Hugleiðingar um hinn svokallaða veruleika

Franski heimspekingurinn Michel Foucault velti fyrir sér eftirlitssamfélaginu í kringum árið 1975 þegar hann rýndi í teikningar af hinni fullkomnu panopticon-eftirlitsstofnun eftir heimspekinginn Jeremy Bentham frá lokum 18. aldar, Alsjána.   Alsjáin er stofnun í hringlaga byggingu með klefum sem eru gagnsæir inn á við og út á við en þó sjá íbúar hennar ekki […]

Rætur fléttast saman fyrir framtíð

Skiptidagar: Nesti handa nýrri kynslóð eftir Guðrúnu Nordal

Skiptidagar er lítil, handhæg og falleg bók sem fangar bæði stór málefni og árþúsund af íslenskri sögu. Það er ekki auðvelt að draga hana í dilka, ekki er hún beinlínis fræðibók en fróðleg þó með eindæmum. Ekki er hún skáldskapur en leyfir ýmsum sögum að lifna við fyrir hugskotum manns. Hugleiðingar einnar manneskju er uppistaða […]

Jóhann Helgi Heiðdal

Liljur vallarins og fugl himinsins (brot)

Formáli Þetta litla rit (sem í ljósi aðstæðnanna sem það sprettur af, minnir mig á mitt fyrsta, eða öllu heldur hinu fyrra í mínu fyrsta: formálanum í Tvær uppbyggilegar ræður frá 1843, sem kom út beint á eftir Annaðhvort – Eða) vona ég að muni ná til „hins einstaka, sem ég með gleði og þakklæti kalla […]

Vestrænt frjálslyndi þvær hendur sínar

Um harðstjórn: Tuttugu lærdómar sem draga má af tuttugustu öldinni

Mál og menning gefur út bókina Um harðstjórn: Tuttugu lærdómar sem draga má af tuttugustu öldinni eftir Timothy Snyder í íslenskri þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar. Ritið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir, þrátt fyrir að vera stutt í sniðum og hraðlesið – ekki nema 153 síður í litlu broti. Það vakti mikla athygli þegar það […]

Jóhann Helgi Heiðdal

Við erum samtímafólk maí ’68

Mig langar að byrja á að spyrja mjög einfaldrar spurningar: hvers vegna er allt þetta tilstand í kringum maí ’68 – greinar, útvarpsþættir, umræður og atburðir af öllu tagi – fjörutíu árum eftir atburðinn? Það var ekkert slíkt í kringum þrítugs- eða tvítugsafmælið. Fyrsta svarið er svartsýnt. Við getum nú minnst maí ’68 vegna þess […]

Keisarinn og heimspekingurinn (eða hræsnarinn?)

Um mildina

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins gaf út fyrir jól þýðingu á öðru lykilriti fornaldarheimspekinnar. Slíkar þýðingar eru alltaf tilefni til fagnaðar, en áður hafa auðvitað birst þýðingar á einhverjum stærstu ritum fjölmargra klassískra heimspekinga og hugsuða: Platon, Aristóteles, Þeófrastos, Cicero, Tacitus, o.fl. Þessar þýðingar, ásamt ítarlegum og vönduðum inngöngum sem setja verkið í samhengi fyrir nútímalesendur, er ómetanlegt […]

Við lifum enn í þögulli örvæntingu

Walden

Í frægu verki sínu Heimspeki sem lífsmáti setur franski heimspekingurinn Pierre Hadot fram áhugaverða greiningu sína á heimspeki í fornöld. Í stuttu máli er greining hans sú að heimspekihefðin sem á uppruna sinn hjá Sókratesi hafi falist í athöfn sem snerist fyrst og fremst um andleg málefni sjálfsins. Heimspekiástundun var þannig æfingar og leiðir til […]

Októberbyltingin hundrað ára: túlkanir og þýðing í dag

Í tilefni hundrað ára afmælis rússnesku byltingarinnar hafa undanfarið, á heimsvísu, verið birtar greinar um þennan einstaka atburð mannkynssögunnar og mikilvægustu persónu hans: Lenín. Enda væri annað furðulegt, en hér er ekki einungis um að ræða fyrstu sósíalísku byltingu mannkynssögunnar heldur þann einstaka atburð sem hafði mest áhrif á gang tuttugustu aldarinnar – afleiðingar sem við finnum svo sannarlega fyrir og erum enn að vinna úr í dag. Á Íslandi hefur þó eitthvað minna farið fyrir umræðum um byltinguna, merkilega lítið að mati greinarhöfundar. Hver svo sem skýringin kann að vera á því þá ætla ég í eftirfarandi að minnast byltingarinnar á hundrað ára afmælinu með því að ræða hana, með sérstökum fókus á hinn umdeilda leiðtoga hennar Lenín.

Sviðsframkoma hversdagsins

um fegurðarsamkeppnir og ofurraunveruleikann

Núna þegar vertíð fegurðarsamkeppna á Íslandi er lokið, allavega í bili, og sigurvegarar hafa verið krýndir, sumir nýir – aðrir gamlir, þá sprettur ávallt upp sú spurning hvernig stendur á því að við í þessu samfélagi sífelldra framfara skulum ennþá halda slíkar keppnir sem stilla upp einstaklingum eftir ákveðinni formgerð. Tilgangur slíkra keppna er umdeildur […]

Tamningar

Guðfræðingar fást enn við klípu sem Tómas frá Akvínó glímdi við, síðar Leibniz og fjöldi annarra: ef Guð er algóður, og gerir þar með alltaf það sem er best, getur hann þá líka verið frjáls? Hefur algóð vera val um að gera nokkuð annað en það besta eða útrýmir algjör gæska öllu frelsi? Tómas komst […]

Ólafur Gíslason

Heimspekilegar hugleiðingar um söguna 

Eftirfarandi er þýðing Ólafs Gíslasonar, listfræðings, á einni þekktustu ritsmíð Walters Benjamin (1892–1940), Über den Begriff der Geschichte. Áður hefur birst þýðing Guðsteins Bjarnasonar á greininni, í tímaritinu Hugur árið 2005, þá undir heitinu „Um söguhugtakið“. Ritgerðin er samin undir andlát Benjamins, árið 1940, þegar hann hafði lifað í hartnær áratug í útlegð og á […]