Pínulítil kenopsía

Gíraffi, krókódíll og önd-kanína koma arkandi inn í Kringluna, með hjörtun full af söknuði og þrá eða ekki: Um Pínulitla kenopsíu

Ég vil byrja á að segja að ég er hrifinn af bókinni Pínulítil kenopsía: Varúð, hér leynast krókódílar, eftir Jóhönnu Maríu Einarsdóttur. Mér finnst hún góð. Þá er það frá og við getum vikið að öllu hinu, sem er öllu óljósara, til dæmis hvað er svona gott við hana. Blaðamenn á ráfi um Kringluna Þegar […]

Úr ferðasögu rimar á hjóli þjáningarinnar

Líkamsmálið í bókinni Ég er hér, eftir Soffíu Bjarnadóttur, lítur ekki út fyrir að vera kryptískt, þvert á móti gefur allt fas textans til kynna að merking allra mynda blasi við. En þegar taugaveiklaður karlmaður les: ég munda fallegasta vopnið það hættulegasta – þá stendur hann frammi fyrir óþægilegum efa: á hún við pennann, tungumálið, […]

Tamningar

Guðfræðingar fást enn við klípu sem Tómas frá Akvínó glímdi við, síðar Leibniz og fjöldi annarra: ef Guð er algóður, og gerir þar með alltaf það sem er best, getur hann þá líka verið frjáls? Hefur algóð vera val um að gera nokkuð annað en það besta eða útrýmir algjör gæska öllu frelsi? Tómas komst […]

Sundrung í smásjá

Innsetning Shia LaBeouf, HE WILL NOT DIVIDE US, hófst fyrir utan hreyfimyndasafnið, Museum of the Moving Image, í Queens, New York borg, á innsetningardegi nýs forseta, 20. janúar, og er ætlað að standa þar næstu fjögur ár. Ég veit ekki hvort moldarflagið sem virðist liggja yfir blettinum fylgir sýningunni eða var þarna fyrir – en […]

Mótordjákninn í París

– og skáldið sem transmiðill

Í umræður um búvörusamningana lagði Viðar Víkingsson nýverið til YouTube-hlekk á mynd sína, Tache blanche sur la nuque eða A White Spot in the back of the Head – eða, öllu heldur: Djákninn á Myrká. Myndin er um hálftíma löng, frá árinu 1979, á frönsku, og meðal leikara eru Sigurður Pálsson skáld og Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. […]

NAZIFIER

Bertolt Brecht var Þjóðverji og samt ekki nasisti. Þvert á móti var hann and-nasisti, vegna þess að hann var kommúnisti. Á ákveðnu tímabili var það skringileg staða og lífshættuleg. Ógnin teygði sig norður á Atlantshafseyríkið okkar með ýmsum hætti: í fyrsta lagi var Hermann Jónasson forsætisráðherra í landinu mótfallinn því að veita þeim gyðingum nokkurt […]

Fyrsta múrfall Evrópu

Fyrsta múrfall Evrópu, 9. nóvember 2014

Sunnudaginn 9. nóvember, um leið og Íslendingar fagna 82 ára afmæli gúttóslagsins, verður þess minnst í Þýskalandi og víðar að 25 ár eru liðin frá því að Berlínarmúrinn féll. Af tilefninu hefur Miðstöð um pólitíska fegurð — Zentrum fur Politische Schönheit — rænt minnisvörðum um fórnarlömb sem féllu við múrinn, sem þar til í síðustu […]

Bíó: Operation Beton

http://www.youtube.com/watch?v=Cliz6BA8Arw

Mér datt í hug að senda inn stutttmyndina Operation Beton. Þetta er allra fyrsta myndin frá Godard, Steypa eða Framkvæmdin Steypa, heimildamynd gerð árið 1955, um virkjanaframkvæmd, fyrir fyrirtækið sem stóð að virkjuninni.

