Myndlist í Gunnarshúsi

Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur hefur safnað saman allmörgum portrettmyndum af íslenskum rithöfundum frá ýmsum tímum. Þær prýða nú veggi Gunnarshúss. Í tilefni þess er Opið hús í Gunnarshúsi við Dyngjuveg 8 í dag, laugardaginn 8. mars, kl 15.00 – 17.00. Þar talar Aðalsteinn Ingólfsson um listaverkin, Pétur Ármannsson, arkitekt um Gunnarshús og Kristín Steinsdóttir, formaður um veru Rithöfundasambandsins í húsinu. Umfjöllunin hefst kl 15.00. Léttar veitingar. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!