökum einstakra sögulegra og menningarlegra aðstæðna og skilyrða sker rússneska hefðin sig þó töluvert frá evrópskum bókmenntum og býður […]

Allt sem ég man ekki: Lúmskt vönduð bók

Skáldsagan Allt sem ég man ekki eftir Jonas Hassen Khemiri kom út í fyrra í þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Bókin kom fyrst út hérna í Svíþjóð árið 2015 og hlaut þá Augustpriset, sem eru virtustu bókmenntaverðalun Svíþjóðar og heita eftir Augusti nokkrum Strindberg. Það er nokkuð óhætt að segja að bókin hafi gert stormandi lukku útum […]

Minnkandi hjörtu í vaxandi myrkri

Um Velkomin til Ameríku eftir Lindu Boström Knausgård.

Sögupersóna bókarinnar Velkomin til Ameríku er stelpa á óræðum aldri. Í byrjun bókarinnar viðurkennir hún að það er langt síðan hún hafi hætt að tala. Jafnframt segir hún að áður en hún hætti að tala hafi hún logið. Hún lýgur að því er virðist að tilefnislausu. Þegar pabbi hennar deyr, eitthvað sem hún hafði óskað […]

Dvergflóðhestar og ofbeldi

– um skáldsöguna Veisla í greninu eftir Juan Pablo Villalobos

Spurninguna sem sprettur úr hjarta skáldsögunnar Veisla í greninu (Fiesta en la madriguera) eftir Juan Pablo Villalobos mætti orða svona: hvað er ofbeldi? ef við kærðum okkur á annað borð um að umorða heilar skáldsögur 1, heilar spurningar í eina setningu, þrjú lítil orð. Svarið við spurningunni er auk þess að finna í bókinni, sem […]