Vísir – Þú færð svo mikla auglýsingu!

Á sama tíma og við stærum okkur af blómlegu menningarlífi og grósku í listum virðist viðhorfið til listamanna lítið breytast. Aftur og aftur berast fréttir af því að þeir sem leggja stund á listsköpun séu hlunnfarnir í launum. Leikarar í kvikmyndinni Sumarbörn hafa ekki fengið greidd laun, ásóknin í að tónlistarmenn spili frítt á „off venue“ á Airwaves er byrjuð og í niðurstöðum kjarakönnunar BHM kemur fram að þótt leikarar séu ánægðastir félagsmanna í sínu starfi eru þeir að sama skapi óánægðastir með launin. Það er sem sé enn grunnt á því viðhorfi að þeir sem velji að vera listamenn geri það af köllun og það að fá að starfa sem slíkur séu laun í sjálfu sér. Eins og listamenn þurfi ekki að sjá fyrir sér eins og annað fólk og geti lifað á ánægjunni af vel heppnuðu listaverki einni saman.

Friðrika Benónys skrifar um kjaramál listamanna via Vísir – Þú færð svo mikla auglýsingu!.

Dramatúrgar þurfa líka að fara til tannlæknis

Ímeilviðtal við Snæbjörn Brynjarsson varðandi Ég ♥︎ Reykjavík, skjaldarmerki, og list fyrir börn

Ég ♥︎ Reykjavík er fjölskyldusýning eftir Aude Busson, Sólveigu Guðmundsdóttur og Snæbjörn Brynjarsson sem frumsýnd verður á Lókal í dag. Til að forvitnast meira um sýninguna var Snæbjörn Brynjarsson dreginn í ímeilviðtal. Viðtalið er langt. Passið ykkur á því. Og þróast á endanum meira út í rabb um dramatúrgíu, peninga og eitthvað þannig. Gjörið þið […]

Vísir – Afnemum virðisaukaskatt af bókum

Blómleg bókaútgáfa er grundvallaratriði þegar kemur að verndun og þróun móðurmáls. Afnám virðisaukaskatts á bækur yrði til þess að skjóta styrkari stoðum undir greinina alla og ekki veitir af. Nær allar þjóðir líta á það sem nauðsynlegan stuðning við tungumál og menningu að stilla skattheimtu á bókaútgáfu mjög í hóf eða afnema hana alfarið. Það má ekki aðeins sjá um gjörvalla Evrópu heldur einnig í Asíu og Suður-Ameríku.

Formenn RSÍ og FÍBÚT skrifa via Vísir – Afnemum virðisaukaskatt af bókum.

Tónlist vikunnar: Karlsson & Karlsson

Já, já, já ég hata borgarastéttina.
Já, já, já ég hata alla konungsfjölskylduna.
Já við skulum vopnast,
já við skulum vopnast.

Svo söng sænska pönkhljómsveitin Ebba Grön árið 1979 og bætti við að aðallinn mætti vel þola „dálítið blý í hnakkann“. Lagið heyrir til sænskrar pönkklassíkur (kom meira að segja út á plötu sem hét „Svenska punkklassiker“) og hefur verið koverað af Gautaborgarhardkorsveitinni Skitsystem.

Vilja taka bækur sínar úr hillum bókasafna | RÚV

„Rithöfundar hérna hafa þurft að þola mjög mikla kjaraskerðingu. Nú síðast í vor alveg heiftarlega þegar Bókasafnssjóður höfunda var tekinn niður um ríflega helming,” sagði Kristín Helga og kvað þetta hafa mikil áhrif á höfunda. Þeir fá greitt fyrir útlán bóka sinna úr Bókasafnssjóði. Eftir niðurskurð í vor fá þeir 17,85 krónur fyrir hvert útlán og hefur sú upphæð lækkað úr 37 krónum. „Sú tala sem liggur að baki í Bókasafnssjóði er einhvers konar geðþóttaákvörðun hjá stjórnvöldum. Þetta er svolítið eins og þið mynduð mæta í vinnuna ein mánaðamótin og það væri búið að ákveða að borga ykkur bara helminginn af laununum af því að það væri svo sem ekki til neitt mikið meira. Það varð þarna hrun og svona.”