Úr Parallel e. Farocki

Bíó vikunnar: Harun Farocki yfirgefur verksmiðjuna

Harun Farocki var að deyja. Farocki var þýskur kvikmyndagerðarmaður og hann lést, sjötugur, nú í lok júlí. Ég get sagt: fyrsta verkið sem ég sá frá honum, innsetning fjögurra mynda, sem hann vann að á síðustu árum undir heitinu Parallel I–IV, hreif mig. Og það gerði maðurinn líka, sem þátttakandi í pallborðsumræðum á einhverri ráðstefnu […]

Úr Notre musique, í Sarajevo

Bíó vikunnar: Yfir óbrúanleg bil

Palestína og Ísrael í tveimur myndum frá J.L. Godard

Kvikmyndin Notre Musique, eða Tónlistin okkar, eftir Jean-Luc Godard, var frumsýnd árið 2004. Myndin er að miklu leyti tekin í borginni Sarajevo í Bosníu-Herzegóvínu, og felur í sér, meðal annars, tilraun til úrvinnslu á hugleiðingum um stríð, í kjölfar átakanna í Júgóslavíuríkjunum. Eins og í mörgum verka Godards eru hér vaktar spurningar með hliðstæðum. Það […]

Elia Suleiman í Divine Intervention (2002)

Bíó vikunnar: Divine Intervention eða Buster Keaton í Palestínu

Divine Intervention er kvikmynd frá palestínska leikstjóranum Elia Suleiman, frá árinu 2002. Það er freistandi að segja gamanmynd, eða kómedía, og jú, jafnvel hárnákvæmt, þó að viðfangsefnið gefi henni þyngd og fleiri aðferðum sé beitt í henni. Íslendingar hæla sér stundum fyrir að hafa svartan húmor. Hér mætti tala um svarta kómedíu eða rökkurkómedíu, en […]

Bíó vikunnar: Steinsnar milli fordæminga og fordóma

Snorri Ásmundsson listamaður birti á dögunum myndband sem síðan hefur skotið upp kollinum á helstu fréttamiðlum Íslands. Í myndbandinu syngur Snorri ísraelska þjóðsönginn, Hatikvah, á hebresku. Það má heita frekar hlutlaust mat að hann syngi hann illa: tilþrifalítill söngurinni virðist hluti af verkinu. Futuregrapher útsetti tónlistina. Marteinn Þórsson sá um kvikmyndatöku og klippingu. Öll sú vinna virðist nógu vel leyst af hendi til að vera óáhugaverð andspænis innihaldi verksins.

Bíó vikunnar: Alheimur / Universe

Þjóðarkvikmyndaráð Kanada stóð að framleiðslu þessarar hálftíma löngu svarthvítu heimildamyndar um geimrannsóknir árið 1960, eða einu ári áður en Júrí Gagarin fór í geimferð fyrstur manna. Annar leikstjóra heimildamyndarinnar, Colin Low, starfaði síðan með Stanley Kubrick að kvikmyndinni 2001: A Space Odyssey, sem var frumsýnd árið 1968. Skyldleiki þessarar stuttu heimildamyndar við verk Kubricks virðist […]

Skömm og heiður

Um Hamskiptin og Skugga sólkonungs

Fyrir skemmstu komu út tvær bækur sem segjast fjalla um hrunið en virðast báðar í reynd fjalla um góðærið. Hamskiptin eftir Inga Frey Vilhjálmsson og Skuggi sólkonungs eftir Ólaf Arnarson eru báðar ákæruskjöl og vilja færa fram rök fyrir því hverjum hrunið var að kenna. Í bók Ólafs birtist einn sökudólgur, Davíð Oddsson. Í Hamskiptunum er hins vegar bent á þig, það er Íslendinga yfirleitt, þjóðina eins og höfundur orðar það stundum.

Æ! Vei! Vei!

– leyndardómurinn um Ai Weiwei og dularfullu vasana

Þann 3. apríl síðastliðinn opnaði yfirlitssýning á verkum kínverska andófsmannsins og listamannsins Ai Weiwei í Martin-Gropius-Bau í Berlín og stendur hún til 7. júlí næstkomandi. Í kynningartexta fyrir sýninguna, á heimasíðu Berliner Festspiele, segir meðal annars: „Þrátt fyrir alla þá ótrúlegu óvild sem honum hefur verið sýnd í heimalandi sínu ákvað Ai Weiwei að setja […]

Hlutfall auðs og tekna

Piketty: Kapítal 21. aldar

Mikið og fágætt havarí hefur skapast kringum nýlegt hagfræðirit, bókina Capital in the 21st Century, sem kom út á frönsku í fyrra en í enskri þýðingu nú árið 2014. Höfundur ritsins, franski hagfræðingurinn Thomas Piketty, segist í inngangi hafa orðið þreyttur, upp úr tvítugu, á and-kapítalísku tali án vitsmunalegs innihalds og rökstuðnings. Hann hafi hins […]