Jólin eru fólki svo ótalmargt. Ýmist tími ljóss og friðar — orðatiltæki sem hlýtur að hafa verið sagt háðslega við fyrstu notkun, lýsandi stystu og myrkustu dögum ársins — eða tími samheldni. Sameiningarstund þar sem ástvinir koma saman og njóta samverunnar, hlýjunnar og þess að gleðja og gleðjast með ástvinum. Sumir fagna fæðingu Jesú Krists […]
Sjónvarp
Að kúga eða kúgast
Hún er Kærasta nr. 3 en samt er allt nýtt. Það eru engir leikir, engar grímur, ekkert kjaftæði. Þau fikra sig varlega nær hvort öðru, andlega og líkamlega, rúnta upp og niður sitt hvora fortíðina, útskýra sig. Þumall strýkur yfir fæðingarblett. Hálfmánalagað ör er uppgötvað neðan við hægri augabrún. Hreyfingar eru stúderaðar, kækir kortlagðir. Þegar […]
Að vanda til verka
Um Mannasiði eftir Maríu Reyndal
Páskamynd RÚV, Mannasiðir eftir Maríu Reyndal, hefur vakið mikla athygli enda á hún brýnt erindi við samtímann. Hún smellpassar inn í þá umræðu um kynbundið ofbeldi sem hefur verið ríkjandi í samfélaginu undanfarið. Myndin, sem sýnd var í tveimur hlutum, fjallar um menntaskólastrák sem er sakaður um að hafa nauðgað skólasystur sinni og áhrif þess […]
„Lífið á það til að gera leiksoppa úr okkur öllum“
Þrettán ástæður eftir Jay Asher
Þetta segir fólk stundum. Kannski ekki á þennan hátt, með þessum orðum, en oftar en ekki þykist fólk vita að lífið hafi eitthvað persónulega á móti þeim. Allt sem miður fer er útskýrt með einhverjum óræðum setningum um kosmíska hlutdrægni. Það er ekki í eðli veruleikans eða lífsins að velja eða skipa mönnum í fylkingar. […]
Dominatrískt veldi Æon Flux
Ég hef alltaf verið haldin nokkrum sérviskum. Ein þeirra er sú að frá barnæsku hefur mig þyrst í sögur af öllu tagi. Ég las allar bækur sem ég komst yfir (það vildi svo heppilega til að móðir mín var bókasafnsvörðurinn í þorpinu og ég notfærði mér þá aðstöðu óspart) og meðan ég var að leika […]
Net- og nátttröllin hans Guðbergs Bergssonar
Í hvert skipti sem snákurinn Guðbergur Bergsson skríður slímugur út úr helli sínum og engist um í illskiljanlegum orðakrampa sem eflaust er ætlað að hrista upp í staðnaðri og nautheimskri íslenskri þjóð – beitir til að mynda annálaðri orðsnilli sinni til að gera grín að fórnarlömbum kynferðislegrar misnotkunar, nú, eða þá bara konum sem heild – […]
Bandaríska nóttin
um míníseríunna The night of
Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin The Night of, sem er byggð á bresku sjónvarpsþáttaröðinni Criminal Justice, er eitthvað það albesta sjónvarpsefni sem undirritaður hefur séð lengi. Nú hef ég ekki séð Criminal Justice en mig grunar að fátt sé notað úr henni nema þá söguramminn og hugsanlega útlínur að persónum. Ástæða þess er einföld. Það er Richard Price […]
Við erum öll Bojack
Bojack bojack bojack Horseman, hvar á ég að byrja hvar á ég að enda hvernig fylli ég þetta ekki af spillum, hversu óljós á ég að vera? Við erum öll Bojack, við erum öll breysk, öll höfum við eftirsjár og samvisku, þó að við reynum að fela hana einhverstaðar þar sem ekki sést til sólar. […]
Spoilerlaus óður til níunda áratugarins
um sjónvarpsseríuna Stranger Things.
Það eru tveir listamenn, að mínu viti, sem hafa lengi haft nokkurs konar tangarhald á bandarískri þjóðarundirmeðvitund. Það eru kvikmyndaleikstjórinn David Lynch og rithöfundurinn Stephen King. Báðir áttu erfitt uppdráttar í fyrstu, David Lynch gekk illa að fóta sig í Hollywood og Stephen King sló ekki almennilega í gegn fyrr en skáldsaga hans Carrie náði […]