Að yrða og innbyrða

Um Neindarkennd eftir Björk Þorgrímsdóttur

Fyrir nokkru var mér sagt að eiginlega merki orðið trauma tóm eða gat sem engin leið er að fylla upp í. Líkt og titill ljóðabókarinnar Neindarkennd eftir Björk Þorgrímsdóttur gefur til kynna fjallar verkið meðal annars um tilfinningu fyrir tóminu eða öllu heldur um hið óyrðanlega. En í bókinni lýsir höfundur því hvernig formgerð tungumálsins […]

Hið dularfulla hvarf MH370

Í grunninn fjallar Hvarf MH370 um örlög 227 farþega í Boeing þotu sem hvarf sporlaust þann áttunda mars síðastliðinn. Vélin lagði af stað frá alþjóðaflugvellinum í Kúala Lúmpúr en stefnt var að því að lenda í Peking í Kína nokkrum klukkustundum síðar. Flugvélin hvarf hins vegar óvænt af ratsjá á miðri leið, yfir Suður-Kínahafi, án […]

Innreið syndarinnar: Prédikanir á föstu

I Það er ekki nýtt þó nokkuð sé um liðið síðan rýnt hefur verið að gagni í prédikun kirkjunnar eins og um hverja aðra menningarrýni sé að ræða. Það er að mínu mati verðugt verkefni og áhugaverð áskorun á þessari föstutíð að greina prédikunarkúltur útvarpsmessunnar, m.a. vegna þess margbreytileika sem birtist í prédikun presta þjóðkirkjunnar. […]

Augu þín sáu mig ekki

Hugleiðing um útsendingu Goldfrapp, „Tales of Us, Live from Air Studios,“ þriðjudaginn 4a mars í Cameo bíóhúsinu, Edinborg

Ég fór á tónleika í bíó. Eða réttara sagt á bíómynd sem var eins og safn tónlistarmyndbanda sem var sýnd á undan beinni útsendingu af tónleikum sem varpað var upp á kvikmyndatjald. Það sem tengdi þetta alltsaman var tónlistarkonan Alison Goldfrapp. Hún lék í öllum stuttmyndunum sem búnar höfðu verið til við tónlistina hennar af […]

Niður í ókannað myrkrið – um Bláskjá í Borgarleikhúsinu

Síðastliðið sunnudagskvöld upplifði ég einhverjar undarlegustu en jafnframt skemmtilegustu 75 mínútur sem ég hef upplifað á lífsleiðinni. Leikhús fáranleikans leiddi mig um allan tilfinningaskalann. Það er töfrum líkast að upplifa eitthvað svo sterkt að maður getur ekki með nokkru móti fest hönd á hvað það er nákvæmlega sem hreyfði við manni. Hvað það er nákvæmlega […]

Gagnrýni | The Congress | Klapptré

„Þegar framtíðin er nálæg er hins vegar auðveldara að kasta akkeri í huga áhorfenda, akkeri sem tengir beint við þeirra eigin upplifanir og hvert þær geta mögulega leitt okkur. Þetta akkeri var í vissum skilningi fjær okkur í myndum um yfirvofandi heimsendi í kringum aldamótin (eins og 12 Monkeys, Strange Days og áðurnefnd Children of Men) því þar var verið að vinna með stef sem grandalausir Vesturlandabúar eru gjarnir á að hunsa, stef á borð við þriðja heims fátækt og loftslagsáhrif. Congress sver sig hins vegar meira í ætt við Her og The Matrix og ýkir einfaldlega veröld sem við erum nú þegar stigin inn í – heim alltumlykjandi tölvuvæðingar og sífellt tölvuteiknaðri bíómynda. Heim sem einhvern tímann hefði verið kallaður gerviheimur en verður sífellt raunverulegri.“

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um Congress á Klapptré Gagnrýni | The Congress | Klapptré.

Jómfrúr, hórur og brókarsótt: Um Lars von Trier og Nymphomaniac

Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur enn á ný valdið fjaðrafoki með nýjustu kvikmynd sinni Nymphomaniac. Þrátt fyrir að myndin hafi einnig fengið jákvæðar viðtökur hjá kvikmyndagagnrýnendum hafa aðrir kallað hann kynferðislega brenglaðan loddara og sagt að þetta nýjasta útspil leikstjórans sé ekkert annað en löng klámmynd sem skorti allt listrænt gildi.1 Aðrir hafa sagt […]

Rýni: Diskóeyjan

Eini raunverulegi vendipunktur sögunnar kemur ekki fyrren diskurinn er að verða búinn; boðskapurinn – að allir eigi að vera hressir og fallegir – er allavega siðlaus og áreiðanlega smitandi (börnin verða siðblind af því að hlusta á þetta og munu aldrei geta tekist á við heimsins harm, nema í besta falli af sjálfelsku og yfirlæti); […]