Opnun: Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II. hluti

Á sýningu sinni – Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II hluti – hefur Unnar Örn gert Listasafn ASÍ að vettvangi óeirðar. Vegsumerki um óhlýðni frá ólíkum tímabilum eru dregin fram og skoðuð í sjónrænu samhengi. Verkin á sýningunni eru unnin uppúr heimildum sem þjónað hafa ólíkum stofnunum, ljósmyndir frá Tæknideild Rannsóknarlögreglunnar, myndskeið úr heimildasafni Ríkisútvarpsins og skjöl frá Þjóðskjalasafni Íslands mynda sögusviðið. Sýningin opnar klukkan 15.00 í dag, laugardag 15. mars.