Fyrir margt löngu veitti góður maður mér aðgang að tónlistarforritinu Reason. Ég gat aldrei lært almennilega á forritið og það eina sem ég gat gert ágætlega var að búa til trommur og takta. Ég útbjó því allmarga þétta takta í góðu samstarfi við eigið innsæi og hugmyndarflug. Og velti um leið fyrir mér hvort einhvers […]
Tónlist
99: There’s a Riot Goin’ On með Sly & The Family Stone
Groove er gróp og fönk er stankur. Stankmúsík er tónlist sem leitar sér að gróp til að setjast í – stankgrúppan vill hjakka í sama farinu, í besta skilningi þess orðtaks. Finna sér góða gróp og hreiðra um sig. Það er margt gott á plötunni There’s a Riot Goin’ On en líka ýmislegt sem er […]
100: In the Wee Small Hours með Frank Sinatra
Átakalaus. Litlaus. Ég spurði son minn í aftursætinu hvað honum þætti og hann sagði: þetta er ekki góð músík. Dóttir mín fór að gráta (það gerði hlustunina vel að merkja ekki bærilegri). Konan mín sagði að kannski þyrfti maður að sjá hann syngja þetta til að átta sig á sjarmanum. Horfa í þessi stóru bláu […]
All is Love með M-Band
Þann 24. næstkomandi kemur út smáskífan All is Love með tónlistarmanninum M-Band á vegum Raftóna. Um er að ræða forsmekkinn af því sem koma skal þar sem von er á fyrstu breiðskífu listamannsins á næstu vikum. Tónlistin er sálarfull og persónuleg, ásamt því að vera heilsteypt og ófyrirsjáanleg. Á smáskífunni er að tvö frumsamin lög […]
Tónlist vikunnar: Nýja GusGus platan er æði
Tónlist vikunnar er í styttra lagi núna. Í síðustu viku datt inn nýja GusGus platan og setti líf umsjónarmanns að einhverju leyti úr skorðum. Hún heitir Mexico, ég hef ekki hugmynd um af hverju. Síðasta plata hét Arabian Horse, ég skildi það eiginlega aldrei heldur. Af einhverjum ástæðum kýs íslenskasta hljómsveit samtímans 1 (og út síðustu tvo áratugi næstum) […]
Tónlist vikunnar: MUCK er fágætt og dýrmætt rokkband
Ef einhver myndi spyrja mig einhverntíman hver mér þykir vera mest spennandi, mest ögrandi rokkhljómsveit Reykjavíkur, þá myndi ég örugglega segja eitthvað svona: „Það er góð spurning. Það er að mínu viti fátt sem skiptir meira máli en góð, spennandi, kraftmikil og ögrandi rokkhljómsveit. Þær fremstu fela í sér einhvern sameiningarmátt, eitthvað afl sem getur […]
Júníus Meyvant kveður sér hljóðs | Rjóminn
Tónlist Júníusar er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Alúðlegar útsetningar hans láta mann á köflum líða eins og maður sé staddur undir þykku ullarteppi við arineld í kofa hátt uppi í fjöllum eða í hina höndina liggjandi á funheitri sandströnd á suðlægum slóðum.
Egill Harðar skrifar um Júníus Meyvant á Rjómann (með hljóðdæmi) via Júníus Meyvant kveður sér hljóðs | Rjóminn.
Tónlist vikunnar: Það er komið sumar, svona næstum. Hlustaðu á Joey Bada$$
Góðan dag og velkomin til fyrstu tónlistar vikunnar sem vefritið Starafugl birtir á föstudegi. Hvílík bylting fyrir humar! Til þessa hefur tónlist vikunnar aðallega samanstaðið af ótrúlega löngum viðtölum við tónlistarfólk (tvo stráka og eina stelpu) og grein um mann sem semur lög um allt sem er til í heiminum (hann er strákur) og grein […]
Vísir – Plata sem mun græta steratröll
„Þegar maður er búinn að safna tilfinningunum sínum inn í einhvern tólf laga ramma fer maður í svona ástand sem er bæði þægilegt og viðbjóðslegt. Ég ætla bara að sleppa henni lausri og taka á því í sveitinni,“ segir Svavar, en hann flutti nýverið á frúargarð í Berufirði í Djúpavogshreppi fyrir austan.
Prins Póló í viðtali um nýja plötu via Vísir – Plata sem mun græta steratröll.
