Þessi babýloníski ruglingur orðanna stafar af því að þau eru tungumál þeirra sem farast það að við skiljum þau ekki lengur stafar af því að ekkert stoðar nú lengur að skilja þau hvað stoðar það hina dauðu að segja þeim hvernig maður hefði getað lifað betur, ekki þrýsta á þá náköldu að svipast um í […]
Ljóðaþýðingar
Yrkja þrotlaust
Góðar fréttir, mín kæra, ég hef náð mér sýttu ekki, huggaðu mig ekki deildu heldur gleðinni með mér því hvernig ég gladdist að vera lasinn gladdist að vera heill heilsu Ég verð að deila þessari gleði með þér veistu ekki hvernig ég lét þig deila með mér svo mikilli þjáningu og óréttlæti Nú er ég […]
Internationalinn
Fram þjáðir menn í þúsund löndum, Sem þekkið skortsins glímutök. Nú bárur frelsis brotna á ströndum, Boða kúgun ragnarök. Fúnar stoðir burtu vér brjótum. Bræður fylkjum liði í dag. Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum að byggja réttlátt þjóðfélag. :,: Þó að framtíð sé falin grípum geirinn í hönd. Því Internationalinn mun tengja strönd […]
Að dreyma aldrei köngulær
Tíminn fellur saman milli vara ókunnugra dagar mínir falla saman ofan í hola pípu bráðum hrynur saman gegnt núna einsog járnmúr augu mín eru byrgð grjótrústum smáklessa af sjónarhornum máir út hvern sjóndeildarhring í andrúmslausri nákvæmni þagnar verður eitt orð til. Þegar óspektarholdið var horfið lá haustloftið að andliti mínu hvasst og blátt einsog nál […]
Skógarorrustan
Ég hef klæðst hömum fjölbreyttum áður en ég hlaut minn búning endanlegan, ég man það mjög vel. Ég hef verið spjót gyllt þráðbeint, ég trúi því sem mér er greinilegt, ég hef verið tár á himni, ég var hin dýpsta stjarna, ég hef verið orð innan um stafi, ég var í upphafinu bók, ég var […]
Þetta herbergi
Herbergið sem ég gekk inn í var draumur um þetta herbergi. Án efa voru allir þessir fætur á sófanum mínir. Sporöskjulaga portrettið af hundi var æskumynd af mér. Sumt glitrar, sumt er þaggað niður Við höfðum makkarónur í hádeginu alla daga nema sunnudaga, þegar lítil kornhæna var framreidd handa okkur. Hversvegna segi ég þér frá […]
Erótíski tvífarinn minn
Hann segist ekki nenna að vinna í dag.
Skiptir engu. Hér í skugganum
bakvið húsið, í vari frá götulátunum,
er hægt að taka til athugunar alls kyns gamlar tilfinningar
Gleymið pólitískri ljóðlist
Pólitísk ljóðlist fyllir mig von. Allt er mögulegt í pólitískri ljóðlist. Valhopp ímyndunaraflsins kemur í stað yfirvalda. Pólitísk ljóðlist ofsækir ekki minnihlutahópa nema í undantekningatilfellum: Annað hvort minnist hún ekki á þá, eða hún dásamar þá, oftast nær. Pólitísk ljóðlist dáist að framkvæmdum mannanna. Ljóðskáldin skrifa eins og það sé framkvæmd, undarlega óvirk tegund […]
Internasjónalinn
Til reikningsskila, skortsins fangar, sem skipið heimsins vinnustétt! Nú skjálfa valdsins skorður strangar við skuldakröfu um fólksins rétt! Fylk þér, alþýða, í forystusveitir! Fullan rétt þú sækja skalt! Hið gamla ríki um grundvöll breytir: Vér gildum ekkert, verðum allt. Sókn til frelsis er falin vorri fylkingu í dag, unz Internasjónalinn er allra bræðralag! Oss frelsa […]
Óskabörn
1. Í höll Þyrnirósar Nú heimta ég orðið ég sem ánauðug þjónaði höfðingjaslekti og fékk ævintýrið gegn mér að launum. Fárra kosta átti ég völ mátti stýfa úr hnefa meðan drottningin taldi gulldiska sína. Ég stóð að jafnaði við spunann en starfi minn var hvergi lofaður ætíð skyldi vegsamað iðjuleysi kóngsdótturinnar. En svo mættumst við […]
Byltingarbréf #19
ef það sem þú vilt er störf handa öllum, þá ertu ennþá óvinurinn, þú hefur greinilega ekki hugsað til enda hvað það þýðir ef það sem þú vilt er húsnæði, iðnaður (GE á Navajó verndarsvæðinu) bíll handa öllum, bílskúr, ísskápur, sjónvarp, meiri pípulagnir, vísindalegar hraðbrautir, þá ertu ennþá óvinurinn, hefur kosið að fórna plánetunni fyrir […]
Maður nokkur gengur hjá með brauðhleif á öxlinni
Maður gengur hjá með brauðhleif á öxlinni. Ætla ég að skrifa, að því loknu, um tvífara minn? Annar sest, klórar sér, tínir lús úr handarkrikanum, drepur hana. Stoðar þá eitthvað að tala um sálgreiningu? Annar hefur potað priki inní brjóstið á mér. Á ég svo svo að ræða Sókrates við lækninn? Haltur maður gengur hjá […]
Hin nýja framtíð sósíalismans
1 Ef alltaf oftar næstum allir fá alltaf oftar næstum allt, munu alltaf oftar næstum allir alltaf oftar næstum eiga allt. 2 Ef alltaf oftar næstum allir munu alltaf oftar næstum eiga allt, mun alltaf oftar næstum allt alltaf verða minna. 3 Ef alltaf oftar næstum allt mun alltaf verða […]
Táraverksmiðjan
Enn á ný sýna ársskýrslur að framleiðsluafköstin eru mest í táraverksmiðjunni. Á meðan samgönguráðuneytið hopaði á hæl og ráðuneyti hjartans mála barðist um í geðshræringu starfaði táraverksmiðjan dag og nótt og á helgidögum voru meira að segja slegin ný met. Á meðan fæðumeltingarstöðin japlaði á hörmungum dagsins tók táraverksmiðjan upp nýja og hagkvæma framleiðslutækni við […]