Mjólkurkirtlar í Kaupmanninum

Verkið „Karlmenn hafa til jafns við konur mjólkurkirtla“ verður afhjúpað í versluninni Kaupmanninum á Ísafirði í dag klukkan 14 og svo sýnt í fáeinar vikur. Verkið er ný komið til landsins eftir að hafa verið á sýningu í Friðriksborgarkastala og Ljungberg safni í Ljungby í Svíþjóð en það hefur vakið athygli fyrir að sýna karlmann gefa brjóst. Listamaðurinn mun í eigin persónu gefa póstkort í Kaupmanninum, með mynd af verkinu, laugardaginn 22. mars milli kl. 14-15.