Hvaða ástæður sem liggja að baki útgáfu þessa verks, Sakfelling (2018), þá eru fyrstu viðbrögð efasemdir um tilverurétt þess. Ástæðan fyrir því að slíkar efasemdir koma upp er einföld: Með því að gefa verki sem þessu — áhugaverðri og ótrúlegri ádeilu á stjórnarhætti og vanhæfni N-Kóreysku ríkistjórnarinnar, sveipaðri átakanlegri raunasögu heillar þjóðar — hljómgrunn og […]
Höfundur: Jóel Enok Kristinsson
„Heillandi að skrifa á tungumáli sem er að deyja“
Viðtal við Arnar Má Arngrímsson
„Arnar Már Arngrímsson (f. 1972) er tveggja barna faðir og kennari á Akureyri. Sölvasaga unglings er hans fyrsta bók.“ 1 Með þessum orðum, og í einhverjum skilningi án þeirra, lýkur kynningu á frumraun Arnars Más í hringleikahúsi íslenskrar bóksölu. Frumraun sem kom, og fór, að mestu hljóðlaust og ósýnileg á íslenskan markað; hundsuð af gagnrýnendum […]
Barnsleg jólakæti lágmenningarinnar
Jólin eru fólki svo ótalmargt. Ýmist tími ljóss og friðar — orðatiltæki sem hlýtur að hafa verið sagt háðslega við fyrstu notkun, lýsandi stystu og myrkustu dögum ársins — eða tími samheldni. Sameiningarstund þar sem ástvinir koma saman og njóta samverunnar, hlýjunnar og þess að gleðja og gleðjast með ástvinum. Sumir fagna fæðingu Jesú Krists […]
Móralíserandi markaðshyggja og dauði
Um leikritið Griðastað í Tjarnarbíó
Tjarnarbíó er í senn snobbað og auðmjúkt í framsetningu sinni gagnvart hinum óvönu leikhúsgestum. 1 Þar eru erindrekar hámenningarinnar hópaðir saman í hverju skúmaskoti. Skvaldrið er fágað og fjallar aðallega um bækur, mótíf og fleira háfleygt sem hinir óinnvígðu veigra sér að tjá sig um í miklum mæli. Undirritaður stendur því og hlerar. Dyrnar eru […]
Hvað er þetta? Af hverju?
Upphaf allra viðburða skal, ef gott skal heita, vera bið. Með því á ég við að viðkomandi sé mættur tímanlega og sýni með því virðingu fyrir atburðinum sem mætt er á. Einnig gefur það mér — svo ég skjóti innpersónulegri athugasemd — nokkrar mínútur til að pústa og róa hjartsláttinn sem ávallt gerir vart við […]
Ábyggilegt kennslurit fyrir karlmenn
Ljóðabókin Ég er ekki að rétta upp hönd eftir Svikaskáld. Svikaskáldin eru: Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir. Orðið svikaskáld kallar fram í hugann mótþróasegg sem sýnir í ræðu og riti að gildi annarra séu ekki hans eða hennar. Skáld sem ætlar sér að nýta það […]
Tveir hlægilegir tindar, umskipti og lágur látlaus skellur
Klukkutíma fyrir sýningu er skrúðklætt fólk þegar farið að flykkjast inn um dyrnar og fá afhenta miða. Dökkbláir frakkar, jakkar og dökklitir kjólar í bland við fínan skófatnað. Ég sit afsíðis, glugga í bók um japanska ömurð og fylgist með. „Erum við nokkuð fyrst?“ spyr vantrúuð miðaldra kona, sem ég ímynda mér að sé móðir […]
Stjörnustríð á gervihnattaöld
Í The Last Jedi er Rey komin að endimörkum alheimsins þar sem hún finnur Loga Geimgengil, sem hefur sagt skilið við máttinn, sökum hættunnar sem felst í að beita honum. Logi þjálfaði á sínum tíma Kylo Ren – eða Ben Solo, son Lilju og Hans – sem gekk í lið með myrkrahliðinni, og er sem sagt dálítið trámatíseraður fyrir vikið. Honum finnst lífið mjög erfitt. „I came here to die“, segir hann. (Er of seint að setja spoiler alert hérna? Ég ætla allavega ekkert að gæta mín.)
