Þegar skúringakonurnar taka völdin þurfa allir að fara úr skónum Þegar skúringakonurnar taka völdin verða þeir sem afstóla of snemma fyrstir upp að veggnum Þegar skúringakonurnar taka völdin verður heimurinn tandurhreinn Nei! Þegar skúringakonurnar taka völdin verður aldrei skúrað framar og heimurinn verður skítugur og heiðarlegur Það er ekki eining um þetta, þetta gæti ollið […]
Höfundur: Ásgeir H. Ingólfsson
Þeir skjóta þig alltaf í bakið
Á meðfylgjandi myndbandi má sjá fyrsta uppkast ljóðsins, ort eftir næturvakt í Mývatnssveit. Þeir skjóta þig í bakið ef þú mætir ekki í vinnuna Þeir skjóta þig í bakið ef þú ert of duglegur Þeir skjóta þig í bakið ef þú ert of latur Þeir skjóta þig í bakið ef þú lýgur Þeir skjóta þig […]
Draugaþræðir snilligáfunnar
„En stjarna myndarinnar, eins og alltaf í myndum Paul Thomas Anderson, er leikstjórinn og handritshöfundurinn sjálfur,“ sagði Dan Webster kollegi minn alveg kaldhæðnislaust um myndina Phantom Thread. Án þess að átta sig á að myndin er fyrst og fremst að henda gaman að þessari skrítnu hugmynd okkar um snillinginn – og það gerir gamanið bara […]
Blaut bók og bragðlausir réttir
Vatnsstígur er stutt þvergata við Hverfisgötu sem ég gisti á síðast þegar ég heimsótti Reykjavík, en það er líka ljóðabók eftir Tryggva Stein Sturluson. Ég varð ekki var við neina beina tengingu við götuna sjálfa samt, það er frekar að ljóðmælandi leyfi vatninu að móta sína stíga, þetta er nefnilega blaut bók. Blaut í þeirri […]
Helgi Jónsson og Mein kampf unglingabókanna
Ég minnist þess tvisvar að hafa orðið virkilega pirraður og reiður við lestur unglingabóka, þeirrar annars stórkostlega vanmetnu bókmenntagreinar. Það væri máski ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að þessi tvö skipti ásækja mig ítrekað þetta vorið. Í fyrra skiptið var ég þrettán ára og las í fyrsta skipti bók eftir Helga Jónsson. Ég […]
Hungurleikarnir
Ég mun framleiða bíómynd um hvað kapítalisminn er vondur og hún mun græða þúsund milljón dollara. Hún mun selja byltingarbling á tvöþúsund milljónir dollara og sá byltingarfræjum í þrjúþúsund milljón hjörtu. Ég geri það því ég veit að maginn gaular hærra en hjartað slær og hann gaular á súpermáltíð, megaviku og happy hour. Byltingin er […]
Að gefast ekki upp. Gegn bönkunum.
Íslandsbanki átti internetið á mánudaginn síðasta – nánar tiltekið stóðu þeir að baki auglýsingaherferðinni sem allir voru að tala um. Þeir brýndu fyrir okkur að gefast ekki upp þótt það væri verið að mola velferðar- og húsnæðiskerfið að innan, heldur bara að herða okkur upp og búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni í nokkur ár á […]
Menningarárið 2014: Örstuttur minnismiði til framtíðarinnar
Heimurinn er stútfullur af menningu. Góðri menningu og vondri, splunkunýrri og ævafornri. Og ef maður vandar sig þá eru jafnvel verstu árin frábær menningarár – hversu leiðinleg sem þau voru að öðru leyti. Heimurinn er líka stútfullur af manneskjum og 2014 var oft skemmtilegt, en það er eitthvað sem má þakka bæði skemmtilega fólkinu og […]
Heilagur Ford eftir Ásgeir H. Ingólfsson
Ég sé framtíðina. Ég sé maurana fjölga sér og vinna saman við að byggja betri heim. Heim með ódýrari raftækjum. Heim með þægilegri fötum. Heim þar sem litríkir kjólar fátæku sígaunakonunnar verða orðnir að tískuvarningi. Heim þar sem fátækar sígaunakonur ganga í notuðum jogginggöllum. Heim þar sem allir eru alveg að fara að meika […]
Takk, Kristinn
Mig langar að taka þátt í nýhafinni kurteisisvæðingu þessa vefrits og þakka Kristni Sigurði Sigurðssyni fyrir þakkarpistil hans til Snæbjarnar Brynjarssonar. Ég er nefnilega raunverulega þakklátur að einhver skuli vekja athygli á þeirri staðreynd hve Þjóðleikhúsið sé mikið borgarleikhús. Kristinn er auðvitað kjaftfor – sem er oft skemmtilegt – en það eyðileggur dálítið annars ágæta […]
Óskarsverðlaunin 2014: Framtíðarskáldskapur og fortíðaruppgjör
Nebraska, Her, The Wolf of Wall Street, Dallas Buyers Club, Captain Phillips, Philomena, 12 Years a Slave, American Hustle og Gravity munu keppa um 86. óskarsverðlaunin í kvöld – en í raun og veru eiga samt bara þessar þrjár síðastnefndu alvöru séns á að vinna verðlaunin sem besta mynd. Og ef uppáhaldsmyndin mín vinnur skal […]