Halla Sólveig » Kjör barnabókahöfunda

„Það tíðkast að rithöfundur og myndhöfundur skipti með sér höfundalaunum, sem verða ósköp rýr. Þegar búið er að skipta laununum er ekki óalgengt að hvor höfundur fái innan við 200.000 krónur fyrir bókina. Og þá á eftir að borga skatta og gjöld.

Að baki þessari krónutölu liggur oft gríðarleg vinna. Rithöfundurinn sekkur sér í heimildaöflun þar sem sögusviðið er rannsakað. Persónusköpun skipar stóran þátt í undirbúningi og að ýmsu er að hyggja áður en sjálft handritið kemst á skrið. Loks hefst sjálf textavinnan en hún getur tekið langan tíma.“

Halla Sólveig skrifar um kjör barnabókahöfunda via Halla Sólveig » Barnabækur.