Ge9n í heild sinni (ókeypis!)

Fyrir þremur árum síðan var þessi mynd frumsýnd á yndislegu hátíðinni Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildamynda. Nokkrir sáu hana síðan í Bíó Paradís, en samt er hún eiginlega búin að standa í hálsinum á mér eins og kartafla eða ósagt orð. Hálfsagt orð. Svo ég geti vaxið upp úr henni sjálfur segi ég núna gjörið svo vel. Njóti þeir sem njóta vilja – og dreifi þeir sem dreifa vilja.

Haukur Már Helgason (á Facebook)