Ærandi meðvitund um tilvist allra hluta | Einræði

„Fyrir óreyndan hlustanda slíkrar tónlistar er erfitt að finna nokkuð til að rýna í í verkunum, en fyrir vikið grípur maður enn fastar í hvern einasta melódíubút, tilbrigði við takt eða hljóð sem gæti verið úr kunnulegu hljóðfæri. Er þetta pípuorgel? Er verið að plokka strengina innan í flygli? En óhlutbundin list þarf ekki að vera skiljanleg, maður þarf að passa sig að reyna ekki um of að skilja. Ég loka því augunum og reyni að verða hluti af þessari tónlist sem ég skil ekki. Þrátt fyrir að hljóðheimurinn sé að mestu rafrænn er einhver hlý blær og lífræn áferð í tónlistinni. Maður svífur inn og út úr hljóðunum, það er hægara sagt en gert að hreinsa hugann og bara upplifa. Hugsanir um daginn og veginn troða sér alltaf inn.“

Skrifað um tónleika Tim Heckers í Mengi Ærandi meðvitund um tilvist allra hluta | Einræði.