Ragnheiður sigurvegari Grímunnar – mbl.is

Óper­an Ragn­heiður var sig­ur­veg­ari Grím­unn­ar – ís­lensku sviðslista­verðlaun­anna sem veitt voru í 12. skiptið í Borg­ar­leik­hús­inu í kvöld. Ragn­heiður var val­in sýn­ing árs­ins auk þess sem hún var verðlaunuð fyr­ir bestu tónlist og besta söngv­ara. Krist­björg Kj­eld hlaut Heiður­sverðlaun Leik­list­ar­sam­bands Íslands fyr­ir ævi­starf sitt í þágu sviðslista á Íslandi.

via Ragnheiður sigurvegari Grímunnar – mbl.is.

Það má láta orðið ganga: Starafugl er alltaf að leita að menningarrýnum, góðu og gáfuðu og afdráttarlausu fólki sem vill taka þátt í stríðinu um samtímann. Í boði eru engin laun en nokkur ritstjórn og hugsanlega ókeypis bækur, leikhús- eða bíómiðar og „þess háttar“. Skrifið ritstjóra.

DNA-bankinn – Áhættulýsing vegna upplýsts samþykkis

(Höf. Lynn Kozlowski, Hjörvar Pétursson þýddi)

Ég er til vitnis.

Og einungis ég er hér einn,
í trúnaði,
til að fræða þig og upplýsa.

Mér er ætlað að skýra þér frá
þeim hættum sem þér eru fólgnar í bón okkar.
Ég mun lýsa þeim hreint út
svo sem mér var falið af Siðfræðinefnd
Rannsóknastofnana, því þú verður að skilja
hvaða hætta þér er búin með samþykki þínu
með undirskrift þinni og dagsetningu.

Annar árgangur 1005

Annar árgangur tímaritraðarinnar 1005 lítur dagsins ljós í dag, laugardaginn 10. maí. Af því tilefni efnir 1005 til útgáfuhátíðar á BSÍ (þ.e. Umferðarmiðstöðinni) í Reykjavík kl. 16.00 þennan sama dag. Þar gefst bókmenntaunnendum kjörið tækifæri til að njóta stundarinnar og bókmenntanna. 1005 færir lesendum sínum að þessu sinni fjórfaldan glaðning, alls um 400 síður. Þetta […]

Úthlutun þýðingarstyrkja 2014

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingarstyrkja á íslensku, fyrri úthlutun, fyrir árið 2014 en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl. Alls bárust 29 umsóknir um þýðingarstyrki frá 15 aðilum og var sótt um rúmar 15.3 milljónir króna. Að þessu sinni var úthlutað 6.000.000 kr. í styrki til þýðinga á íslensku. Eftirtalin verk hlutu […]

Aðalfundur RSÍ í kvöld

Aðalfundur Rithöfundasambandsins verður haldinn í Gunnarshúsi í kvöld fimmtudaginn 8. maí kl. 20.00. Síðasti séns til að skila atkvæði vegna stjórnarkjörs er við upphaf fundar.

1. maí-kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga fer fram í dag kl. 11 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (verð kr. 500), en ganga verkalýðsfélaga fer af stað kl. 13.30.

Starafugl hefur uppgötvað að netfangið hans er ófleygt og kastar öllum pósti aftur í sendendur – og fær ekkert svar frá Vefhýsingu. Á meðan verið er að kippa þessu í laginn er best að senda efni beint á ritstjóra: eon@norddahl.org

ISOLARIO: Fyrirlestur um ljóðagerð Guðbergs Bergssonar

Föstudaginn 25. apríl, kl. 18.00 Húsnæði Esperantosambandsins Skólavörðustígur 6b Fyrirlesari Birna Bjarnadóttir, dósent í íslenskum bókmenntum við Manitóbaháskóla. Hún hefur rannsakað fagurfræði íslenskum nútímabókmenntum um árabil en er nú í rannsóknarleyfi á Íslandi og dvelur í Reykavík þangað til í maí. Aðgangur ókeypis. Kaffi og kleinur 500 kr.

Andi rýmis og orka steina

Vissulega er það í auga sjáandans að nema helgidóma gamalkunnugs rýmis, anda sem liggur í loftinu og hefur þannig áhrif á það sem í því fer fram. Sú tilfinning vaknaði á sýningu Claudiu Hausfeld í Gallerí Úthverfu á Ísafirði að maður væri genginn inn í helgidóm, látlausan og fábrotinn, bænastúku í Kyoto eða Þingvallakirkju, enda […]

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 23. mars

„Sunnudaginn 23. mars næstkomandi verður árleg bókmenntadagskrá í Þórbergssetri í tilefni af því að í marsmánuði er afmælisdagur Þórbergs Þórðarsonar. Hann var fæddur 12. mars 1888 á Hala í Suðursveit. Gestur hátíðarinnar verður að þessu sinni Jón Gnarr borgarstjóri bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur. Samkór Hornafjarðar flytur söngdagskrá og Soffía Auður Birgisdóttir heldur erindi um áhrif Þórbergs á nútima rithöfunda, þ.á.m. Jón Gnarr. Afhentar verða gjafir sem hafa verið að berast Þórbergssetri að undanförnu.“

Dagskrá og frekari upplýsingar: Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 23. mars.

Opnun: Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II. hluti

Á sýningu sinni – Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II hluti – hefur Unnar Örn gert Listasafn ASÍ að vettvangi óeirðar. Vegsumerki um óhlýðni frá ólíkum tímabilum eru dregin fram og skoðuð í sjónrænu samhengi. Verkin á sýningunni eru unnin uppúr heimildum sem þjónað hafa ólíkum stofnunum, ljósmyndir frá Tæknideild Rannsóknarlögreglunnar, myndskeið úr heimildasafni Ríkisútvarpsins og […]

Í dag lauk fyrstu heilu vikunni okkar. Engin orð nema „orð fá ekki lýst“ fá lýst hversu ánægð við erum með þær æðisgengnu manneskjur sem ljáð hafa Starafugli krafta sína og framleitt ekki bara fyrsta flokks efni heldur gert vefinn svona fallega. Við þökkum auk þess lækin, lesturinn, þökkum deilingarnar, velvildina, hjálpina og umræðuna og vonumst til áframhaldandi samstarfs. Þetta verður vonandi mikið ferðalag áður en yfir lýkur.

Fór í samheitaorðabókina og sló upp sögninni „rýna“ – og uppgötvaði að „rýna“ er ekki bara sögn heldur líka nafnorð. Samheiti við „rola“. Sögnin þýðir svo m.a. að „tala vinmæli við e-n“. Og hafiði það.

Starafugl leitar að fólki til að skrifa um bókmenntir og ljóð, kvikmyndir, tónlist, leiklist, matarlist og svo framvegis. Áhugasamir hafi samband á ritstjorn@starafugl.is