Viljaverk í Palestínu: Aðfararorð

Ljóðabókin Viljaverk í Palestínu er gefin út þann 22. júlí árið 2014. Sum ljóðanna í henni urðu til löngu fyrr og einhver þeirra hafa birst áður en flest þeirra eru þó ort fyrir þessa bók. Áskorunin sem skáldin fengu fyrir viku var að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Tekið var fram að þau mættu sjálf túlka hvað fælist í „viðbragði“ – að það þyrfti ekki nauðsynlega að vera nýr texti og gæti þess vegna verið þýðing á hundgömlu kvæði, ef það passaði.

Ge9n í heild sinni (ókeypis!)

Fyrir þremur árum síðan var þessi mynd frumsýnd á yndislegu hátíðinni Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildamynda. Nokkrir sáu hana síðan í Bíó Paradís, en samt er hún eiginlega búin að standa í hálsinum á mér eins og kartafla eða ósagt orð. Hálfsagt orð. Svo ég geti vaxið upp úr henni sjálfur segi ég núna gjörið svo vel. Njóti þeir sem njóta vilja – og dreifi þeir sem dreifa vilja.

Haukur Már Helgason (á Facebook)

Listaverk er ekki hlutur, það er lífið

Inngangur að bókinni Foucault – þrír textar

Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er ágætt að minnast Michel Foucault sem lést fyrir einmitt þrjátíu árum síðan af völdum alnæmis. Heimspeki var ekki aðeins stundir á bókasafni, kennsla eða háspekilegar rökræður fyrir honum, heimspeki var lífið. Hann vildi skilja hvaða hugmyndastraumar skilyrðu hugsanir hans og hvernig hann gæti […]

Skömm og heiður

Um Hamskiptin og Skugga sólkonungs

Fyrir skemmstu komu út tvær bækur sem segjast fjalla um hrunið en virðast báðar í reynd fjalla um góðærið. Hamskiptin eftir Inga Frey Vilhjálmsson og Skuggi sólkonungs eftir Ólaf Arnarson eru báðar ákæruskjöl og vilja færa fram rök fyrir því hverjum hrunið var að kenna. Í bók Ólafs birtist einn sökudólgur, Davíð Oddsson. Í Hamskiptunum er hins vegar bent á þig, það er Íslendinga yfirleitt, þjóðina eins og höfundur orðar það stundum.

Tjáningarfrelsið 20 ára | OK EDEN

„Eitt af því sem ég furðaði mig á var áhugaleysi blaðamanna, áhugaleysi Rithöfundasambandsins, og það var áhugaleysi allra um þetta einkennilega hugtak. Og ég held því fram að það sé afskaplega mikil ritskoðun hérna en hún er vel dulin. Hún er fyrst og fremst sjálfsritskoðun sem hefur grafið um sig í leynum og á löngum tíma.“

Örstutt áminning, því ég var að rekast á þetta viðtal sem ég hef ekki áður séð: Það er í stuttu máli þrautseigju Þorgeirs Þorgeirsonar að þakka að Íslendingar mega yfirleitt tala um opinbera embættismenn. Það megum við frá því 1995.

Haukur Már Helgason vekur athygli á viðtali við Þorgeir Þorgeirson via Tjáningarfrelsið 20 ára | OK EDEN.

Úir og grúir af akkerisfrökkum | OK EDEN

„Í takt við önnur samtíningsverk, gullkorn úr bókum Laxness og það allt, þá mætti taka saman eigulegt kver, jafnvel myndskreytt, með skrautlegustu mannvígum Íslendingasagnanna. Gullmorð úr verkum víkinga … eitthvað í þá veruna. Úrvalsmorð bókaþjóðarbóka. Ég var að lesa eina stutta, Hallfreðar sögu vandræðaskálds.“

Haukur Már Helgason skrifar um þjóhnappamorð og fleira.

Úir og grúir af akkerisfrökkum | OK EDEN.

Egla – bókadómur | OK EDEN

„Ég var að lesa Egils sögu Skallagrímssonar í fyrsta sinn. Mikið hrikalega er hún oft fyndin. Eftir að loka bókinni var ég hálfpartinn hlæjandi næstu klukkustundina yfir síðustu svívirðu Egils, sem hefði verið hans mesta og að því er virðist tilefnislausasta, hefði hann semsagt komist upp með hana: að ríða með silfur sitt til Alþingis – tvær kistur fullar, gjöf frá enskum kóngi sem hann hafði setið á í hálfa öld og svikist um að deila því með Skallagrími föður sínum og öðrum velunnurum – og sáldra því yfir þingheim til að láta viðstadda slást um það. Vegast á. Stjúpdóttir hans sagði: já, frábær hugmynd pabbi, og lét síðan eiginmann sinn koma í veg fyrir illvirkið. Fyrst Agli varð þess ekki auðið að efna til illinda einu sinni enn, faldi hann þennan fjársjóð einhvers staðar, blindur á níræðisaldri, og drap síðan þrælana tvo sem fylgdu honum til liðsinnis við það svo að enginn yrði, áreiðanlega, til frásagnar um hvar silfrið væri falið.“

Haukur Már Helgason skrifar um Egils Sögu via Egla – bókadómur | OK EDEN.