Rætt við formann RSÍ, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur via Vilja taka bækur sínar úr hillum bókasafna | RÚV.

Ge9n í heild sinni (ókeypis!)

Fyrir þremur árum síðan var þessi mynd frumsýnd á yndislegu hátíðinni Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildamynda. Nokkrir sáu hana síðan í Bíó Paradís, en samt er hún eiginlega búin að standa í hálsinum á mér eins og kartafla eða ósagt orð. Hálfsagt orð. Svo ég geti vaxið upp úr henni sjálfur segi ég núna gjörið svo vel. Njóti þeir sem njóta vilja – og dreifi þeir sem dreifa vilja.

Haukur Már Helgason (á Facebook)

Tónlist vikunnar: Hyllum þá sem bjóða landamærum byrginn

„Hvers vegna þurfum við að byggja múra til að halda hetjum úti? Með þessari smáskífu viljum við hylla allt það fólk sem býður landamæramyndavélum Evrópusambandsins byrginn, því fólki sem býður lífshættulegum hafsjónum byrginn, gaddavírnum, lögregluofbeldinu og samstilltri pólitískri andstöðunni og ferðast yfir sífellt verndaðri landamæri Evrópu,“ segir Nasim Aghili sem skrifaði handritið að kabarettinum Europa Europa og textann við För alla namn vi inte får använda með The Knife.

via LYSSNA: The Knife – ”För alla namn vi inte får använda” | Festivalrykten.

Vísir – Úthlutun til höfunda helmingi minni í ár

„Þetta eru náttúrulega engir peningar sem höfundar eru að fá fyrir lán á verkum sínum. Þeim finnst sárgrætilegt að kastað sé í sjóðinn eftir hendinni. Þetta fer eftir ákvörðunum fjárveitingavaldsins á hverju ári. Sænskir höfundar eru með samningsrétt og hitta ríkisvaldið á hverju ári til að semja um upphæðina. Flestir sem fá einhverjar bókasafnsgreiðslur hafa einhverja samningsstöðu en það höfum við ekki,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands og ritari úthlutunarnefndar greiðslna fyrir afnot bóka á bókasöfnum.

Ragnheiður Tryggvadóttir ræðir skerðingu bókasafnssjóðs við Fréttablaðið via Vísir – Úthlutun til höfunda helmingi minni í ár.

Hernaðarlegt mikilvægi listamanna | RÚV

„Mörg hundruð listamenn voru handteknir í Bretlandi á árunum 1914 til 1918, flestir fyrir að mála á almannafæri. Almenningur var hvattur til að hafa tafarlaust samband við lögreglu ef sást til listamanna munda pensilinn úti við. Listamenn voru grunaðir um að festa á blað fyrir óvininn hluti sem höfðu hernaðarlegt mikilvægi, svo sem lestarteina, virki og bragga. Í viðtali um rannsóknir sínar sagði Fox: „Bretar vantreystu einhvern veginn alltaf listamönnunum sínum og fyrri heimsstyrjöld eitraði sambandið enn frekar. Stríðið fær fólk til að velta meira fyrir sér sjálfsímynd sinni og í kjölfarið fer það að líta á listamenn sem utangarðsfólk, bóhema, sem tilheyra ekki samfélaginu. Þessi tortryggni í garð listamann er enn við lýði. Fólki finnst listamenn ekki sinna alvöru vinnu, finnst þeir ekki leggja neitt til samfélagsins. Það er litið á þá sem einstaklinga sem eru að gera eitthvað gagnslaust og sjálfselskt.““

Sif Sigmarsdóttir skrifar um listamenn, peninga, styrki, sellát og tortryggni via Ef Pollapönk seldi gíraffa-steikur á grilli | RÚV.

