Barnamenning hefur oft og tíðum verið sett skörinni lægra en önnur menning og venjulega litið framhjá henni í gagnrýnni umræðu, hún er oft ekki tekin alvarlega og sett á hilluna sem eitthvað sem sé ekki þess virði að pæla í neitt frekar. Í þessu samhengi má helst nefna barnabókmenntir, en þær hafa iðulega verið taldar […]
Barnamenning
Opnað fyrir umsóknir í barnamenningarsjóði
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í tvo nýja styrktarsjóði sem tengjast íslenskri barnamenningu, Barnamenningarsjóð Íslands og sjóð til útgáfu barna- og ungmennabóka. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. „Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins en hlutverk hans er að styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með […]
Gefum frá okkur hljóð, lærum og æfum orð
Um harðspjaldabókina Bókin um hljóðin eftir Soledad Bravi (1965). Hún Seledad er enginn nýgræðingur á sviðinu og hefir gefið út fjölmargar slíkar bækur. Bókin um hljóðin kom fyrst út á frönsku árið 2004. Benedikt bókaútgáfa lét snara henni á íslensku og gefur út. Þýðanda er ekki getið. Verkið er 120 spjöld með myndum og texta. […]
Hvunndagsævintýri Láru og Ljónsa
Frá árinu 2015 hafa komið út barnabækur eftir Birgittu Haukdal. Árið 2015 komu út bækurnar Lára fer í flugvél og Lára lærir að hjóla. 2016 voru það Kósýkvöld með Láru og Lára fer á skíði. Árið 2017 Lára fer í sund og Jól með Láru. Auk þess komu út bendibækurnar Ljónsi og Lára sama ár. Í ár […]
Pólitík, prakkaraskapur og prumpuduft
Bókaflokkurinn um Doktor Proktor
Hvort það er lærð hegðun eða meðfædd að flissa yfir prumpi skal ekkert fullyrt um hér, enda virðulegt vefrit, né heldur verður rætt hvort það sé manni eðlislægt að komast yfir þetta fliss og þá vanþroskamerki að gera það ekki. Við látum duga að segja þetta: Fretflissið er jafn eðlilegt og ósjálfrátt og hver annar […]
Morðóður og matvandur krókódíll
Eitt einfaldasta og algengasta frásagnarform nútímabókmennta gengur út á að söguhetja, sem við getum fundið til með og jafnvel speglað okkur sjálf í, kljáist við óuppfylltar þrár og langanir. Oft er sjálf þráin skiljanleg og rökrétt, en ef sagan er dramatísk er útfærslan harmræn og órökrétt, og ef hún er kómísk er eltingarleikurinn kannski jafn […]
Halinn og innrætið
Jöðrun og afmennskun í Tralla og Láka jarðálfi
Tralli er geysilega merkileg bók, einkum merkileg fyrir þær sakir að höfundi hennar Viktor Mall fannst hún eiga erindi við börn. Það fannst Vilbergi Júlíussyni þýðanda bókarinnar greinilega líka, en hann gerði sitt besta til að milda efnivið bókarinnar sem er heldur lítt dulbúinn rasismi. Þannig hefur Vilbergur til dæmis ákveðið að Tralli sé jarðálfur […]
Heimspeki eymdarinnar
tilvistarkreppa og jaðarsetning í Bláu könnunni
Síðast tók ég fyrir Græna hattinn, sem í raun er sjálfstætt framhald á fyrri bók Alice Williamson um Bláu könnuna. Eins skelfileg og Græni hatturinnn er, þá er ljóst að Williamson hefur þurft að draga af sér þar enda hefur fyrri bók hennar þótt einum of óhugnanleg. Í lok Græna hattsins hefur lesandanum verið fengin […]
Niðurbrot andans: tilvistarleg athugun á Græna hattinum
Græni hatturinn (e. The Little Green Hat) er stutt hryllingssaga eftir Alice Williamson sem kom út í bókaflokknum Gay Colour Books á sjöunda áratugnum. Sagan er sérstök fyrir það að hún er óræð vinjetta af sitúasjón, nefnilega af hatti sem veit að hann er lifandi en er jafnframt fangi í hattabúð. Hans einasta von um […]
Jói og baunagrasið
Þetta er enskt ævintýri sem fyrst var fært í prent á átjándu öld en, eins og gjarnt er um ævintýri, er talið töluvert eldra. Freudísk/lacanísk greining á þessari sögu liggur svo lóðbeint við að ég er hissa á að Sigmund hafi ekki sjálfur skrifað heila bók um efnið (ef hann gerði það, vinsamlegast látið mig […]
Á ystu nöf: Pabbi prófessor
Pabbi prófessor er önnur skáldsaga Gunnars Helgasonar um Stellu Erlingsdóttur og fjölskyldu. Sú fyrri Mamma klikk hlaut góðar viðtökur þegar hún kom út. Áður hefur Gunnar ritað bækur um fótboltastrákinn Jón Jónsson og fleiri barnabækur og unnið verðlaun fyrir. Eins er hann þekktur leikari og svo fyrir barnaefni sem hann vann með Felixi Bergssyni. Pabbi […]
Dæmigerð þroskasaga
Unglingabókin Sölvasaga unglings eftir Arnar Má Arngrímsson kom út árið 2015. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem og Bókmenntaverðlauna Norðulandaráðs sem Arnar vann. Þetta er hans fyrsta skáldsaga. Sögur útgáfa gefur út. Í stuttu máli sagt þá fjallar bókin um Sölva sem hefur nýlokið 10. bekk grunnskóla með afskaplega slökum árangri. Foreldrar hans telja […]