Opnað fyrir umsóknir um Nýræktarstyrki 2014

Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um Nýræktarstyrki, en umsóknarfrestur rennur út 22. apríl 2014. Nýræktarstyrkir eru sérstakir styrkir til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda. Hér er átt við skáldverk í víðri merkingu þess orðs; sögur, ljóð, leikrit, eða eitthvað allt annað og […]

RSÍ: Tveir í formann og tveir í meðstjórnanda

Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs í Rithöfundasambandi Íslands 2014 rann út 21. mars síðastliðinn. Tveir buðu sig fram í formann, þau Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri Freysson, og tveir buðu sig fram til meðstjórnanda, þeir Hallgrímur Helgason og Hermann Stefánsson. Kjörgögn verða send meðlimum sambandsins en kosið verður á aðalfundi þann 8. maí næstkomandi. Varaformaður telst sjálfkjörinn […]

Claudia Hausfeld sýnir í Gallerí Úthverfu

Í dag, laugardaginn 22.mars klukkan sex verður opnuð sýning eftir þýsk-íslensku myndlistarkonuna Claudiu Hausfeld í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Sýningin, sem ber nafnið „The Stone is God but does not know it, and it is the not knowing that makes it a Stone“, er unnin út frá hlut sem er ekki til staðar, einsog segir […]

L y s t i s e m d i r / E f a s e m d i r / H e i m s e n d i r

Í dag, laugardaginn 22. mars kl. 17 opnar sýning á nýjum verkum eftir Emmu Heiðarsdóttur, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur, Loja Höskuldsson, Margréti Helgu Sesseljudóttur og Sigurð Ámundason í Kling & Bang gallerí. Í texta sem Ragnar Kjartansson skrifar í tilefni sýningarinnar segir meðal annars: „Kling & Bang hefur framreitt hlaðborð af nýjustu straumum í myndlist bæjarins. […] […]

Mjólkurkirtlar í Kaupmanninum

Verkið „Karlmenn hafa til jafns við konur mjólkurkirtla“ verður afhjúpað í versluninni Kaupmanninum á Ísafirði í dag klukkan 14 og svo sýnt í fáeinar vikur. Verkið er ný komið til landsins eftir að hafa verið á sýningu í Friðriksborgarkastala og Ljungberg safni í Ljungby í Svíþjóð en það hefur vakið athygli fyrir að sýna karlmann […]

Sindri Freysson í formann RSÍ

Rithöfundurinn Sindri Freysson hefur tilkynnt framboð til formanns Rithöfundasambands Íslands, fyrstur manna, en kosið verður þann 8. maí. Sindri, sem er fæddur 1970, hefur gefið út fjölda bóka fyrir börn og fullorðna – fyrst Fljótið sofandi konur árið 1992 en síðast Í klóm dalalæðunnar. Þá hefur hann starfað sem blaðamaður. Sindri tilkynnti þetta á Facebook […]

Bókahátíð á Flateyri hefst í dag

Í dag verður sett Bókahátíð á Flateyri í fyrsta sinn. Hátíðin, sem fer fram víða á Flateyri, verður haldin í dag og á morgun og meðal þeirra sem koma fram eru Björk Þorgrímsdóttir, Bjarni Bernharður Bjarnason, Bjarki Karlsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hörður Steingrímsson, Kristín Eiríksdóttir og Björn E. Hafberg. Frekari upplýsingar fást á bokahatid.is.

Útgáfuhóf: Þýðingar, endurritun og hagræðing bókmenntaarfsins

Nýlega kom út á vegum Þýðingaseturs Háskóla Íslands bókin Þýðingar, endurritun og hagræðing bókmenntaarfsins í eftir André Lefevere í þýðingu Maríu Vigdísar Kristjánsdóttur. Í tilefni af því verður útgáfuteiti á morgun, föstudaginn 21. mars kl. 15 í Bóksölu stúdenta þar sem lesið verður úr bókinni og hún seld á góðu tilboði. Höfundur skoðar heimsbókmenntirnar frá […]