Raunsæ, sjaldséð og vandmeðfarin fegurð
Ef lýsa ætti Millilendingu Jónasar Reynis í einu orði, þá væri það orð: raunsæ. Hinsvegar krefst gagnrýni annars og meira en eins orðs, jafnvel þó um rétt orð sé að ræða. Bókin inniheldur allt sem góð millilending verður að hafa: bið, vandamál, óvissa, tilvistarkreppa og eftirsjá. Án þessara hráefna er millilending eins og hvert annað […]
Túristi innan veggja verslunar
Flotað gólfið hefur verið lakkað svo glampar á það. Eins og fólki finnst gaman að minna mig á, er ég ekki hár til lofts og líður óþægilega í háreistu iðnaðarhúsinu með tröllvaxna innkaupakerru í höndunum. Mér finnst ég einfaldlega dvergvaxinn. Sem betur fer eru þeir fæstir sem líta stórir út við stýrið á risavöxnum kerrunum. […]
Heilalaus rússíbanareið um merkingarþrungna satíru
Hann mætir augnaráði mínu, alvörugefinn og mér finnst á einhvern hátt eins og hann viti af hverju ég sitji í salnum. Það er eins og hann taki mig út, geri upp við sig hvaða dóm ég muni gefa sýningunni og lítur undan. Sýningin ber hið skrautlega heiti: „Framhjá rauða húsinu og niður stigann“. Samkvæmt undirtitli […]
Ætli allir finni frið í súrrealískri hljóðkúlu?
Ég sat inni í Hofi, á 1862 bistro, að fylgjast með gjörningi. Á Akureyri stóð yfir gjörningahátíð sem ber hið áhugaverða og margræða heiti „A!“. Fyrir þessu góða móti menningar og mannmergðar standa mörg góð félög á Akureyri ásamt einni alþjóðlegri leiklistarhátíð, Reykvískri danshátíð, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og Listhúsinu á Ólafsfirði. Sá gjörningur sem ég […]
Hvað er gagnrýni?
Gagnrýni, í grunninn, hefur það að markmiði að gera úttekt á höfundarverki — ræða efnismál þess, boðskap, stíl o.fl. Oftar en ekki spilar álit gagnrýnanda, tilfinningar hans í garð verksins og reynsluheimur hans inn í. Að því sögðu kemur ekki á óvart að engar tvær gagnrýnir séu alveg eins, þær geta jafnvel verið svo frábrugðnar að lesandi […]
Endurtekið efni
Hver ætli besta leiðin sé til að tjá einhverjum það að maður elski hann ekki lengur. Ætli best sé að koma orðunum frá sér sem fyrst, ljúka óþægilegheitunum af og leiða hugann annað. Jæja, ég hafði nánast ekkert gaman af Passíusálmum Einars Kárasonar. Mér finnst formúlan: Mörg sjónarhorn, fyrsta persóna, sífelldar skoðanir; ekkert spennandi og […]
„Lífið á það til að gera leiksoppa úr okkur öllum“
Þrettán ástæður eftir Jay Asher
Þetta segir fólk stundum. Kannski ekki á þennan hátt, með þessum orðum, en oftar en ekki þykist fólk vita að lífið hafi eitthvað persónulega á móti þeim. Allt sem miður fer er útskýrt með einhverjum óræðum setningum um kosmíska hlutdrægni. Það er ekki í eðli veruleikans eða lífsins að velja eða skipa mönnum í fylkingar. […]
Hugljúf barnasýning eða krítískt ádeiluverk
Ég er mættur kortéri fyrir sýningu í Hof. Sýningin er Núnó og Júnía, ný fjölskyldusýning Menningarfélags Akureyrar. Hún er vel sótt, heilu kortéri fyrir opnun er aðstaðan framan við dyrnar að salnum þétt skipuð. Dyrnar eru opnaðar stuttu eftir að ég mæti og ég flýt með straumnum inn í sal og finn sætið mitt. Áður en sýningin […]
Samhugur þriggja manna í einsemd fyrir tilstuðlan hugsanaflutnings
Ég heyrði fyrst minnst á David Foster Wallace í póstsamskiptum við rithöfund (slík samskipti eru ögn erfiðari í framkvæmd en maður ímyndar sér, þar sem rithöfundar virðast gefa almennt skít í annað fólk ef það er ekki að gefa þeim undir fótinn eða að bjóðast til að auglýsa bókina þeirra). Hann nefndi í framhjáhlaupi kvikmynd […]
Nítján sögur
Nítján víddir
Í sögum sínum hefur Steinar Bragi oft leitast við að afbaka heiminn, taka það sem er uppi á borðum flesta daga, það sem allir hafa reynt og séð, og komið því vel fyrir í bakgrunninum. Það sem er í forgrunni er það sem ekki er uppi á borðum. Í nýjustu bók sinni segir höfundur, á […]