Skapandi goðsögn: 20.000 days on Earth
Guðfræðileg orðræða um nýja heimildamynd um Nick Cave
Höfundarverk tónlistarmannsins og kúltúrgoðsagnarinnar Nicks Cave er óneitanlega margslungið og víðfeðmt. Nýjasta púslið í heildarmyndina vekur upp mun fleiri spurningar en það svarar – enda heimildarmynd með nýstárlegu sniði sem felur í sér endursögn, editeringu og mythologiseringu, á hugarheimi sem er skapaður úr atburðum í lífi og innblásnum texta listamannsins um sjálfan sig. Það má […]
Smjörfjall sögunnar: Fimmta föstudagslag: Ungmennin frá Ipanema
„Lagið er af hinni rómuðu plötu Getz/Gilberto frá 1964, en þar unnu Stan Getz og João Gilberto með António Carlos Jobim og kynntu bossanova-tónlistina fyrir bandarískum hlustendum. Astrud Gilberto söng tvö undurfögur lög á plötunni, The Girl from Ipanema og Corcovado. Hún hafði ekki mikla reynslu sem söngkona og það var hálfgerð tilviljun að hún […]
Plötutíðindi – It’s Album Time æði
„Á plötunni er Terje er með annan fótinn á ströndinni en hinn út í geimi. En svo er hann líka með fullt af aukafótum sem hlaupa um dansgólf, kokteilboð, kvikmyndir, karnívöl og bara hvert sem þeim og Terje sýnist. Hann er tónlistarmaður með húmor fyrir sjálfum sér – en hann tekur húmorinn alvarlega og af barnslegri einlægni frekar en útjaskaðri kaldhæðni.“
Vísir – Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum
„Egill segist segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig í smáatriðum um málið, né hver skrifar undir bréfið. „En, ég er með bréf í höndum frá yfirmönnum háskólans þar sem mér er bannað að stunda píanóleik í atvinnuskyni þar sem það samræmist ekki stöðu minni sem prófessors. Bann þetta er um ótiltekinn tíma, óháð stað og stund. Ég má líklega spila á landi. Það er ekki tiltekið sérstaklega,“ segir Egill.“
Wu-Tang Clan gefa út plötu í einu eintaki
Goðsagnakennda rappsveitin Wu-Tang Clan ætlar að gefa út nýja breiðskífu sína, Once Upon a Time in Shaolin, í aðeins einu eintaki. Platan var tekin var upp á laun síðustu ár. Þetta kemur fram á vefsíðu Forbes. Tilgangurinn mun meðal annars sá að boða vakningu um tónlist sem listgrein. Einn frægasti meðlimur sveitarinnar, RZA, segir að […]
Hvar er umræðan? | RÚV
„Við viljum meira af umfjöllun sem setur tónlistina í samhengi, faglega umræðu um það sem á sér stað í tónlist, hvað hún stendur fyrir, hvernig er hún flutt, til hvers, fyrir hvern og hvers vegna: Ég kalla eftir tónlistarfræðingum því þeir eru fáir hér á landi, tónlistarsaga Íslands á 20. öld bíður þess að vera betur skrásett og rannsökuð og samtímann vantar orðræðu um tónlist. Það er nánast hægt að telja á fingrum annarrar handar þau opinberu rit sem fjalla um tónlist á Íslandi á 20. öld og hvað þá þeirri 21.“
Berglind María Tómasdóttir skrifar og flytur pistil um tónlistarrýni í Víðsjá Hvar er umræðan? | RÚV.
Tónlist vikunnar: Duglegasti tónlistarmaður í heimi
Internetið fer stundum ægilega í taugarnar á mér, eins og líklega flestum sem höngsuðu eitthvað á jörðinni áður en það varð til (eða þúveist, meðan það samanstóð bara af einhverjum vísindamönnum og rólpleinördum að skiptast á ASCII klámi). Yfirleitt finnst mér internetið samt frábært – og þá sérstaklega þegar ég hitti þar fyrir fólk eins […]
„Heyrið mig öll, þetta eru skemmdarverk!“ – DV
„Það kom svo í hlut Retro Stefson að ljúka tónleikunum og átti það vel við því hljómsveitin er örugglega eitt skemmtilegasta partíband landsins enda var það fyrsta verk Unnsteins Manuels að fá salinn til að standa á fætur og dansa með. Þegar talið var í lokalagið þustu svo allir aðstandendur á svið og djömmuðu með. Lokalagið var vel valið líka, Beastie Boys-slagarinn Sabotage. „Listen all of y’all it’s a sabotage!“ – „Heyrið mig öll, þetta er skemmdarverk!“.“
Fjallað um Stopp, gætum garðsins í DV „Heyrið mig öll, þetta eru skemmdarverk!“ – DV.
Tilurð Íslands og upphaf hins norræna
Viðtal við norska rithöfundinn Mette Karlsvik.
Mette Karlsvik er norskur rithöfundur sem borið hefur kraftmiklar tilfinningar í brjósti til Íslands frá því að hún kynntist íslenskri stúlku í menntaskóla. Hún hefur margoft komið til landsins og skrifað heilu bækurnar um land og þjóð, og kannski ekki síst náttúruna. Sú frægasta af þessum bókum er án efa Bli Björk („Að verða Björk“) […]
Ærandi meðvitund um tilvist allra hluta | Einræði
„Fyrir óreyndan hlustanda slíkrar tónlistar er erfitt að finna nokkuð til að rýna í í verkunum, en fyrir vikið grípur maður enn fastar í hvern einasta melódíubút, tilbrigði við takt eða hljóð sem gæti verið úr kunnulegu hljóðfæri. Er þetta pípuorgel? Er verið að plokka strengina innan í flygli? En óhlutbundin list þarf ekki að vera skiljanleg, maður þarf að passa sig að reyna ekki um of að skilja. Ég loka því augunum og reyni að verða hluti af þessari tónlist sem ég skil ekki. Þrátt fyrir að hljóðheimurinn sé að mestu rafrænn er einhver hlý blær og lífræn áferð í tónlistinni. Maður svífur inn og út úr hljóðunum, það er hægara sagt en gert að hreinsa hugann og bara upplifa. Hugsanir um daginn og veginn troða sér alltaf inn.“
Skrifað um tónleika Tim Heckers í Mengi Ærandi meðvitund um tilvist allra hluta | Einræði.
