Rýnirinn Arnaldur Máni Finnsson fjallar um handahafa Íslensku Barnabókaverðlaunanna, Leitina að Blóðey og Síðasta Galdrameistarann, sem tilnefnd er til íslensku Bókmenntaverðlaunanna í flokki barnabóka. Stimpillinn segir lítið til um gæðin Það vill nú þannig til að við erum svag fyrir stimplum og dómum, stjörnum og gífuryrðum – þó sér í lagi um gæði bóka – og […]
Bókmenntir
Hverju við trúum og hvernig
Í trúmálum gerir hver upp við sjálfan sig – eða Hverju trúum við og hvernig – viðtal við Guðrúnu Evu Mínervudóttur / Arnaldur Máni Finnsson Saga af trúarupplifun sem stuðar samfélagið Það má segja að það séu þúsund þræðir í Englaryki nýjustu bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur og margir hverjir ögrandi. Það vekur þó eftirtekt […]
Þjóðarskáldsagan mikla á tuttugustu og fyrstu öld
Freedom og Sjálfstætt Fólk
Vegna stærðar og yfirburðarstöðu bandaríska heimsveldisins síðustu hálfa öld eða svo er auðvelt að gleyma því hversu ungt það er í raun. Þá miða ég ekki aðeins við undirritun Sjálfstæðisyfirlýsingarinnar árið 1776 heldur enn fremur ungt í menningarlegum skilningi. Einstök og einkennandi séramerísk menning – verk og raddir sem gætu aldrei hafa sprottið upp annars […]
Vísir – Tilefnislaus dagdrykkja
„Líf Tobbu er einfaldlega ekki í frásögur færandi því að söguhetjan vinnur fátt annað sér til afreka en að vaxa úr grasi og vera gamansöm. Sennilega er sögunni ætlað að vera í einhverjum skilningi þroskasaga en í hana vantar öll átök og lesandinn fær á tilfinninguna að Tobba ritskoði sjálfa sig hressilega.
Á einhvern hátt minnir textinn á gamansamar færslur í gestabókum í sumarbústöðum, hálfkveðnar vísur um það sem fram fór.“
Ólöf Skaftadóttir skrifar um 20 tilefni til dagdrykkju eftir Tobbu Marinós via Vísir – Tilefnislaus dagdrykkja.
Mótmælir eigin slátrun
Norski rithöfundurinn Dag Solstad í stríði við gagnrýnendur.
„Ég bý í menningarheimi þar sem 73 ára gamall höfundur – ég sjálfur – mætir fyrirlitningu, spotti og háði“ sagði norski rithöfundurinn Dag Solstad í nýlegu erindi sem hann hefur ferðast með vítt og breitt um Noreg síðustu vikur. Solstad, sem er án nokkurs vafa einn af virtustu höfundum Norðmanna – hefur bæði hlotið Bókmenntaverðlaun […]
Jenna og Álfrún heiðursfélagar
Jenna Jensdóttir og Álfrún Gunnlaugsdóttir voru gerðar að heiðursfélögum í Rithöfundasambandi Íslands á aðalfundi sem haldin var í gærkvöldi. Báðar eru þær vel kunnar af verkum sínum; Jenna ekki síst fyrir bókaflokkinn um Öddu, sem hún skrifaði ásamt manni sínum Hreiðari Stefánssyni, og Álfrún fyrir skáldsögur sínar, ekki síst Yfir Ebrofljótið og nú síðast Rán. […]
Vísir – Frásagnir ömmu og afa höfðu ómæld áhrif
„Einhverju sinni sagði Nóbelskáldið að það versta sem gæti hent rithöfund sem hefur enga löngun til að verða frægur væri að gefa út skáldsögu sem selst eins og heitar lummur; þannig væri komið fyrir sér, hann forðaðist að verða sýningargripur og fyrirliti sjónvarpið, bókmenntaráðstefnur, fyrirlestra og gáfumennasamkundur. Hvað sem því líður hafa verk hans veitt mörgum ómælda gleði og innblástur sem nær langt út fyrir þröngan ramma bókmenntanna.“
Fjallað var um nýlátinn nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum, Gabriel Garcia Marquez, í Fréttablaðinu á dögunum via Vísir – Frásagnir ömmu og afa höfðu ómæld áhrif.
