Starafugl snýr nú aftur úr sínu vetrarhíði eftir sex vikna hlé og hefur misst af fjörinu svo um munar. Gunnlaugur Blöndal gerði allt vitlaust með hátt í aldargömlum nektarmyndum í Seðlabankanum, Elli Grill, Barði í Bang Gang og Hatari eru að gera góðan leik í Eurovision – og sjálf keppnin er í senn umdeild vegna […]
Ritstjórnarpistlar
Ritstjórnarpistill: Að deila list og deila um list
Ég veit ekki hvort deildu.net eða Piratebay eru réttu aðilarnir til að útdeila – eða græða á 1 – ókeypis menningarafurðum, en mér finnst stundum einsog gagnrýnin á dreifinguna (eða þjófnaðinn) gangi meira og meira út á að menningarafurðir megi bara alls ekki vera ókeypis, og það sé einfaldlega frekja að krefjast aðgengis (altso: menningin tilheyrir […]
Ritstjórnarpistill: Opnun
Höfundur hefur engan rétt, aðeins skyldur Jean-Luc Godard Líkt og allir vita sem á annað borð reka nefið hér inn var Starafugl nýlega kærður fyrir myndbirtingu án leyfis, þegar birt var mynd Ásgeirs Ásgeirssonar af athafnaskáldinu Sölva Fannari, sem áður hafði birst með ljóðum hans og fleiri myndum á félagsmiðlum, í gagnabönkum og fjölmiðlum. Um […]
Ritstjórnarpistill: Lokun
Á menningarvefum birtast myndir. Þessar myndir eru alla jafna af því tagi að telja megi til kynningarefnis listamanna eða liststofnana. Stundum eru það einfaldlega myndir af höfundum eða umfjöllunarefnum og stundum af listaverkum þeirra. Í gær barst Starafugli kröfubréf frá samtökunum Myndstef þar sem fullyrt var að ljósmynd hefði verið birt í leyfisleysi á vefnum […]
Ritstjórnarpistill: Upprisan er pósa
Á sama tíma og það þykir til marks um að manni hafi mistekist að „uppfylla sjálfan sig“ ef maður þiggur vinnur í frystihúsi eða bara „úti á landi“ – það sem einhvern tíma hét bara heiðvirð vinna og nógu góð fyrir margar kynslóðir íslenskra vertíðarbóhema – og eigi þar með ekkert skilið nema vorkunn, er […]
Ritstjórnarpistill: Hin fordæmda grimmd
„Skáldsagnahöfundar og ljóðskáld mega vera viðkvæm“, skrifar bókmenntarýnirinn Michael Dirda í nýjasta tölublað TLS, „en flestum finnst að gagnrýnendur eigi að vera jafn kaldrifjaðir og Lafði Makbeð og jafn sadískir og Mike Hammer“. Í kjallarapistli útlistar hann síðan aum örlög dagblaðagagnrýnenda sem „alvöru“ blaðamenn líti niður á og séu illa launaðir, illa liðnir og húðstrýktir […]
Ritstjórnarpistill: Maðurinn er alltaf drasl
Á Kraumsráðstefnu tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem haldin var síðastliðinn páskasunnudag var talsvert rætt um það hvernig hægt væri að gera tónlist (og aðra list) að vænlegri söluvöru – að fallegum hlut sem einhver vildi kaupa frekar en einhverju óefni, því fólk ber hvorki væntumþykju né virðingu fyrir mp3 og epub – hvort sem […]
Ritstjórnarpistill: Vill einhver elska … ?
Hvað gerir maður við leikara sem maður ætlar ekki að nota lengur? Í vikunni sagði Kristín Eysteinsdóttir, nýráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins, upp þremur leikurum – þar af tveimur á barmi eftirlaunaaldurs – og réði sex aðra til starfa. Í viðtali sagði Kristín að uppsagnirnar hefðu ekkert með aldur að gera heldur snerust um endurskipulagningu leikhópsins í […]
Ritstjórnarpistill: Með grátandi nasista á öxlinni
Það tekur á að upplifa misheppnað listaverk. Það er næstum vandræðalegt, tilfinningin er einsog að ganga inn á einhvern á klósettinu: Ó, varstu að gera vont listaverk hérna, afsakaðu. Svo lokar maður hurðinni og gengur út í hléi. Fer aftur fram í stofu og segir: Vitiði hvað hann er að gera þarna inni? Því maður […]
Ritstjórnarpistill: Að sitja fastur í streyminu
Ég hef átt kindil í fjögur ár. Það sér ekki á honum. Því miður, liggur mér við að segja, því ég er svoddan teknófíl að ég vildi gjarna fá að endurnýja hann bráðum. Skipta honum út fyrir nýjustu tækni. En hann eldist bara eiginlega ekki neitt, verður ekki seinvirkari einsog fartölvurnar mínar, spjaldtölvurnar og símarnir, […]
Ritstjórnarpistill: Eina ástin sem skiptir máli
Starafugl lauk sínu fyrsta heila vikuflugi á laugardag með birtingu á færslu í flokki „tónlistar vikunnar“ – þar sem Haukur S. Magnússon velti því fyrir sér hvort að poppmúsík væri búin að missa bitið, hvort hún hneykslaði engan lengur, og rifjaði upp dauðateygjurnar, svo að segja, The Downward Spiral með Nine Inch Nails og heimildarmyndina […]
Ritstjórnarpistill: Opið bréf til gagnrýnenda
Kæru gagnrýnendur. Mig langar að biðja ykkur að vera afdráttarlaus í skrifum – ekki í þeim skilningi að þið eigið að vera dónaleg eða að allt þurfi annað hvort að hefja upp til skýjanna eða rakka niður í skítinn, heldur í þeim skilningi að þið gangist við hugsunum ykkar og tilfinningum gagnvart verkunum undanbragðalaust, sýnið […]
Ritstjórnarpistill: Mennskan, heimskan og fegurðin
Fyrir nokkrum árum bjó ég veturlangt í Västerås í Svíþjóð. Eitt af því sem vakti þá athygli mína, og ég áttaði mig síðar á að var í raun einkenni á fjölmennari þjóðum – jafnvel smáþjóðum einsog Svíþjóð – var hversu mikil umræða gat verið í kringum menninguna og hvernig fjölmiðlar nærðu hana, oft af meira […]