Halla Sólveig » Kjör barnabókahöfunda

„Það tíðkast að rithöfundur og myndhöfundur skipti með sér höfundalaunum, sem verða ósköp rýr. Þegar búið er að skipta laununum er ekki óalgengt að hvor höfundur fái innan við 200.000 krónur fyrir bókina. Og þá á eftir að borga skatta og gjöld. Að baki þessari krónutölu liggur oft gríðarleg vinna. Rithöfundurinn sekkur sér í heimildaöflun […]

Öllum sagt upp hjá Leikfélagi Akureyrar | Vikudagur

„Vegna fjárhagsvanda Leikfélags Akureyrar verður öllu starfsfmönnum félagsins, alls tíu manns, sagt upp störfum í dag. Félagið glímir við mikinn fjárhagsvanda og er nú rætt um að sameina rekstur Leikfélags Akureyrar, Sinfoníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarhússins Hofs. „Félagið fékk 54 millj. króna lán hjá bænum fyrir tveimur árum, sem átti að greiðast niður of hratt. Þetta var of stór biti,“ segir Ragnheiður Skúladóttir leikhússtjóri“

via Öllum sagt upp hjá Leikfélagi Akureyrar | Vikudagur.

Kjósið mig!

– Rithöfundasambandið velur nýja stjórn

Framundan eru kosningar til stjórnar Rithöfundasambands Íslands. Sex buðu sig fram í hinar ólíku stöður og þar af voru tveir – Gauti Kristmannsson og Jón Kalman Stefánsson – sjálfkjörnir. Tveir takast á um stöðu meðstjórnanda, þeir Hermann Stefánsson og Hallgrímur Helgason. Sjálft formannsembættið – sem er hálft starf – vilja þau Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri […]

„Þessar breytingar hafa í raun ekkert með aldur að gera“ – DV

„Þessar breytingar hafa í raun ekkert með aldur að gera, heldur er þetta fyrst og fremst fagleg ákvörðun sem á auðvitað að skoðast á þeim forsendum. Ég er að taka þessa ákvörðun út frá ákveðinni endurstillingu á leikhópnum og er bara að skoða leikhópinn út frá þeim verkefnum sem liggja fyrir næstu árin,“ segir Kristín en Hanna María er á 66. aldursári og Theódór er á 65. aldursári og því stutt í eftirlaun hjá þeim og hefur Félag íslenskra leikara sent leikhússtjóra yfirlýsingu þar sem uppsögn þeirra tveggja er mótmælt.

via „Þessar breytingar hafa í raun ekkert með aldur að gera“ – DV.

Menningarsamningar skornir niður um 10%

Framlög til menningarsamninga verða skorin niður um 10%, eða 23 milljónir króna og fá allir menningarsamningar á landinu þá samtals 207 milljónir króna frá menntamálaráðuneytinu. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta. Menningarsamningar ríkis og sveitarfélaga eru nú í gildi í hverjum landshluta nema á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur samninganna er að efla menningarstarf á viðkomandi landsvæði […]

Er listin hobbí fyrir börn hinna vel stæðu?

Bandarískir listamenn áttu vel stæða foreldra en eru illa stæðir sjálfir. Þetta er meðal þess sem kom fram þegar Quoctrung Bui kannaði málið fyrir bandaríska almenningsútvarpið NPR. Bui skoðaði gögn um þjóðfélagsstöðu 12.000 ólíkra einstaklinga og bar saman tekjur foreldra þeirra árið 1979 og tekjur þeirra í dag. Ekki þarf að koma mikið á óvart […]

Vísir – Sköpum betri umgjörð um myndlist

„Á sama tíma og söfnin laða til sín gesti sem borga aðgangseyri til að upplifa, skynja og njóta fá myndlistarmenn sem eru að sýna í söfnunum enn ekki greidda þóknun fyrir vinnu sína. Af eigin sýningarreynslu í opinberu safni get ég fullyrt að það var niðurlægjandi að vera fyrst á svæðið og seinust út en sú eina sem var ekki á launum.“

Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar um fjármál myndlistarmanna via Vísir – Sköpum betri umgjörð um myndlist.