Wu-Tang Clan gefa út plötu í einu eintaki

Goðsagnakennda rappsveitin Wu-Tang Clan ætlar að gefa út nýja breiðskífu sína, Once Upon a Time in Shaolin, í aðeins einu eintaki. Platan var tekin var upp á laun síðustu ár. Þetta kemur fram á vefsíðu Forbes. Tilgangurinn mun meðal annars sá að boða vakningu um tónlist sem listgrein. Einn frægasti meðlimur sveitarinnar, RZA, segir að langt sé síðan tónlist var metin á sömu forsendum og aðrar listgreinar.„Hún fær ekki sömu meðferð og list, þannig að hún sé metin fyrir það sem hún er, sérstaklega ekki nútildags þegar hún hefur verið rænd gildi sínu og lítillækkuð svo mikið að fólk neyðist til að gefa hana án þess að taka krónu fyrir.“

Breiðskífan á fyrst að ferðast á milli safna þar sem hún verður spiluð fyrir gesti (sem greiða aðgangseyri – sennilega háan) – líklega einungis í gegnum heyrnartól, og fyllsta öryggis verður gætt til þess að hún leki ekki. Hún verður svo seld fyrir einhverjar milljónir bandaríkjadala.

Why Wu-Tang Will Release Just One Copy Of Its Secret Album.