Ofsi Hitlers og óforbetranleg stríðni
- um skáldsögurnar Look Who's Back eftir Timur Vermes og The Jewish Messiah eftir Arnon Grunberg
Skáldsagan Look Who’s Back (Er ist wieder da) eftir þýska rithöfundinn Timur Vermes hefst á því að Adolf Hitler vaknar í almenningsgarði í Berlín. Það er sumar og árið er 2011. Hann man síðast eftir sér í bönkernum. Í skamma stund er hann ringlaður yfir því hvað hafi gerst en kemst svo að þeirri niðurstöðu […]
„Ertu viss um að þú viljir gera þetta?“ | Sirkústjaldið
„Gagnrýni nýskáldsagnahöfundanna beindist hvað harðast að raunsæum skáldskap 19. aldarinnar og að því hvernig borgaralegt raunsæi Balzacs var orðið að einhvers konar mælistiku sem nútímaskáldsögur voru bornar saman við. Uppreisnin var ekki endilega gegn raunsæi sem bókmenntastefnu heldur gegn því hvernig birtingamyndir raunæis komu fram. 19. aldar raunsæið var einfaldlega ekki nógu raunsætt. Sarraute var til dæmis þekkt fyrir það að ljá skáldsögum sínum litlar sem engar persónulýsingar, í staðinn gaf hún persónunum orðið og leyfði þeim að koma smám saman í ljós, á sínum eigin forsendum.“
Andri M. Kristjánsson skrifar um Nathalie Sarraute í Sirkustjaldinu via „Ertu viss um að þú viljir gera þetta?“ | Sirkústjaldið.
Samlíðan í bókmenntum – Bókmenntaborgin
„Dagana 3. – 6. apríl 2014 verður haldin ráðstefna um samlíðan í bókmenntum á vegum Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á ýmsar hliðar samlíðunar út frá bókmenntum, tungumáli og samfélagi.
Fyrirlestrar eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir en þeir eru haldnir í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.
Aðalfyrirlesarar eru þau Dirk Geeraerts frá Leuven háskóla í Belgíu og Suzanne Keen frá Washington og Lee University í Bandaríkjunum. Erindin eru fjölbreytt og verður þetta áhugaverða efni skoðað frá ólíkum hliðum.“
Spennustöðin: Hermann Stefánsson – bergthoraga.blog.is
„Ég hafði áhyggjur af því hvernig sögumanni myndi vegna í þessari för, var hann ekki að taka of mikla áhættu? Skyldi hann sleppa heill frá þessu? Það var þó ekki spennan sem slík sem bar bókina uppi, heldur textinn, málið og hugsunin. Höfundinum tekst nefnilega til að fá lesandann (í þessu tilviki mig) til að fylgja sér á þessu erfiða ferðalagi inn á við, að leita að sjálfum sér, nema ég er að leita að mér. Þetta var eins og að lesa ljóð. Ljóð tala oft fyrir þig. Sumar bækur tala ekki bara fyrir mann og segja hvað maður er að hugsa, þær eru eins og tónlist sem segir þér hvernig þér líður. Mikið er gott að eiga þessa listamenn að.“
Bergþóra Gísladóttir skrifar um Spennustöðina eftir Hermann Stefánsson á Moggabloggið Spennustöðin: Hermann Stefánsson – bergthoraga.blog.is.
Tilurð Íslands og upphaf hins norræna
Viðtal við norska rithöfundinn Mette Karlsvik.