Augu þín sáu mig ekki
Hugleiðing um útsendingu Goldfrapp, „Tales of Us, Live from Air Studios,“ þriðjudaginn 4a mars í Cameo bíóhúsinu, Edinborg
Ég fór á tónleika í bíó. Eða réttara sagt á bíómynd sem var eins og safn tónlistarmyndbanda sem var sýnd á undan beinni útsendingu af tónleikum sem varpað var upp á kvikmyndatjald. Það sem tengdi þetta alltsaman var tónlistarkonan Alison Goldfrapp. Hún lék í öllum stuttmyndunum sem búnar höfðu verið til við tónlistina hennar af […]
Tónlist vikunnar: Nine Inch Nails og skelfingin
Það er í raun fáránlegt að hugsa til þess hve stutt er síðan poppmúsík (hér nota ég orðið poppmúsík yfir alla músík sem er ekki klassísk tónlist eða djass eða eitthvað, semsagt popp, rokk, rapp, teknó og þar fram eftir götunum) gat verið hættuleg. Svona í alvörunni hættuleg, þannig að hún ól með sómakæru fólki […]
„Tónlistarsagan er saga af verkum karla“ – Tónlist kvenna | RÚV
„Tónlistarsagan, líkt og önnur menningarsaga er saga af verkum karla. Í klassískum tónlistarheimi er sífellt verið að endurskapa gömul og klassísk verk og þannig er dvalið í fortíðinni — í nútíðinni. Það er innbyggð íhaldsemi í faginu sem aftur smitar vel út frá sér inn í heim nútíma- eða samtímatónlistar enda flestir þar komnir úr heimi klassíkur. Tilraunatónlist er ögn skárri enda kannski ákveðið kynleysi til staðar í þeim tónlistargeira, og áhrifin fjölbreytilegri.“
Berglind María Tómasdóttir flutti pistil í kjölfar uppskeruhátíðar KÍTÓNS
via Tónlist kvenna | RÚV.
„Allir eiga sannleikann skilið“ – viðtal við Sindra Eldon
Árið 2006 var ég beðinn um að hýsa mann sem ætlaði að koma á Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar, á Ísafirði. Líklega var það einhver í ritstjórn Reykjavík Grapevine sem spurði því maðurinn var tónlistargagnrýnandi á þeirra vegum, 23 ára strákur sem var þegar bæði „gamall í hettunni“ og alræmdur fyrir að segja skoðun […]
Kellíngar í dægurtónlist – erindi flutt á ráðstefnu Kítons | *knúz*
„Að því sögðu þá skiptir það verulegu máli að konur tjái sig um tónlist, því þó við höfnum þeirri miklu áherslu sem lögð var á það í annarri kynslóð femínisma að reynsluheimur og menning kvenna sé verulega frábrugðin reynsluheimi og menningu karla, þá er munur og þó hann fari minnkandi, þá mun hann seint hverfa. Frá því sjónarhorni er mjög mikilvægt að raddir kvenna heyrist í allri umræðu, þar með talið umræðu um tónlist. Það eru og fleiri svör við spurningunni um tilgang þess að konur taki þátt í opinberri umfjöllun og umræðu um tónlist, fjöldamörg svör reyndar, en ég læt nægja að nefna eitt til viðbótar: Það er mikilvægi þess að stúlkur eigi fyrirmyndir, sjái konur sem semja og flytja tónlist og taka þátt í umræðum um tónlist.“
Árni Matt skrifar um kyn og dægurtónlist.
via Kellíngar í dægurtónlist – erindi flutt á ráðstefnu Kítons | *knúz*.
Mala domestica : TMM
„En svo ætlaði þakið hreinlega af húsinu og allir stóðu á fætur sem einn maður, æpandi og klappandi, þegar höfundarnir gengu fram á sviðið, líbrettuskáldið Friðrik Erlingsson og þó fyrst og fremst gamli elskaði popparinn Gunnar Þórðarson sem hefur glatt okkur með lögum sínum og hljóðfæraleik í hálfa öld. Það má mikið vera ef í heiminum öllum finnst dægurtónlistarmaður sem nær eins stórkostlegum hápunkti á feril sinn og Gunnar náði í gærkvöldi.“
Silja Aðalsteinsdóttir skrifar á TMM-vefinn um óperuna Ragnheiði.
via Mala domestica : TMM.