Kjósið mig!

– Rithöfundasambandið velur nýja stjórn

Framundan eru kosningar til stjórnar Rithöfundasambands Íslands. Sex buðu sig fram í hinar ólíku stöður og þar af voru tveir – Gauti Kristmannsson og Jón Kalman Stefánsson – sjálfkjörnir. Tveir takast á um stöðu meðstjórnanda, þeir Hermann Stefánsson og Hallgrímur Helgason. Sjálft formannsembættið – sem er hálft starf – vilja þau Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri […]

Hvað er fegurð? – 5. svar

Einhverra hluta vegna hugsaði ég um stóran villiskóg þegar ég var beðinn um að lýsa fegurðinni. Ég myndi vera nakinn og hlaupandi í leit að einhyrningum, myndi búa með bóhemískum dvergum og kannski myndi ég vekja fegurðina hvar sem hún sefur … En svoleiðis útskýring er alltof ævintýraleg og persónuleg til að koma hugmyndum mínum […]

Hvað er fegurð? – 1. svar

… fegurðin er tilfinning … pack dýr erum við … síháð flæðinu með hinum dýrunum varðandi tilfinningaveður vor. Fegurðin er dómur og mæling nátengd goggunarröð. Mannapar/öpur sem litla virðing fá þjást af taugaveiklunar vanlíðan sem lætur þá fá hátt kólesteról og millirifjaspik, æðakölkun, allan pakkann. Verða sjúk-ljótir auðvitað svo að enn skrúfast vanlíðan þeirra upp. […]

Ritstjórnarpistill: Hvað er fegurð?

„Fegurðin er sjálfstæð höfuðskepna“, sagði Halldór Laxness í frægum ritdómi um Fögru veröld Tómasar Guðmundssonar „Hún er takmark. Um hitt er barist, hvort margir eða fáir eigi að njóta fagurra hluta. Að sögn Maxims Gorkis gekk Lenin út í miðjum saungleik vegna þess að fegurðin og snildin minti hann aðeins á hve mikla baráttu hann […]

Tilurð Íslands og upphaf hins norræna

Viðtal við norska rithöfundinn Mette Karlsvik.

Mette Karlsvik er norskur rithöfundur sem borið hefur kraftmiklar tilfinningar í brjósti til Íslands frá því að hún kynntist íslenskri stúlku í menntaskóla. Hún hefur margoft komið til landsins og skrifað heilu bækurnar um land og þjóð, og kannski ekki síst náttúruna. Sú frægasta af þessum bókum er án efa Bli Björk („Að verða Björk“) […]

Að yrða og innbyrða

Um Neindarkennd eftir Björk Þorgrímsdóttur

Fyrir nokkru var mér sagt að eiginlega merki orðið trauma tóm eða gat sem engin leið er að fylla upp í. Líkt og titill ljóðabókarinnar Neindarkennd eftir Björk Þorgrímsdóttur gefur til kynna fjallar verkið meðal annars um tilfinningu fyrir tóminu eða öllu heldur um hið óyrðanlega. En í bókinni lýsir höfundur því hvernig formgerð tungumálsins […]

Skáldskapur vikunnar: Svala Ósk eftir Þórdísi Gísladóttur

Svala Ósk býr í risíbúð á Melunum með eiginmanninum Jóhanni. Hún vinnur á Elliheimilinu Grund en Jóhann er sölumaður hjá heildsölu sem selur hreinlætisvörur til fyrirtækja og stofnana. Svala Ósk skráði sig í Samfylkinguna til að geta kosið Dag B. Eggertsson í prófkjöri. Henni finnst hann svo traustvekjandi og ábyggilegur. Hún sá Dag einu sinni […]

„Orðin verða áríðandi“ – viðtal við Björk Þorgrímsdóttur

Fyrir tæpu ári gaf Björk Þorgrímsdóttir út sína fyrstu bók – Bananasól – eins konar skáldsögu úr smáprósum, hjá forlaginu Tunglið. Nú hefur hún gefið út sína fyrstu ljóðabók – Neindarkennd – hjá Meðgönguljóðum. Björk er Reykvíkingur, menntuð í heimspeki og bókmenntafræði, og stundar nú framhaldsnám í ritlist við Háskóla Íslands. Ljóðabókin, sem höfundur hefur […]