Mette Karlsvik er norskur rithöfundur sem borið hefur kraftmiklar tilfinningar í brjósti til Íslands frá því að hún kynntist íslenskri stúlku í menntaskóla. Hún hefur margoft komið til landsins og skrifað heilu bækurnar um land og þjóð, og kannski ekki síst náttúruna. Sú frægasta af þessum bókum er án efa Bli Björk („Að verða Björk“) […]
Kosið um nýjan formann Rithöfundasambandsins
Ný stjórn Rithöfundasambands Íslands verður kosin á aðalfundi sambandsins sem haldinn verður 8. maí næstkomandi. Kosið verður um formann, varaformann, einn meðstjórnanda og einn varamann. Kristín Steinsdóttir formaður og Davíð Stefánsson meðstjórnandi ætla að láta af störfum, en þeir Jón Kalman Stefánson varaformaður og Gauti Kristmannsson varamaður gefa kost á sér til endurkjörs. Skrifleg framboð […]
Ritstjórnarpistill: Að sitja fastur í streyminu
Ég hef átt kindil í fjögur ár. Það sér ekki á honum. Því miður, liggur mér við að segja, því ég er svoddan teknófíl að ég vildi gjarna fá að endurnýja hann bráðum. Skipta honum út fyrir nýjustu tækni. En hann eldist bara eiginlega ekki neitt, verður ekki seinvirkari einsog fartölvurnar mínar, spjaldtölvurnar og símarnir, […]
Íslenskar rafbækur til sölu á Amazon – mbl.is
„Fyrstu íslensku rafbækurnar fyrir Kindle eru nú komnar í sölu hjá bókarisanum Amazon. Um er að ræða allar bækur sem Bókabeitan og Bókaútgáfan Björt gefa út.“
Markaðsskrípið ljóðlist
Á dögunum bárust þær fréttir að forlagið Uppheimar væri hætt útgáfu. Ekki stærsta en eitt metnaðarfyllsta forlag landsins er hætt störfum. Forlag sem gaf út þýðingar á erlendum stórvirkjum og sinnti betur en aðrir því bókmenntalega markaðsskrípi sem stundum er kallað ljóðlist.
Skáldskapur vikunnar: Svala Ósk eftir Þórdísi Gísladóttur
Svala Ósk býr í risíbúð á Melunum með eiginmanninum Jóhanni. Hún vinnur á Elliheimilinu Grund en Jóhann er sölumaður hjá heildsölu sem selur hreinlætisvörur til fyrirtækja og stofnana. Svala Ósk skráði sig í Samfylkinguna til að geta kosið Dag B. Eggertsson í prófkjöri. Henni finnst hann svo traustvekjandi og ábyggilegur. Hún sá Dag einu sinni […]
Rýni: Líkmenn glatkistunnar eftir Bjarka Bjarnason
Ég ætlaði ekki að fara á bókasafnið. Ég átti ennþá sex bækur ólesnar frá því ég fór þremur vikum fyrr – hafði ekki snert þær. Þess utan átti ég keyptar/gefnar á bilinu 20-30 bækur til viðbótar sem ég var óður og uppvægur að komast í. Ég les hægar en flestir og margfalt hægar en ég […]
Edy Poppy og Mette Karlsvik lesa í Reykjavík
Í kvöld klukkan sjö munu norsku rithöfundarnir Mette Karlsvik (sem er meðal annars þekkt hérlendis sem höfundur umdeildu bókarinnar Bli Björk) og Edy Poppy. Upplesturinn fer fram á Stofunni, Aðalstræti 7, og kynnir verður íslensk-palestínska ljóðskáldið Mazen Maarouf. Edy Poppy les úr verkum sínum á ensku en Mette Karlsvik les á ensku, norsku, íslensku og […]
Uppheimar hætta útgáfu
Bókaforlagið Uppheimar hefur hætt útgáfu eftir baráttu við fjárhagsörðugleika síðustu misserin. Forlagið mun þó ekki vera gjaldþrota. Uppheimar þóttu sýna talsverðan metnað, ekki síst í útgáfu þýddra fagurbókmennta, en á síðasta ári gaf forlagið meðal annars út Klefa nr. 6 eftir Rosu Liksom, Ó – sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen, heildarsafn ljóða Tomas […]
Vafasamt námsefni (opið bréf) | Menningarsmygl
Það væri hins vegar gaman ef næstu hneykslunarfrétt fylgdi smá hugleiðing um að í bókmenntatextum og bíómyndum eru skilaboðin stundum margræð og höfundar tala jafnvel þvert á hug sinn til þess að fá lesendur / áhorfendur til þess að sjá hlutina í nýju ljósi eða veita þeim tækifæri til þess að greina þá (svo eru mögulega ekkert svo slæm skilaboð í sumum fyrirsögnunum þrátt fyrir sjokkið sem þær bjóða upp á – eins og glöggir lesendur verða fljótir að sjá). Hugleikur Dagsson hefur til dæmis lengst af starfað sem listamaður og örugglega ósjaldan verið skítblankur – ef hann væri sama sinnis og aðalpersónan í myndasögunni sem vísað er til hefði hann líklega skotið sig í hausinn löngu áður en hann komst svo langt að teikna þessa sögu.