Kosið um nýjan formann Rithöfundasambandsins

Ný stjórn Rithöfundasambands Íslands verður kosin á aðalfundi sambandsins sem haldinn verður 8. maí næstkomandi. Kosið verður um formann, varaformann, einn meðstjórnanda og einn varamann. Kristín Steinsdóttir formaður og Davíð Stefánsson meðstjórnandi ætla að láta af störfum, en þeir Jón Kalman Stefánson varaformaður og Gauti Kristmannsson varamaður gefa kost á sér til endurkjörs. Skrifleg framboð […]

Hýrt ljóðakaffi

Þriðjudaginn 18. mars verður haldið hýrt ljóðakaffi á Stofunni kl. 18:30. Hinsegin skáld lesa upp margskonar texta í huggulegri stemmningu. Allir velkomnir! Fram koma: Eva Rún Snorradóttir Guðbergur Bergsson Kristín Ómarsdóttir Sigurður Örn Guðbjörnsson Vala Höskuldsdóttir Elías Knörr

Opnun: Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II. hluti

Á sýningu sinni – Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II hluti – hefur Unnar Örn gert Listasafn ASÍ að vettvangi óeirðar. Vegsumerki um óhlýðni frá ólíkum tímabilum eru dregin fram og skoðuð í sjónrænu samhengi. Verkin á sýningunni eru unnin uppúr heimildum sem þjónað hafa ólíkum stofnunum, ljósmyndir frá Tæknideild Rannsóknarlögreglunnar, myndskeið úr heimildasafni Ríkisútvarpsins og […]

Kveikjum eld: barna- og unglingabókaráðstefna

Á morgun laugardaginn 15. mars frá kl. 10.30 – 13.30 verður haldin barna og unglingabókaráðstefna í Gerðubergi. Fjallað verður um skemmtilegar leiðir til að kveikja áhuga barna á lestri. Meðal þeirra sem til máls taka eru Davíð Stefánsson, Yrsa Sigurðardóttir, Herdís Anna Friðfinnsdóttir, Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassel. Frekari upplýsingar – Kveikjum eld: […]

Hugvísindaþing

Hugvísindaþing 2014 verður haldið í Háskóla Íslands 14.-15. mars. Þar verður boðið upp á um 150 fyrirlestra í 37 málstofum – sagnfræði, guðfræði, málfræði, fjölmiðla, náttúru, heimspeki, siðfræði og svo mætti lengi telja. Að vanda koma bókmenntir mjög við sögu, fornar og nýjar, íslenskar og erlendar. Til að mynda verður fjallað um yfirnáttúrulega reynslu í […]

Andrými – samkomustaður orðlistafólks

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO býður í dag til samkomu þar sem fólki gefst tækifæri til að hittast og spjalla um orðlist, bókmenntir og bókmenntalífið í borginni. Samkomurnar, sem hafa hlotið nafnið ANDRÝMI, verða á barnum í Tjarnarbíói annan miðvikudag í mánuði hverjum og standa yfir frá kl. 20 –22. Andrýmið er vettvangur þar sem bókmenntafólk kemur […]

Myndlist í Gunnarshúsi

Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur hefur safnað saman allmörgum portrettmyndum af íslenskum rithöfundum frá ýmsum tímum. Þær prýða nú veggi Gunnarshúss. Í tilefni þess er Opið hús í Gunnarshúsi við Dyngjuveg 8 í dag, laugardaginn 8. mars, kl 15.00 – 17.00. Þar talar Aðalsteinn Ingólfsson um listaverkin, Pétur Ármannsson, arkitekt um Gunnarshús og Kristín Steinsdóttir, formaður um […]

Málþing um Melittu Urbancic

Laugardaginn 8. mars verður haldið málþing í Þjóðarbókhlöðunni til heiðurs skáldkonunni, myndhöggvaranum og leikkonunni Melittu Urbancic. Dagskráin stendur frá kl 13 – 15 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sýnir á Borgarbókasafni

Í dag, 7. mars kl. 16, opnar myndasögusýning á verkum listakonunnar Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur. Lóa lærði myndskreytingar í Parsons í New York. Hún hefur sent frá sér bókina Alhæft um þjóðir (2009) og birt myndasögur í ýmsum ritum. Sýningin er staðsett á annarri hæð í myndasögudeild aðalsafns Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Myndverk Lóu má líka skoða […]